Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 22
22 TMM 2008 · 3
J ó n a s S e n
ástæðulaus, því tvennir tónleikar í Bretlandi og einir í Helsinki voru
blásnir af. Eftir það fóru hjólin þó að snúast, og þegar rúm vika var liðin
af júlímánuði héldum við utan einu sinni enn, í þetta sinn til Litháen.
Við héldum tónleika þar og í Lettlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Grikklandi,
Portúgal og Spáni. Þeir tókust flestir prýðilega.
Svo lengi lærir …
Eins og sjá má hefur túrinn verið langur. Við héldum 74 tónleika í 32
löndum og 66 borgum, en borgirnar sem við heimsóttum voru samt
mun fleiri. Snemma á túrnum reyndi ég að telja hótelin sem ég hafði gist
á, en þegar ég var kominn upp í fimmtíu nennti ég því ekki lengur. Ég
gæti trúað því að í heildina séu þau yfir hundrað talsins.
Fyrir mig persónulega hefur vinnan með Björk næstum tekið tvö ár
því ég byrjaði strax að undirbúa mig fyrir túrinn um haustið 2006.
Nú ætla ég ekki að svara þeirri spurningu hvaða þýðingu túrinn hefur
haft fyrir Björk eða félaga mína í hljómsveitinni. Ég get ekki ímyndað
mér hvernig þetta hefur verið fyrir blásarasveitina, er samanstóð af
stúlkum sem flestar voru enn í tónlistarnámi þegar túrinn byrjaði.
Stökkið er stórt frá því að vera nemandi í tónlistarskóla á Íslandi yfir í
að vera poppstjarna á ferðalagi um allan heiminn. Hvernig leið þeim að
setjast aftur á skólabekk?
Ég var sjálfur nýskriðinn úr skóla þegar Björk bað mig að koma með
sér í heimsreisuna. Ég hafði lokið námi í mennta- og menningarstjórn-
un frá Bifröst mánuði áður. Sjónvarpsþættirnir mínir, Tíu fingur, höfðu
nýlega hafið göngu sína, en lokaritgerðin mín var einmitt um þá. Námið
á Bifröst opnaði augu mín fyrir stöðu tónlistar í víðu menningarlegu
samhengi og var mér opinberun. Sömu sögu er að segja um Bjarkar-
túrinn. Hann hefur sýnt mér allt aðra hlið tónlistarheimsins en ég hafði
áður kynnst. Og ég hef fengið tækifæri til að taka þátt í öðruvísi tónlistar-
iðkun. Fyrir vikið hefur skilningur minn á tónlist, líka þeirri klassísku,
dýpkað. Svei mér ef ég nýt hennar ekki betur.
Það er gaman að læra. Og Bjarkartúrinn var magnaður. Ég held að ég
verði aldrei sami maðurinn.