Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 108
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
108 TMM 2008 · 3
lega verki Músagildrunni eftir Agöthu Christie í leikgerð Gísla Rúnars Jóns-
sonar, Þór Tulinius stýrir. Íslenska verkið á efnisskránni er Falið fylgi eftir
Bjarna Jónsson sem Jón Gunnar Þórðarson leikstýrir. Loks verður uppistands-
verkið Fúlar á móti sýnt í vor með þeim ágætu leikkonum Sigrúnu Eddu
Björnsdóttur, Eddu Björgvinsdóttur og Helgu Brögu Jónsdóttur. Leikhússtjór-
inn stýrir þeim sjálf.
Einþáttungsóperurnar Cavalleria Rusticana og Pagliacci verða sýndar í
fyrsta skipti saman í Íslensku óperunni í haust, en löng hefð er fyrir því að sýna
þær saman. Sveinn Einarsson stýrir nokkrum af fremstu söngvurum þjóð-
arinnar, þar á meðal Kristjáni Jóhannssyni tenórsöngvara sem syngur í fyrsta
sinn í Íslensku óperunni. Hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky.
Aðdáendur leikkonunnar Ilmar Kristjánsdóttur þurfa að fara í Óperuna til
að sjá hana á sviði í haust. Hún leikur aðalhlutverkið í JANIS 27, leikriti með
söngvum um ævi Janis Joplin eftir Ólaf Hauk Símonarson sem Sigurður Sigur-
jónsson stýrir. Tónlistarstjóri er Jón Ólafsson og frumsýningin verður 3.
október.
Dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands á komandi vetri er spennandi að
venju. Meðal einleikara í haust má nefna fiðluleikarann snjalla Ara Þór Vil-
hjálmsson sem leikur verk eftir Hafliða Hallgrímsson 27. sept. Sigrún Eðvalds-
dóttir er ekki síður snjall fiðluleikari, hún leikur einleik á fyrstu Síbelíusartón-
leikum hljómsveitarinnar af þrennum 16. okt. undir stjórn Petri Sakari. Í
byrjun næsta árs verða að venju fernir Vínartónleikar og verður einsöngvari að
þessu sinni Dísella Lárusdóttir. Ekki óvitlaust að panta miða strax.
Tónleikar SÍ á Myrkum músíkdögum verða 12. febrúar. Þá verða leikin verk
eftir Daníel Bjarnason, Hauk Tómasson, Jón Ásgeirsson og Þorkel Sigurbjörns-
son og einleikarar verða engir aðrir en Einar Jóhannesson og Víkingur Heiðar
Ólafsson. Maður sleikir út um. Á tónleikum á Listahátíð (29.5.) verður flutt
Sinfónía nr. 7 eftir Dímítrí Sjovstakovtsj og Píanókonsert í c-moll, k-49 eftir
Mozart, einleikari er Viktoria Postnikova en stjórnandi Gennadí Rosdest-
venskíj.
Sinfónían gerir óvenjumikið fyrir börn í vetur. 21. mars verða bæði Pétur og
úlfurinn eftir Prókofíev og Stúlkan í turninum eftir Tryggva M. Baldvinsson á
dagskrá, og 18. apríl verður Þyrnirós Tsjajkovskíjs flutt af hljómsveitinni og
nemendum úr Listdansskóla Íslands. Einnig er ástæða til að minna á mán-
aðarlega tónleika í Þjóðmenningarhúsinu, Kristalinn, þar sem margvíslega
samsettir hópar hljóðfæraleikara úr hljómsveitinni leika fjölbreytta efnisskrá.
Þessir tónleikar eru jafnan undir lok mánaðar og verða hinir fyrstu 27. sept-
ember undir fyrirsögninni „Bandarískt brass“.
Þetta verður góður menningarvetur.