Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 60
60 TMM 2008 · 3
G y l f i G í s l a s o n
Af sýningunni sjálfri er það svo að frétta að mínar myndir vöktu mesta
athygli þó ég segi sjálfur frá og forstjóri hússins vill fá einkasýningu frá
mér sem er mikill heiður. Rússarnir spurðu hvort ég vildi koma til
Moskvu og ég gaf þeim jákvætt svar svo það er ýmislegt að gerast.
Síðasta daginn sem við vorum í Rostock komu svo tvær rútur með fólk-
ið sem var að fara til Swerin á ráðstefnu Unesco um myndlist og þar
áttum við Bragi að vera fulltrúar Íslands, sýningin var skoðuð, þeir
kvaddir sem ekki komu með á ráðstefnuna og lagt í hann með lög-
reglubíl á undan, kastalar og myndlist skoðuð á leiðinni.
Fínasta hótelið í Swerin var svo samkomu– og dvalarstaður okkar. Ráð-
stefnan fjallaði um stöðu listamannsins í samfélaginu með hlustunar-
tækjum og túlkum og var gaman að fylgjast með þessu öllu, svo var
náttúrlega veisla á hverju kvöldi!
Á öðrum degi flutti ég smáræðustúf á ensku og spurði spurningar sem
var erfið fyrir marga, ég spurði hvers vegna taka listamenn sig ekki
saman í öllum greinum og banna einn dag öll listaverk, kvikmyndir,
söfn, tónlist í útvarpi og sjónvarpi og opinberlega flutt, leikhús og allt
sem heitir list – bara einn dag – þá myndi fólkið skilja að list er nauðsyn.
Ég varð var við mjög undarleg viðbrögð, fólk vissi ekki hvaðan á sig stóð
veðrið og tók enga afstöðu, jafnvel forðaðist mig, en mér var skemmt.
Um kvöldið var svo ægilega fín veisla sem ég fór ekki í en sat og skrifaði
ræðu fyrir næsta dag þar sem ég gerði grein fyrir sjónarmiðum mínum
á ljósari hátt. Þegar ég flutti hana svo gerði hún mikla lukku og miklar
umræður spunnust út frá henni. En ég gleymdi að segja þér að þann dag
við morgunverðarborðið komu til mín þekktasti gagnrýnandi A–Þýska-
lands og listfræðingurinn Frankenstein sem skipulagði ráðstefnuna og
voru búnir að melta tillöguna um strækinn og vildu framkvæma hana.
Það kostulegasta var þó að Rússarnir urðu hálfsmeykir við mig og töl-
uðu ekki meira við mig, var þó próf. Kabatchek búinn í einni veislunni
að halda yfir mér langa ræðu þar sem hann á kurteislegan hátt baðst
afsökunar á hversu harður hann hefði verið móti myndinni.
Allt endaði þetta svo með mikilli veislu um borð í stórum skemmti-
ferðabát á Swerinvatni í boði borgarstjórans, og daginn eftir var haldið
áleiðis til Danmerkur og urðum við skandinavísku fulltrúarnir sam-
ferða og gerðist fátt sögulegt á leiðinni. Við Bragi komum svo til Hafnar