Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 81
TMM 2008 · 3 81
L j ó ð o g f l ó ð
hungruðum sléttuúlfum“ og „visnuð páfaeistu“. Hér er súrrealisminn á
flugi og býður lesandanum að undrast og gleðjast.
Og svo eru það allir steinarnir. Sá fyrsti er mjúkur og lagður í hendur
karli sem álpast uppá þurrkloft og hittir „þrjár konur sem allar / sýsluðu
með svart efni: tré, garn, járn.“ Sá steinn endar að lokum í höfði manns-
ins, eftir að hann finnst dauður í læk. Í „steinum“ er sagt frá fólki og
dýrum sem fá steina í höfuðið svo mjög að félagar „í samtökum steina-
safnara í lundúnum“ undrast og óttast. Ekki má heldur gleyma „stein-
þrykki“ Edvards Munch af Marie Curie, en það er týnt og „að dreyma
hana boðar dreymandanum feigð“. Í „söng steinasafnarans“ finnst
steinasafn sem hann óttaðist týnt og glatað. Steinninn fær svo hápólit-
íska merkingu í lokaljóði um grýtta konu, „tilraun til endurlífgunar dúu
khalil aswad“. Allir þessir og allskonar steinar öðlast nýtt líf í ljóðum
Sjóns, þeir eru furðuskepnur sem þjóna ólíkum hlutverkum og búa yfir
undarlegum öflum.
v
Furður og undur ferðast um í flokkum í ljóðabók Jóhamars, Skáldið á
daginn. Jóhamar var á sínum tíma meðlimur í Medúsu–hópnum líkt og
Sjón og heldur tryggð við súrrealismann einnig. Ljóð hans einkennast af
hreinu flæði eða streymi af snörpu myndmáli sem fangar tilfinninguna
fyrir jaðarmenningu; þetta eru neðanjarðarljóð sem hafa náð að losa sig
við farangur innantómrar tilraunamennsku, tilgerðar og naífisma og
ryðjast fram í flæði sem á köflum er hreinlega óleyfilega góður skáld-
skapur.
Fæst ljóðanna bera titil og á stundum getur verið erfitt að sjá hvar eitt
ljóð byrjar og annað endar, sum tengjast greinilega í einhverskonar
bálka, en lesandi fær litla hjálp við að sortera slíka niður. Allt eykur
þetta á flæðið. Súrrealískt myndmál er áberandi, eins og fyrr segir, auk
pólitískra undirtóna og vangaveltna um geðheilsu og –veiki. Dæmi um
dulítið súrrealískt pólitískt ljóð hljóðar svo: „Áðan í sjónvarpinu niður-
lægingin áfram. Tilgangslaust að sitja hér. / Stjórnborðið rauðglóandi.
Það er eitthvað að tónlistinni. Viltu / samhengi þá verðuru hálsfestur.
Fallegasta konan vill ekki vera / kona. Þjóðfélagið er planta. Við förum
ekki þangað.“ Sjónvarpið er reglulegt tema bókarinnar og iðulega tákn-
mynd dauða og deyfðar þó vissulega geti það líka verið trygging tilver-
unnar og jafnvel gluggi inn í annan heim. Borgin er annað viðfangsefni
skáldsins: „stendur á horni / undir fallandi steypu / fólkið lítur upp / og
eins og borgin leggi á flótta / sogist upp í loftið / óvart nakin / misst