Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 58
58 TMM 2008 · 3
G y l f i G í s l a s o n
hvað ég meinti með svona mynd. Ég spurði á móti hvað hann meinti.
Síðan upphófst ofboðsleg orrahríð sem ég svaraði fullum hálsi og ég er
stoltur af að segja frá því að ég skaut þá og þau öll niður með svörunum.
Þarna voru fulltrúarnir frá hinum Norðurlöndunum með mér og vildu
sýna myndina og þetta varð að miklu rifrildi sem mikill fjöldi tók þátt
í. Svo ég segi þér frá nokkrum spurninganna og svörunum þá svaraði ég
þegar ég var spurður um meininguna að við vissum öll að allar myndir
væru gerðar af tveim hlutum þ.e. skynsemi og tilfinningu, misjafnlega
mikið af hvoru, og þessi mynd væri gerð af tilfinningu. Þegar spurt var
hvers konar tilfinningu ég hefði borið í brjósti við gerð þessarar myndar
sagði ég að tilfinningar væru ekki af toga skynsemi og væru því meira
og minna óútskýranlegar, og það gilti um þessa mynd. Þá gerði pólski
fulltrúinn atlögu og sagði að þetta væri ekki myndlistarverk heldur ljós-
mynd og ætti ekki heima á sýningunni, en ég svaraði sem satt var að
myndin væri gerð af okkar frægasta og viðurkenndasta ungum ljós-
myndara og hlyti því að teljast listaverk og þar með var hún búin. Rúss-
inn gerði árás og sagði að ég hefði ekkert gert í þessa ljósmynd. Hann
heitir prófessor Kabatschek frá Leningrad og er mjög þekktur. Ég benti
honum á strik sem ég hafði bætt í myndina með rauðu og auk þess
málað flöskur fremst á myndinni, hann sagði að það væri svo lítið.
Hann varð til athlægis þegar ég spurði hann hversu margir m2 yrðu að
vera málaðir og hversu margir metrar af línu til að hann teldi mynd
verða að myndlistarverki. Þá kom til skjalanna v–þýski fulltrúinn próf-
essor Grieshaber mjög frægur og virtur náungi. Myndin er í stíl alt-
aristöflu og hann stakk einfaldlega upp á því að myndin héngi áfram en
yrði lokað þannig að vængirnir féllu yfir aðalmyndina. Það komu vomur
á menn og ég tilkynnti að ég samþykkti það með því skilyrði að á mynd-
ina kæmi miði með yfirlýsingu um að ekki mætti sýna hana opna.
Mesta fíflið var þó hinn vesturþýski fulltrúinn sem gerði málið stór-
pólitískt með því að halda fyrirlestur um úrkynjaða vestræna list. Þarna
talaði líka fólk frá Norðurlöndum og var reitt út af þessari rekistefnu og
krafðist sýningar á myndinni, til dæmis þingmaður frá Svíþjóð sem
heitir Ullberger og er sjálfur listmálari. Einn fullyrti að þessi mynd væri
handónýt og vekti engar tilfinningar, ég spurði þá hvað væri að gerast
þarna á stundinni, væri ekki rót á hugum manna? Og augnabliki síðar
sagði annar að myndin væri sjokk fyrir alla áhorfendur, Þá spurði ég
hvernig þetta kæmi heim og saman, einn segði myndina áhrifalausa
meðan annar teldi hana sjokk. Út úr þessu kom síðan ekki neitt og
menn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Skyndilega stakk Jo Jastram mynd-
höggvari formaður upp á því að myndin yrði fjarlægð, þá ætlaði allt