Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 48
48 TMM 2008 · 3
J ó n K a r l H e l g a s o n
Genette um ýmsar endurritanir eldri bókmenntaverka, allt frá skop-
stælingum til þýðinga. Verkið er hluti af viðameiri kortlagningu Genet-
tes á því sem Julia Kristeva varð fyrst til að nefna textatengsl, en þau
skilgreinir Genette sem „allt það sem, leynt eða ljóst, setur einn texta í
samband við aðra texta“.17 Meðal dæma sem Genette tekur í bók sinni er
smásagan „Maðurinn sem dó“ („The Man Who Died“) eftir D.H. Law-
rence en hún er í senn framhald og umsnúningur guðspjallanna úr Nýja
testamentinu. Þar segir af því hvernig Kristur flækist um heiminn eftir
upprisuna og uppgötvar nautnir holdlegra ásta. Genette kennir slíkar
endurritanir við morð, jafnvel föður- eða móðurmorð, þar sem höfund-
ur gengur í skrokk á viðkomandi frumtexta.18 Þá hugmynd hefur hann
væntanlega frá Harold Bloom en í bók hans Óttinn við áhrif (The Anxi-
ety of Influence) frá 1973 er bókmenntasögunni lýst sem röð freudískra
föðurmorða þar sem yngri skáld misskilja áhrifaríka fyrirrennara sína
með skapandi hætti.19
Smásagan „Týndu hringarnir“ eftir Torfhildi Hólm er athyglisvert
dæmi um uppskafningu á „Grasaferð“ Jónasar Hallgrímssonar. Í báðum
sögunum er sögumaður karlmaður sem rifjar upp samband sitt við
frændsystur sína. Saga Torfhildar hefst á lýsingu sögumanns á hinum
glöðu stúdentsárum sínum og þá sérstaklega heimferð eftir útskrift úr
Bessastaðaskóla vorið 1828. Í kjölfarið beinir hann athygli að sjálfum
sér.
Ég heiti Jósef og er Hermannsson. Foreldrar mínir dóu, er ég var á unga aldri,
og man ég lítið eftir þeim; en þá tók einn frændi minn mig og ól mig upp. Hann
bjó að Gili og það var þangað, er ég þeysti heim þetta vor með skólabræðrum
mínum. Öllum á heimilinu leið vel. Fósturforeldrar mínir voru við góða heilsu,
þó að þau væru nokkuð hnigin á efra aldur, og fóstursystkin mín léku við hvern
sinn fingur af gleði yfir heimkomu minni. Mér þótti líka gaman að sjá þau öll,
en þó þótti mér í raun og veru vænst um Kristínu.20
Í sögu Jónasar er sambærileg lýsing svohljóðandi:
Þessi systir mín, sem ég kallaði, hét Hildur Bjarnadóttir og var einkabarn prests-
ins á B…. Við höfðum alist upp saman frá því ég var fjögurra vetra; þá missti
ég foreldra mína, hvort á eftir öðru. Séra Bjarni tók mig þá í fóstur og ól hann
mig upp eins og ég væri hans sonur. Hann hafði átt móðursystur mína en missti
hana þegar ég var barn. […] Ég var svo lánsamur að koma mér vel við fólkið á
bænum og hafði það sumt eftirlæti á mér en enginn horn í síðu minni nema
ráðskonan. Best féll mér samt ævinlega við hana Hildi systur mína og henni var
ég þægari en nokkrum manni öðrum á heimilinu. (s. 282)