Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á fundi borgarráðs Reykjavíkur á fimmtudaginn lagði Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri fram tillögu um að borgarstjórn veitti samþykki sitt fyrir því að eignasjóður Reykja- víkurborgar seldi Félagsbústöðum hf. 10 fasteignir í borginni. Fé- lagsbústaðir eru að fullu í eigu borgarinnar. Um er að ræða eftirtaldar eignir: Álfaland 6, Árland 9, Ásvallagötu 14, Eikjuvog 9, Holtaveg 27, Laug- arásveg 39, Miklubraut 18-20, Njálsgötu 74, Seljahlíð og Snorra- braut 52. Heildarverð eignanna er metið á 1.982.129.000 krónur. Að teknu tilliti til uppsafnaðrar við- haldsþarfar greiða Félagsbústaðir hf. krónur 1.703.429.000 fyrir eign- irnar 10. Tillögu borgarstjóra var vísað til borgarstjórnar. Taka skrefið til fulls Í greinargerð með tillögunni seg- ir m.a. að allt frá því að Félagsbú- staðir hf. voru stofnaðir hafi félagið sérhæft sig í rekstri íbúðarhúsnæð- is. Við stofnun félagsins hafi meg- instofn íbúðareignar Reykjavíkur- borgar færst til Félagsbústaða hf. Í eignasafni eignasjóðs sátu þó eftir fasteignir þar sem íbúðir voru hluti af öðru húsnæði s.s. þjónustumið- stöðvum. Á árinu 2005 voru þessar eignir færðar til Félagsbústaða hf. með örfáum undantekningum, t.d. í þeim tilfellum þegar íbúar voru ekki með fasta búsetu í þeim. „Nú er verið að taka þetta skref til fulls og flytja þær eignir sem ekki voru fluttar þá, auk þeirra eigna sem Reykjavikurborg eignaðist með til- flutningi málaflokks fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Eignir þessar eru að stærstum hluta íbúð- arhúsnæði og því er talið hagkvæmt að Félagsbústaðir hf. eigi þær og sjái um rekstur þeirra í samstarfi við velferðarsvið Reykjavíkurborg- ar,“ segir m.a. í greinargerðinni. Í framhaldi af tillöguflutningi borgarstjóra lögðu borgarráðs- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina fram eftirfarandi fyrirspurn: „Óskað er eftir greinargerð um áhrif fyrir- liggjandi hugmynda meirihluta borgarstjórnar um sölu eigna frá Reykjavíkurborg til Félagsbústaða hf. Sérstaklega er óskað eftir því að fram fari greining á því hvort og þá hvaða breytingar umrædd eigna- sala kunni að hafa í för með sér fyr- ir viðkomandi íbúa en allar þessar eignir eru nú nýttar af velferðar- sviði Reykjavíkurborgar. Þá er ósk- að eftir umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar um málið, m.a. hvaða áhrif fyrirhugaðar breyting- ar kunni að hafa á stöðu A- og B- hluta Reykjavíkurborgar.“ Einnig fluttu borgarráðsfulltrúar minni- hlutans tillögu um að framlagðar hugmyndir meirihluta borgar- stjórnar um sölu á eignum til Fé- lagsbústaða hf. færu til umfjöllunar velferðarráðs Reykjavíkur sem og notendaráða íbúa viðkomandi hús- næðis, sem til stendur að selja, í þeim tilvikum sem um þau er að ræða. Borgin veitir einfalda ábyrgð Á sama fundi lagði borgarstjóri fram tillögu þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að vísa til borgarstjórnar tillögu Félagsbú- staða hf. um að veitt verði veðheim- ild í útsvarstekjum Reykjavíkur- borgar til tryggingar á ábyrgð á lántöku félagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Samkvæmt tillög- unni mun Reykjavíkurborg veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Fé- lagsbústaða hf. hjá Lánasjóði sveit- arfélaga að nafnvirði 1.500 milljónir króna en að útgreiðslufjárhæð 1.352 m.kr. til 39 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingar- innar. Lánið sé tekið til að fjár- magna kaup á félagslegu húsnæði og til uppgreiðslu óhagstæðra lána Félagsbústaða hf. Selji Félagsbústöðum 10 eignir  Tillaga um að Félagsbústaðir hf. kaupi eignir af Reykjavíkurborg fyrir 1.703 milljónir  Minnihlut- inn óskar eftir greinargerð  Félagsbústaðir taka 1.500 milljóna króna lán með veði í útsvarstekjum Seljahlíð í Breiðholti Þjónustuíbúðirnar í húsinu eru 49 talsins. Fé- lagsbústaðir munu eignast Seljahlíð ef áformin ná fram að ganga. „Það er verið að útbúa minnisblað um áhrif þessarar eignasölu að okkar ósk enda fannst okkur ýmsum spurningum ósvarað,“ segir Kjartan Magnússon borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kjartan segir að það veki at- hygli að verið sé að keyra þetta mál áfram í flýti og lögð sé áhersla á að klára það fyrir ára- mót. Um sé að ræða háar upp- hæðir sem muni hafa áhrif á borgarsjóð og samstæðuna. „Mér sýnist af þeim gögnum sem ég hef, sem eru ekki tæm- andi, að salan muni bæta stöðu borgarssjóðs og þá ekki síst sjóðsstreymishluta reiknings- ins. „Félagsbústaðir kaupa eignirnar og taka lán fyrir kaup- unum. Það þarf að innheimta leigu og gera ráð fyrir vaxta- kostnaði,“ segir Kjartan. Spurningum er ósvarað MINNIHLUTINN Kjartan Magnússon Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. HEYRNARSTÖ‹IN Beltone Legend ™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.