Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 80
80 TMM 2008 · 3
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
vera háður einhverju, eða einhverjum. Því önnur skýrasta myndhverf-
ing bókarinnar er samlíkingin milli fíknar og ástar, þess að vera háður
eiturlyfjum og vera háður ástinni eða ástmanninum. Stúlkan er í stöð-
ugri samkeppni við hvíta drekann um ástir elskhugans og þessi sam-
keppni felur óhjákvæmilega í sér einhverskonar niðurlægingu fyrir hana
sem birtist í sársauka og þörf fyrir ást hans, hún dvelur við minningar
um hið góða og reynir að banda hinu slæma frá sér, án árangurs: „og ég
/ finn hvernig það kemur yfir mig núna hvernig sumt / fölnar hvernig
eitthvað strengist ég finn hvernig ég verð / fyrirvaralaust eins og það er
orðað í ævintýrabókunum / hnuggin“. Hér birtist ævintýraminnið um
prinsessuna sem er fangi drekans – og drekinn er bæði efnið og andinn,
eitrið og ástin. Myndmálið í kringum hvíta drekann er sérlega vel unnið,
allt frá vísunum til Íslendingasagna til kínverskra orðasambanda. Þetta
sést einnig utan á kápunni sem er blá með óreglulegu appelsínugulu
mynstri sem skapar einhvern glaðlegan tón, og hvíti drekinn með eld-
tungurnar og rauða hjartað í loppunni er sömuleiðis glaðlegur að sjá.
Aftan á kápunni er svo aðeins skuggamynd hans, sem fangar vel mynd-
málið kringum efnið og andrúmsloft bókarinnar í heild.
iv
Forvitnilegar furðuverur Olgu Bergmann eru einnig góður inngangur
að ljóðabók Sjóns, söng steinasafnarans. Síðustu tvær ljóðabækur Sjóns
hafa einkennst af vandlega hnýttri heildarmynd sem er hér ekki eins
áberandi en birtist á lúmskan hátt í hinum fjölmörgu steinum í ljóð-
unum. Fyrir utan steinana stinga tveggja lína náttúruljóðastef sér
reglulega niður, auk ýmiskonar skemmtilegra og óvæntra mynda, eins
og þegar maður bíður átekta til að geta hlaupið til og varpað skugga á
Dómkirkjuna í ljóðinu „borgarlíf“. Önnur dularfull hversdagsmynd er í
„heimilislíf“: „eftir uppvaskið gengur maðurinn / fram á hreindýr / sem
liggur undir sófaborðinu“. Dýrið fælist og hleypur undan manninum
„undir / hjónarúmið“. Þegar maðurinn gáir að því sér hann „hvar það /
sameinast hjörðinni“, baular „og maðurinn / hverfur“. Hér hefur hið
óvænta og furðulega tekið á sig afskaplega heimilislega mynd, sem samt
er hlaðin þeim sérstæðu undrum sem einkenna ljóð Sjóns. Í ljóðum eins
og „allt sem við lærum í sextíuogáttaára bekk“ og „fórnargjafir handa
22 reginöflum“ streyma fram fleiri undur: „prestar sem ferðast með
neðanjarðarlestum / kallast farþegar …“, „þegar flóin og steypireyð-
urinn hittast í alfræðibókinni eru þau jafn stór“, og í fórnargjafir til
reginaflanna henta meðal annars „golfsett úr mannabeinum“, „hópur af