Morgunblaðið - 17.12.2016, Page 1
! " # ! $ #
" #
!
%
!
"
& ' ( )
# %
#!
* !
#" $
$
$"
"
L A U G A R D A G U R 1 7. D E S E M B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 296. tölublað 104. árgangur
JÓLATÓNLIST UMBRA
MENNING, 55DAGLEGT LÍF 12
Hurðaskellir kemur í kvöld
www.jolamjolk.is
dagar til jóla
7
KOMDU INN Í
OPIÐ TIL22 ÖLL KVÖLD TIL JÓLA
H L Ý J U N A
Opið 10–23 á Þorláksmessu
„Lögreglunni er kunnugt um þenn-
an vanda, eins Matvælastofnun,
Reykjavíkurborg, eigendum hest-
anna og tryggingafélaginu. Samt er
ekki búið að leysa málið. Eftir
hverju eru menn að bíða? Dauða-
slysi?“ spyr Aurora Friðriksdóttir,
íbúi á Kjalarnesi, í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins.
Hún kom að slysi um liðna helgi,
þegar hestastóð hljóp skyndilega í
veg fyrir bíl á móts við Móa á Kjal-
arnesi, með þeim afleiðingum að
tveir bílar skemmdust og aflífa
þurfti eitt hross. Aurora lenti sjálf í
sambærilegu atviki árið 2014 og
kveðst orðin mjög vör um sig að
keyra þessa leið, sér í lagi í myrkri.
Morgunblaðið/Eggert
Áhyggjufull Aurora Friðriksdóttir.
Er verið að
bíða eftir
dauðaslysi?
Hætta vegna
lausagöngu hesta
Stemningin í miðborg Reykjavíkur í gær var líf-
leg í veðurblíðunni en kauptíð jólanna er í al-
gleymingi og margir eiga því erindi til dæmis á
Skólavörðustíg, þar sem þessi mynd var tekin.
Gatan hefur verið skreytt hátt og lágt og ljósa-
dýrð loftin gyllir, eins og sungið er í þekktu lagi.
Miðborgin með hátíðarsvip þegar aðeins vika er til jóla
Morgunblaðið/Golli
Ljósadýrðin loftin gyllir á Skólavörðustíg
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
„Það er enginn vilji hjá Reykjavík-
urborg að fá fjárframlög í þjóðvegi
innan borgarmarkanna.“ Þetta segir
Guðlaugur Þór Þórðarson, 1. þing-
maður Reykjavíkurkjördæmis norð-
ur, en hann á sæti í fjárlaganefnd Al-
þingis.
„Flest ef ekki öll sveitarfélög á
landinu eru að þrýsta á um fjármuni
til samgöngumannvirkja. Við þing-
menn Reykjavíkur höfum verið að
þrýsta á samgönguyfirvöld til að
bæta umferðina í Reykjavík en borg-
aryfirvöld hafa tekið öll umferðar-
mannvirki af skipulagi og því er til-
gangslaust að setja fjármuni í
verkefni sem ekki er hægt að fram-
kvæma,“ segir Guðlaugur Þór.
Nú síðast voru gatnamótin við
Reykjanesveg og Bústaðaveg tekin
út af skipulagi þrátt fyrir augljósa
þörf fyrir úrbætur, að sögn Guðlaugs
Þórs. Það sé miður því á þessum
gatnamótum hafi margoft skapast
vandræðaástand.
Vilja göngubrýr á Miklubraut
Þá hafi verið þrýst á borgina að
byggja göngubrýr yfir fjölfarnar um-
ferðaræðar, til dæmi Miklubraut, en
enginn áhugi hafi verið á því.
„Það eru gang-
brautarljós á
tveimur stöðum,
á móts við Kjar-
valsstaði og milli
Lönguhlíðar og
Kringlumýrar-
brautar. Það blas-
ir við að byggja
göngubrýr á
þessum stöðum
svo umferðin sé
ekki stöðvuð þarna með nokkurra
mínútna millibili.“
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að minnihlutinn í borgarstjórn vilji
skoða þann möguleika að setja
Geirsgötuna í stokk, neðanjarðar.
Guðlaugur segir augljóst að meiri-
hlutinn í borginni hafi engan áhuga á
því að skoða slíkar lausnir þótt öll
rök mæli með því að þær verði skoð-
aðar.
Fáránleg staða
í höfuðborginni
„Þessi staða í sjálfri höfuðborginni
er auðvitað alveg fáranleg. Það virð-
ist enginn vilji til að bæta úr verstu
ágöllunum í umferðinni. Meirihlut-
inn virðist frekar vilja að umferðin
silist áfram með tilheyrandi mengun,
slysahættu og töfum fyrir fólk,“ seg-
ir Guðlaugur Þór.
Engin beiðni frá borginni
Þingmaður Reykvíkinga segir að flest sveitarfélög þrýsti á Alþingi að fá fjármuni í
samgöngumannvirki, en borgaryfirvöld hafi tekið öll umferðarmannvirki af skipulagi
Guðlaugur Þór
Þórðarson
GÓÐUR FÉLAGS-
SKAPUR Í
KARLAKÓR