Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 13
TMM 2008 · 3 13
F e r ð i n á h e i m s e n d a
Aðalmálið var samt ekki fræga fólkið heldur stemningin í borginni.
Það var einhver sérkennileg angan í loftinu, lykt sem ég hef hvergi annars
staðar fundið. Ég get ekki lýst henni almennilega, sennilega var hún af
einhverjum gróðri sem maður á ekki að venjast, a.m.k. ekki á Íslandi.
Við héldum áfram æfingum í Burbank, sem er einskonar úthverfi Los
Angeles. Ástæðan var sú að fyrstu tónleikarnir okkar erlendis áttu að
fara fram skammt frá (á bandarískan mælikvarða), í Palm Springs á
Coachella tónlistarhátíðinni, 27. til 29. apríl. Þetta er ein af þekktari
tónlistarhátíðum heims, enda sækja hana um hundrað þúsund manns
að öllu jöfnu. Gnægð hljómsveita kemur fram á hátíðinni, en á hverjum
degi er aðeins ein þeirra aðalatriði dagskrárinnar, rúsínan pylsuend-
anum, „fyrirsögnin“, eða „headline artist“ eins og það er kallað á ensku.
Að þessu sinni var Björk aðalmanneskjan, en hina dagana voru það
rokksveitirnar Red Hot Chillipeppers og Rage Against the Machine.
Því má skjóta inn hér að við höfum komið fram á fjölmörgum hátíð-
um á túrnum og Björk hefur nánast alltaf verið aðalatriðið. Það er engin
smáræðis upphefð. Hilmar Örn, sem áður var nefndur, fór einu sinni til
Hollywood til að semja tónlist við kvikmyndina In The Cut, með engri
annarri en Meg Ryan í aðalhlutverki. Hann sagði mér skömmu síðar að
það hefði í rauninni ekki verið fyrr en hann kom til Hollywood að hann
áttaði sig á því hversu mikil stjarna Björk er. Stundum er ég ekki viss um
að Íslendingar geri sér almennilega grein fyrir stöðu hennar erlendis.
Hin dísæta kvikmyndastjarna
Gríðarlegur mannfjöldi var samankominn á hátíðinni þegar við komum
þangað upp úr hádegi. Palm Springs er úti í eyðimörkinni og hitinn er
ótrúlegur. Enda enginn sjáanlegur gróður í fjöllunum í kring, sem líta
út eins og risastórar hrúgur af steiktu nautahakki. Það sem var þó enn
ótrúlegra var hve margt fólk var þarna, fólk sem lét sig hafa það að vera
úti í hitanum allan daginn til að hlýða á tónlist, sýna sig og sjá aðra.
Tjöldum hafði verið komið upp fyrir listafólkið til að slaka á fyrir
tónleikana og í einu þeirra vorum við Damian, Chris og Mark. Scarlett
Johansson birtist þar alveg óvænt ásamt vinkonu sinni. Hún heilsaði
okkur og við spjölluðum saman nokkra stund. Ég hef hitt margt frægt
fólk á túrnum, en þetta er í eina skiptið sem ég hef orðið illilega feiminn.
Það er yfirþyrmandi að hitta dísæta Hollywoodstjörnu af hinu kyninu!
Mér skilst að klámstjarnan Ron Jeremy hafi líka verið á hátíðinni, en
ólíkt leikkonunni var honum ekki hleypt inn baksviðs. Í staðinn bað
hann að heilsa Björk, og glotti ísmeygilega.