Morgunblaðið - 17.12.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016
Yfir eitt þúsund manns hafa leitaðhælis hér á landi á þessu ári,
sem er um það bil þreföldun frá
fyrra ári. Flestir hælisleitendanna
eru frá Makedóníu og Albaníu.
Björn Bjarnason
gerði þennan straum
flóttamanna að um-
ræðuefni í vikunni
og benti á að enginn
sem þekkti til mála í
löndunum skildi
hvað knýði fólk það-
an til að koma hing-
að.
Að baki hlyti aðvera ann-
arlegur, hulinn til-
gangur, sem sé vilj-
inn til að dveljast hér
á landi í nokkra
mánuði á kostnað íslenskra skatt-
greiðenda, að stunda svarta atvinnu
og nýta sér heilbrigðisþjónustuna.
Og hann bendir á að frá Alþingikomi enginn þrýstingur til að
stöðva þessa ásókn í skattfé almenn-
ings. Aukafjárveitingar vegna þessa,
sem námu rúmum milljarði króna í
ár, séu samþykktar án umræðu en
„menn velta fyrir sér hverri krónu
þegar rætt er um fé til að gæta landa-
mæranna á viðunandi hátt“.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerðiþessa sókn Makedóna og Albana
einnig að umræðuefni og furðaði sig
á stöðu í málefnum hælisleitenda
hér á landi. Benti hún á að þessi tvö
ríki væru ekki átakasvæði og það
væri „fullkomlega óeðlilegt að verja
tíma og fjármunum í að skoða
hundruð hælisumsókna frá þessum
löndum meðan þúsundir kvenna,
karla og barna eru í neyð á átaka-
svæðum heimsins“.
Er ekki tímabært að stjórn-málamenn fari að taka á þess-
um málum í stað þess að ýta undir
öfugþróunina?
Björn Bjarnason
Þurfa Makedónar
og Albanar hæli?
STAKSTEINAR
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Síminn okkar er 515 4500 og netfangið
nyhofn@nyhofnfasteignir.is
Lárus Ómarsson | löggiltur fasteignasali
Nýhöfn faste ignasa la ı Borgar túni 25 ı 105 Reyk jav ík ı S ími 515 4500 ı www.nýhöfn. i s
Atvinnuhúsnæði til leigu
Eyjarslóð 9 - 130 m2
Góð 130 fermetra efri hæð án milliveggja, auðvelt að stúka af herbergi, stofu, eldhús og
vinnuaðstöðu. Salernisaðstaða er á staðnum. Rýmið er laust og afhendist við undirritun
leigusamnings.
Verð er kr. 260 þús. á mánuði. (ekki er innheimtur vsk.)
Eyjarslóð 9 - 210 m2
Björt og opin 210 fm efri hæð án milliveggja með mikilli lofthæð, góðri aðkomu og miklu
útsýni. Rýmið er laust og afhendist við undirritun leigusamnings. Búið er að stúka af
eldhús- og salernisaðstöðu.
Verð er kr. 480 þús. á mánuði, ekki er innheimtur vsk.
Möguleiki á eitthvað lægri leigu fyrstu mánuðina á meðan
leigutaki er að koma sér fyrir.
Eyjarslóð
101 Reykjavík
Veður víða um heim 16.12., kl. 18.00
Reykjavík 3 alskýjað
Bolungarvík 2 súld
Akureyri 4 skýjað
Nuuk -12 skýjað
Þórshöfn 6 skúrir
Ósló -7 skýjað
Kaupmannahöfn 1 alskýjað
Stokkhólmur 1 alskýjað
Helsinki -1 skýjað
Lúxemborg 2 þoka
Brussel 7 heiðskírt
Dublin 8 skýjað
Glasgow 8 rigning
London 8 þoka
París 9 heiðskírt
Amsterdam 6 þoka
Hamborg 0 alskýjað
Berlín 0 heiðskírt
Vín 0 heiðskírt
Moskva -12 snjókoma
Algarve 14 léttskýjað
Madríd 8 þoka
Barcelona 14 skúrir
Mallorca 15 rigning
Róm 10 heiðskírt
Aþena 6 súld
Winnipeg -20 skýjað
Montreal -20 léttskýjað
New York -7 skýjað
Chicago -9 alskýjað
Orlando 20 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:20 15:30
ÍSAFJÖRÐUR 12:06 14:53
SIGLUFJÖRÐUR 11:51 14:34
DJÚPIVOGUR 10:58 14:50
Samningar um veiðar íslenskra
skipa í Barentshafi árið 2017 náð-
ust á fundi fiskveiðinefnda Íslands
og Rússlands um samstarf á sviði
sjávarútvegsmála í Reykjavík í
vikunni. Alls koma 8.121 tonn af
þorski í rússneskri lögsögu í hlut
Íslands en þar af eru 5.075 tonn
sem úthlutað er beint.
Meðaflaheimild í ýsu nemur
samtals 711 tonnum. Meðaflaheim-
ild í öðrum tegundum er líkt og áð-
ur 30% af aflaheimildum í þorski
að frádregnum 711 tonnum af ýsu.
Eftir er að semja um verð og með-
aflaheimildir vegna 3.046 tonna
sem íslenskar útgerðir hafa rétt til
að kaupa af Rússum. Rússar lýstu
jafnframt yfir vilja til að endur-
skoða forsendur samningsins.
Á fundinum skiptust fulltrúar
landanna á upplýsingum um fram-
kvæmd Smugusamningsins sem er
frá 15. maí 1999. Þannig var fjallað
um samstarf á sviði veiðieftirlits,
hafrannsókna og jafnframt um
veiðistjórnun sameiginlegra stofna
á Norður-Atlantshafi, þ.m.t. út-
hafskarfa og norsk-íslenska síld.
Ísland lagði áherslu á mikilvægi
þess að Rússar verði aðilar að
samkomulagi um stjórnun
úthafskarfaveiða á Reykjanes-
hrygg. Veiðistjórnun karfastofn-
anna á Reykjaneshrygg verður að
byggja á bestu vísindaþekkingu og
þeirri ráðgjöf Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins sem fyrir liggur, seg-
ir í frétt frá atvinnuvega-
ráðuneytinu.
Rætt um frekara samstarf
Einnig ræddu ríkin um frekara
samstarf á sviði sjávarútvegsmála
á fjölþjóðlegum vettvangi þar sem
áherslur og hagsmunir ríkjanna
tveggja fara iðulega saman. Að
loknum fundinum lýstu báðir að-
ilar yfir ánægju með viðræðurnar
og mikilvægi þeirra í tvíhliða sam-
skiptum ríkjanna.
Samið við
Rússa um
fiskveiðar
Verði aðilar að
stjórnun karfaveiða