Morgunblaðið - 17.12.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Það eru engar skyndilausnir til í
þessum efnum,“ segir Illugi Gunn-
arsson, starfandi menntamálaráð-
herra, um hinar nýlegu niðurstöður
PISA-könnunar-
innar um læsi
grunnskólanema.
Hann segir um-
ræðuna í kjölfarið
hafa verið á
nokkrum villigöt-
um. Margir hafi
verið tilbúnir til
þess að tjá sig um
niðurstöðurnar,
án þess að séð
verði að viðkomandi hafi sett sig mjög
djúpt inn í málin. Það eigi sérstaklega
við um umræðu um viðbrögð stjórn-
valda, þar sem jafnvel sé látið eins og
nú fyrst sé verið að bregðast við vand-
anum, þegar staðreyndin sé sú að
þegar árið 2013 hafi langtímaverkefni
verið sett af stað, með aðkomu rík-
isins, sveitarfélaga, kennara og for-
eldrafélaga um allt land. Það muni
hins vegar taka tíma áður en það beri
ávöxt. „Það er gjarnt í okkur Íslend-
ingum að rjúka upp, jafnvel með mikl-
ar fullyrðingar, svo er málið frá þegar
mesti æsingurinn er um garð geng-
inn. En breytingar í menntakerfinu
og umræða um menntamál getur ekki
farið fram með þessum hætti. Hún
þarf að vera dýpri og yfirvegaðri. Við
þurfum að ræða hluti eins og hvaða
kennsluaðferðir eigi að nota, ræða
dýpra um námskrár, innleiðingu
þeirra, og hvernig staðið er að sí-
menntun kennara. Allt eru þetta mik-
ilvægir þættir sem er ekki hægt að
ræða í upphlaupsstíl. .
Munum sjá betri niðurstöður
Illugi nefnir að þegar árið 2013
hafi verið ráðist í útgáfu Hvítbókar,
sem birt var 17. júní 2014, þar sem
skýr markmið um aukið læsi voru
sett fram. Í kjölfarið hafi færustu
sérfræðingar innanlands sem utan
verið fengnir, bæði til þess að útfæra
áætlun um hvernig þeim mark-
miðum yrði náð og til þess að veita
þeim skólasamfélögum og kennurum
stuðning sem eftir því kölluðu. Í
framhaldinu hafi Illugi fengið stuðn-
ing þingsins til þess að setja 150
milljónir á ári næstu fimm árin til
verkefnisins, auk þess sem samið var
við öll sveitarfélög og foreldrafélög
landsins um að gerðar yrðu áætlanir
á hverjum stað um hvernig við gerð-
um breytingar á menntakerfinu til
langs tíma, þannig að tryggt væri að
börnin okkar gætu lesið sér til
gagns.
„Undirliggjandi í öllu þessu ferli
er það að við ákváðum að gera breyt-
ingar, náðum að setja fjármagn í
þetta og tryggja samvinnu ríkis,
sveitarfélaga og foreldra“ segir Ill-
ugi. „Við munum sjá betri árangur
árið 2018 og aftur 2021 þegar PISA-
könnunin verður lögð fyrir þá
krakka sem hafa farið í gegnum
þessa nýju nálgun. Við megum ekki
gleyma því að krakkarnir sem tóku
Písa-prófið árið 2015 komu inn í
grunnskólann árið 2005 og nið-
urstaðan núna endurspeglar námið
þeirra síðustu tíu árin. Breytingar
taka því tíma og krefjast þolinmæði.“
Illugi nefnir sem dæmi að nýlega
hafi verið kynnt svokölluð lesfimi-
viðmið, en í lesfimi felst það hversu
auðvelt fólk eigi með að lesa. Þau við-
mið munu hjálpa kennurum að meta
hversu vel krökkunum miðar við að
ná tökum á lestrinum, en rannsóknir
sýna að samhengi er á milli lesfimi
og lesskilnings. „Hugsunin er þessi,
að hvert og eitt skólasamfélag þarf
að finna þær leiðir sem henta best á
hverjum stað þegar kemur að vali á
þeim aðferðum sem nota á til að
kenna læsi. Við leggjum til prófin, til
þess að skólarnir geti séð hvernig
þeim miðar, þannig að þá séu til
mælikvarðar, ekki til þess að raða
nemendum eða skólum í röð eftir
getu, heldur til þess að skólarnir geti
fylgst með því hvort þeir eru að ná
árangri, svo að það komi ekki alltaf
sjokk á þriggja ára fresti.“
Megum ekki venjast þessu
Í Hvítbókinni 2014 voru þau mark-
mið sett að hlutfall þeirra sem næðu
grunnviðmiðum í læsi færi úr 79%,
líkt og það var árið 2012 og upp í 90%
árið 2018. Blaðamaður spyr hvort
þetta séu ekki nokkuð brött viðmið.
