Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 133
TMM 2008 · 3 133
B ó k m e n n t i r
undir ensk-amrísku. Það er bara að hlutverkunum er snúið við: Erlendur og
Leó eru aðalpersónurnar og elstir í þrenningunni, en það er Leó sem slettir svo
mikilli ensku í sögu Þórunnar að það gengur fram af honum sjálfum þótt hann
hæðist að málvöndun Ragnars, samverkamanns síns, þar sem Erlendur
hneykslast sífellt á amríkaníseringu síns félaga, Sigurðar. Þetta liggur beint við
að túlka sem kveðju Þórunnar til Arnaldar.
Þessi síðastnefndi gátulausnari er oftast hversdagslegri en hinir fyrrnefndu.
Hann er enginn súpermaður, vinnur bara vinnuna sína með vaxandi tölvu-
tækni og Íslendingabók. Þetta gerir Leó Þórunnar og er ágætlega raunsæilegur
að flestu leyti. Það pirrar að vísu þennan lesanda að honum skuli ekki detta í
hug að spyrja Hrút um nafn sambýliskonunnar fyrrverandi. Það hefði leyst
gátuna til muna fyrr og er náttúrlega þesskonar afglöp að maður hlýtur að vona
að hann hafi fengið ávítur yfirmanna sinna fyrir glámskyggnina.
Reyndar má leika sér að því að finna fyrirmynd og/eða andstæðu Leós í
Njálu. Þar er aðeins eitt leó og er í skjaldarmerki. Lesendur geta skemmt sér við
að skoða hvað er líkt með skjaldberanum og Leó Jónssyni – og hvað ólíkt. Svo
má náttúrlega gæla við þá hugmynd að Leó sé höfundur Njálu. Hann er sá sem
rekur þræðina eins og góður höfundur á að gera, og athyglisvert augnablik
þegar hann situr í erfidrykkju og „lítur yfir sviðið. Og það var gott.“ (bls. 255).
Þannig hugsar einmitt einkanlega höfundur alls sem er.
Að sögulokum
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir hefur gert skemmtilega og sumpart mjög vel
heppnaða tilraun í skáldsögu sinni. Reyndum lesendum hennar kemur ekki á
óvart að fjallað er opinskátt og stundum næstum súperbíólógískt um neðan-
þindarathafnir og hugsanir þeim tengdar. Ég veit að það hrellir viðkvæma les-
andur en á sjálfur orðið auðvelt með að skella við skolleyrum þegar að því
kemur. Hrútsþáttur Njálu bauð náttúrlega í sérstakan dans!
Það sem mér hefur orðið að mestu umhugsunarefni er hversu hnýsilegt er að
skoða hvað er leyfilegt í hverri sagnagerð. Óraunsæið í Njálu er partur af leik-
reglunum þar og þess vegna sjálfsagt mál. Raunsæiskrafan í nútímasögunni
gerir höfundi hennar erfitt fyrir. Hins vegar hefði Njáluhöfundurinn gamli
aldrei getað leyft sér það sem hið nýja Njáluskáld gerir: að hafa kolsvartan
hrafn fyrir sögumann í völdum köflum og yfirleitt að leyfa sér að vera hinn
algerlega alvitri sögumaður. Það er hressandi í nútímasögunni, hefði orðið
ótækt í þeirri gömlu, því það hefði brotið gróflega gegn hlutlægninni, sem þar
var beitt til að blekkja lesandann og skapa raunsæiskennd!
Sérlega ber mér svo að þakka Þórunni fyrir að hafa komið mér til að rifja
ýmislegt upp sem farið var að fyrnast í Njálu og kringum hana.
Uppsölum skömmu eftir sögulok í Kalt er annars blóð.