Morgunblaðið - 17.12.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016
Farið með svarið í ferðalagið
Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600
• Vegakort
• Þéttbýliskort
• Ítarlegur hálendiskafli
• 24 síðna kortabók
• Vegahandbókar App
• Þjóðsögur
• Heitar laugar o.fl. o.fl.
GAGNLEG GJÖF
App
Snjalltækjaútgáfa (App)
fylgir bókinni en í
henni er að finna alla
þá staði sem eru í bók-
inni ásamt þúsundum
þjónustuaðila um land
allt.
land allt. Ríkisstjórnin hafi lofað
framlagi haustið 2016 til að bregðast
við þessum tímabundnu erfiðleikum
og tilgangurinn sé að vernda störf út
um landið og koma í veg fyrir
byggðaröskun. Ennfremur segir að
sala á íslensku lambakjöti hafi geng-
ið ágætlega innanlands og erlendis
þar sem afurðirnar séu seldar sér-
staklega sem íslenskar.
Þar sem kjöt sé selt án uppruna-
tengingar á heimsmarkaði, sé verð
hins vegar mun sveiflukenndara.
Það sé nokkuð algengt að þjóðir
grípi til aðgerða ef hætta sé á hruni í
einstaka greinum, gjaldþrotum af-
urðastöðva, atvinnuleysi eða
byggðaröskun vegna slíkra tíma-
bundinna sveiflna
keppnislögum.“ Hann segir að búast
megi við að þeir sem óski framlags
sendi inn umsókn og geri grein fyrir
hvernig þeir hyggist ráðstafa því fé
sem þeir fá. „Það verður gerð krafa
um að menn standi í stykkinu og ár-
angur náist.“
Í tilkynningu sem Þórarinn Ingi
sendi frá sér í fyrradag segir að mik-
il styrking á gengi íslensku krón-
unnar hafi valdið þrengingum hjá
öllum útflutningsgreinum á Íslandi.
Þá hafi viðskiptadeila Vesturvelda
og Rússlands leitt til verðlækkunar
á mörkuðum fyrir ýmsar landbún-
aðarafurðir í Evrópu. Segir einnig
að íslenskur landbúnaður velti nær
70 milljörðum árlega og skapi 10 til
12 þúsund störf, beint og óbeint, um
Sendibréf frá Jörgen Jörgensen
eða Jörundi hundadagakonungi til
Fritz, bróður hans, er til sölu á upp-
boðsvefnum
eBay. Lágmarks-
boð 799,95 doll-
arar, um 91 þús-
und krónur, en
tilboðsfrestur
rennur út á
þriðjudag.
Bréfið var sent
frá London til
Kaupmanna-
hafnar 7. mars
1824. Það er ó-
frímerkt enda var fyrsta frímerkið
gefið út í Bretlandi 1. maí 1840.
Til Ástralíu ári síðar
Jörundur var danskur æv-
intýramaður, fæddur 1780. Á Vís-
indavefnum kemur meðal annars
fram að hann fór á sjó fjórtán ára
gamall og sigldi um heiminn á
breskum skipum, kom meðal ann-
ars til Suður-Afríku og Ástralíu og
tók þátt í að gera Tasmaníu að
breskri nýlendu.
Jörundur hundadagakonungur
var við völd á Íslandi um nokkurra
vikna skeið sumarið 1809.
Runólfur Ágústsson, fyrrverandi
rektor Háskólans á Bifröst, hefur
kynnt sér sögu Jörundar og sendi
frá sér reisubókina Enginn ræður
för um ferðir sínar á slóðir hans
víðs vegar um heiminn fyrir nokkr-
um árum. Hann bendir á að Jör-
undur hafi átt erfitt á þessum árum
og ári eftir að hann skrifaði bréfið
hafi hann verið fluttur sem fangi til
Tasmaníu í Ástralíu, þar sem hann
lést í Hobart 1841.
