Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Hverfisráð Grafarvogs hefur sam- þykkt að óska eftir því við borgar- yfirvöld að götuheitinu Hallsvegur verði breytt í Fjölnisbraut. Trausti Harðarson, áheyrnar- fulltrúi Framsóknar og flugvallar- vina, lagði fram eftirfarandi bókun á fundi ráðsins þriðjudaginn 11. októ- ber síðastliðinn: „Hverfisráð Grafarvogs óskar eft- ir við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar að skipt verði um nafn á götu í hverfinu, þ.e. „Hallsvegur“ verði framvegis nefnd- ur „Fjölnisbraut“. Vegur þessi teng- ir saman stóran hluta Grafarvogs við helstu íþrótta- og frístundamann- virki hverfisins. Meðal annars liggur vegur þessi meðfram keppnis- íþróttavelli og sundlaug við Dalhús og leggur leið að hinni glæsilegu Egilshöll og einnig að frístunda- svæðinu við Gufunes. Það er því kjörið að vegur þessi hafi tengingu í stolt Grafarvogs, þ.e. Ungmenna- félagið Fjölni.“ Bókun Trausta var samþykkt með fjórum atkvæðum, einn sat hjá. Erindi Grafarvogsbúa var tekið fyrir á síðasta fundi í umhverfis- og skipulagsráði. Ráðið samþykkti að vísa erindinu til meðferðar umhverf- is- og skipulagssviðs, byggingarfull- trúa. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Dalhús Fjölnir hefur aðsetur í Íþróttamiðstöð Grafarvogs. Vilja að Hallsvegur verði Fjölnisbraut Ilmandi skötuhlaðborð á Grand Hótel Reykjavík Á Þorláksmessu kl. 12:00–14:00 6.200 kr. á mann Heiðursgestur er Guðni Ágústsson sem fer með gamanmál og spjallar um lífið og tilveruna eins og honum er einum lagið Vegna mikillar aðsóknar er öruggast að bóka ilmríka gleðistund á Þorláksmessu sem fyrst á grand.is/skata eða í síma 514 8000 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Á sama tíma og hugmyndin er að þrefalda gistináttaskattinn er afar mikilvægt að hafa í huga að um 30% allra gistinátta eru óskráð og stór hluti þeirra því undir yfirborðinu. Taka þarf á þessari staðreynd af fullri hörku, tryggja þarf fjármagn í skil- virkara eftirlit og nýta heimildir til sekta. Ef ekkert er að gert, mun „svarta hagkerfið“ eflast sem aldrei fyrr þar sem samkeppnisstaða óskráðra og ólöglegra gististaða eykst enn frekar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Samtaka ferðaþjón- ustunnar (SAF) til efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis um ýmsar for- sendur fjárlagafrumvarpsins. Í umsögninni er að sögn Helgu Árna- dóttur, framkvæmdastjóra SAF, ver- ið að taka undir það sem fram kom í nýlegri skýrslu Íslandsbanka, sem gerði ítarlega greiningu á stöðunni. „Við teljum þær tölur sem þar komu fram nærri lagi, miðað við okk- ar útreikninga. Það er auðvitað afar mikilvægt að horft sé til þess atvinnu- rekstrar sem er undir yfirborðinu og að stjórnvöld leggi áherslu á að ná þeim uppá yfirborðið og ná þar skött- um og skyldum til jafns við aðra. Það er sjálfsögð krafa okkar hjá SAF að þeir sem eru í atvinnustarfsemi hvers konar skili sínu til samfélagsins. Þá má ekki gleyma öryggisþættinum í þessu sambandi,“ segir Helga. Samkvæmt skýrslu sem Háskólinn á Bifröst gaf út fyrir um tveimur ár- um voru um 84% þeirra sem voru með íbúðagistingu ekki með tilskilin leyfi og því ekki skráð. Helga telur nauð- synlegt að draga úr þessu og tryggja að allir séu uppi á yfirborðinu. Tryggja þurfi ríkinu tekjur frá þess- um aðilum rétt eins og þeim sem starfa samkvæmt lögum og reglum. Skökk staða „Í tengslum við stjórnarmyndunar- viðræður hefur verið dálítið ankanna- legt að heyra hvernig menn vilja tryggja frekari tekjur af ferðaþjón- ustu í því óstöðuga rekstrarumhverfi sem greinin býr við,“ segir Helga og á þar við styrkingu krónunnar, miklar launahækkanir og hátt vaxtastig. Frekar þurfi að tryggja þá innviði sem ferðaþjónustan þarf til að vaxa og dafna til frekari framtíðar. Það skili sér svo um muni í enn frekari hagsæld þjóðfélagsins. Í því sam- hengi sé nauðsynlegt að tryggja að allir skili sköttum og skyldum af rekstri sínum. Helga segir vandann snúast fyrst og fremst um íbúðagistingu, hótel og gistiheimili þurfi að hafa allt uppi á borðum og öll tilskilin leyfi. „Þetta er mjög sérstök og skökk staða sem ferðaþjónustufyrirtæki eru sett í, að þurfa að eiga við þessa óheil- brigðu og ósanngjörnu samkeppni,“ segir hún. Vantar í gistináttatölur Hagstofan birtir reglulega tölur um fjölda gistinátta. Talið er að þar vanti töluvert uppá til að sýna raun- sanna mynd af ferðamannagistingu í landinu. Hjörvar Pétursson, sem starfar við fyrirtækjatölfræði hjá Hagstofunni, segir stofnunina gera sér vel grein fyrir þessu, enda megi meira líta á þessa tölfræði sem vís- bendingu um þróun gistingar. Mán- aðarlegar tölur byggist eingöngu á upplýsingum frá hótelum en árlega safni Hagstofan saman tölum frá öðr- um aðilum, t.d. úr Airbnb-gistingu, og útfrá því sé gisting áætluð. Sú starf- semi sé það fljótandi og stunduð af mörgum að erfitt sé að kortleggja hana mánaðarlega. Jafnan sé áætlað á þá aðila sem ekki skili upplýsingum. Um 30% gistinátta í landinu eru óskráð  SAF óttast að svarta hagkerfið eflist, verði ekkert að gert Morgunblaðið/Styrmir Kári Ferðaþjónusta Talið er að stór hluti gistingar sé ekki skráður. Starfsmenn Neytendastofu munu á næstunni fylgjast vel með auglýs- ingum flugeldasala til þess að tryggja eðlilega viðskiptahætti. Í frétt á heimasíðu stofnunarinnar segir að nokkuð hafi borið á því síð- ustu árin að flugeldar séu auglýstir á afsláttar- og útsöluverði þrátt fyr- ir að hafa ekki verið seldir á til- greindu venjulegu verði. Vakin er athygli á því að sölu- tímabil flugelda sé 28. desember til 6. janúar, en þeir gjarnan seldir fyrr í desember á netinu en ekki af- hentir strax. Svigrúm til markaðs- setningar sé því þröngt. Örar verð- breytingar með auglýsingum um tilboð á stuttu sölutímabili geti því verið villandi og því er Neytenda- stofa á verði. Eðlileg viðskipti gildi í flugeldasölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.