„Jú, þetta er nokkuð bratt, en þú
getur snúið spurningunni við og
spurt: Er það ásættanlegt að 10%
barna við lok grunnskóla geti ekki
lesið sér til gagns? Það er hin hliðin,
og ég tel að samfélagið eigi ekki að
sætta sig við það að 10% barna geti
það ekki. Það er nauðsynlegt að setja
sér há markmið, og ef þau nást ekki
2018, að stefna þá að því að ná þeim
árið eftir.“
Illugi segir að við sem þjóð meg-
um ekki venjast þessu ástandi. „Ég
hef þá skoðun, og legg mikla áherslu
á, að öll börn eigi að hafa sömu tæki-
færi í lífinu við lok grunnskóla óháð
stöðu og efnahag foreldra. Síðan er
ótalmargt sem ræður því hvernig
hver og einn vinnur úr sínum tæki-
færum. En barn sem ekki hefur lært
að lesa sér til gagns hefur ekki sömu
tækifæri og aðrir krakkar. Það verð-
ur erfitt fyrir þessa krakka að
stunda nám að grunnskóla loknum,
og þar með lokast feikimörg tæki-
færi sem samfélagið býður upp á og
það er óásættanlegt. Síðan skiptir
það meginmáli að Písa er ekki mark-
mið í sjálfu sér, markmiðið er að
krakkarnir okkar fái góða menntun
sem nýtist þeim þegar út í lífið er
komið. Písa mælir vel kunnáttu
barnana á ákveðnum mikilvægum
sviðum, en um leið megum við ekki
gleyma því að Písa mælir einungis
hluta skólastarfsins, Písa mælir ekki
sköpunargáfu, þrautseigju, fé-
lagsgreind, menningarlæsi o.s.frv.
Þess vegna eigum við að taka Písa al-
varlega, bregðast við af festu og
ákveðni, en muna um leiða að það er
ýmislegt fleira sem er mikilvægt í
menntun barna heldur en það sem
Písa mælir. “
Langtímahugsun skilar sér
Þá telur Illugi vert að nefna það
að inn á milli hafi verið ljósir punkt-
ar. Hann nefnir sem dæmi sveit-
arfélögin Árborg, Reykjanesbæ og
Hafnarfjörð, sem hafi notast við
innbyrðis ólíkar aðferðir, en öll náð
að bæta sig milli ára. Illugi segir
fordæmið úr þessum sveitarfélögum
geta nýst við framhaldið. „Aðal-
atriðið er að við ákváðum að ráðast í
þetta allt saman. Nú er vinnan kom-
in á fullt skrið, og við og börnin okk-
ar munum uppskera árangur af
því.“
Allir verða að hafa sömu tækifæri
Illugi Gunnarsson segir umræðuna í kjölfar PISA-könnunarinnar hafa verið á nokkrum villigötum
Langtímaverkefni að snúa þróuninni við Munum sjá breytingar strax árið 2018 og aftur 2021
Morgunblaðið/Eggert
Læsi Þjóðarátak um læsi var undirritað að Gljúfrasteini sumarið 2015, en gert var samkomulag við öll sveitarfélög landsins um þau markmið sem nást eiga
á næstu árum. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segir að árangur verkefnisins muni sjást þegar í næstu könnunum sem birtast árin 2018 og 2021.
Illugi
Gunnarsson
Jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin
Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur
íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning,
hver og einn eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma
s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is
S ö n g v e i s l a
I c e l a n d i c a n d c l a s s i c a l s o n g s a n d a r i a s
4CD
og
and SINGERS
SÖNGVARAR
Ólafur Vignir Albertssonpiano
43
Sön g v e i s l a
á fjórum hljómdiskum
Til sölu hjá: 12 TÓNUM, Skólavörðustíg
Smekkleysu, Laugavegi
Pennanum-Eymundsson og á netinu:
panta@profilm.is
Ólafur Vignir Albertsson leikur íslensk
lög og erlend, svo og aríur úr óperummeð
43 af helstu söngvurum okkar áranna
1964-2009.