Seljandi bréfsins á eBay er
skráður á Seltjarnarnesi. Á vefnum
kemur fram að hann sé reyndur og
háttskrifaður hjá eBay og hafi selt
þar 14.818 muni síðan árið 2000.
steinthor@mbl.is
Bréf frá Jörundi
til sölu á eBay
Lágmarksboð er um 91 þúsund kr.
og tilboðsfrestur rennur út á þriðjudag
Bréfið Framhlið bréfsins sem
Jörundur sendi Fritz bróður sínum.
Jörundur hunda-
dagakonungur
Í tilkynningu sem formaður Markaðsráðs kindakjöts
sendi frá sér í fyrradag segir að íslenskir sauðfjár-
bændur hafi orðið fyrir 600 milljóna tekjuskerðingu síð-
astliðið haust vegna ástandsins á heimsmarkaði. Hafa
beri í huga að bændur hafi lagt út fyrir nær öllum kostn-
aði við framleiðsluna og innt af hendi nær alla þá vinnu
sem til þurfi. Engin opinber verðlagning sé í sauðfjár-
rækt á Íslandi. Kvótakerfi hafi verið afnumið 1996 og út-
flutningsbætur aflagðar 1992. Þá kemur fram að fram-
lag það sem fjáraukalög geri ráð fyrir tengist ekki nýjum
búvörusamningi, enda hafi ákvarðanir um framleiðslu
þessa hausts verið teknar áður en viðræður um samniginn hófust.
Bændur tapa 600 milljónum
LAMBAKJÖT
Þórarinn Ingi
Pétursson
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
Í nýframlögðu frumvarpi til fjár-
aukalaga er lagt til að 100 milljónum
króna verði varið til að markaðssetja
lambakjöt erlendis. Fyrirkomulag
þessa er þannig að Markaðsráði
kindakjöts verður falin umsýsla og
ráðstöfun fjárins til sláturleyfishafa.
„Það er með þessu verið að reyna að
byrgja brunninn áður en barnið
dettur ofan í hann,“ segir Þórarinn
Ingi Pétursson, formaður Markaðs-
ráðs kindakjöts.
„Sláturleyfishafar munu nýta féð
til að koma kjöti á þá markaði sem
þeir hafa verið að vinna á. Það hafa
verið þrengingar á þessum mörk-
uðum og þetta fé verður nýtt til
markaðs- og kynningarmála þar.“
Hann segir að helst sé um að ræða
Spán og Rússland en sumir slátur-
leyfishafar hafi leyfi til að selja kjöt
til Rússlands þrátt fyrir viðskipta-
bann og verði því haldið áfram. „Svo
hafa menn verið að þreifa fyrir sér
með markað á Norðurlöndum.“
Hann segir markaðsráðið munu hafa
umsjón með útdeilingu þessa fjár.
„Þetta fer þannig fram að við
munum halda utan um þetta og
reyna að stýra þessu, gæta þess til
dæmis að mönnum verði ekki mis-
munað. Það var talið heppilegast að
þetta verkefni væri unnið á þessum
vettvangi, Markaðsráði kindakjöts,
sem hefur heimild samkeppnisyf-
irvalda til þess. Það er því ekki
hætta á að þetta starf fari gegn sam-
Morgunblaðið/RAX
Lambaskrokkar 10 til 12 þúsund störf um allt land eru beint eða óbeint tengd íslenskum landbúnaði.
Lambakjötsala í lægð
vegna viðskiptadeilu
100 milljónir í markaðsátak Horft til Spánar og Rússlands
Leikskólabörn á leikskólanum
Barnabóli á Þórshöfn sýndu ljós-
myndaranum föndurvinnu um
leið og þau sögðu honum upp-
numin frá heimsókn Hurðaskell-
is og Stúfs. Börnin kættust við
heimsóknina en fannst Grýla
hafa alið þá illa upp: „Það voru
voðaleg læti í þeim, Stúfur klifr-
aði yfir girðinguna, sem er
bannað, og Hurðaskellir skellti
hliðinu svo oft að girðingin
brotnaði! En við gáfum þeim
samt kakó og piparkökur,“
sögðu börnin.
Kát börn í
Barnabóli
á Þórshöfn
Morgunblaðið/Líney