Morgunblaðið - 17.12.2016, Page 24

Morgunblaðið - 17.12.2016, Page 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson olafur@mbl.is Lagt er til að stofnaður verði vett- vangur með óskráð bréf vaxtarfyrir- tækja í samstarfi við hagsmunaaðila, eins og Samtök iðnaðarins og Kaup- höllina, í skýrslu um fjármögnunar- umhverfi sprotafyrirtækja sem end- urskoðunarfyrirtækið KPMG vann að beiðni atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytisins. Tillagan er ein af sex sem miða að því að fjölga val- kostum sprotafyrirtækja á fjár- mögnunarmöguleikum. „Við settum fram tillögur um úr- bætur eftir að hafa talað við aðila eins og samtök sprotafyrirtækja, Kauphöllina og fleiri, þar sem við spurðum að því hvað þessum aðilum fyndist vanta í sprotasamfélagið,“ segir Stefán Þór Helgason, sérfræð- ingur hjá KPMG, í samtali við Morg- unblaðið. Forstofa hlutabréfamarkaðarins Hægt væri að liðka fyrir fjár- mögnun sprotafyrirtækja með því að skapa vettvang fyrir viðskipti með bréf sem ekki eru skráð á skipulegan markað, að því að fram kemur í skýrslunni. Þó þyrfti að setja skil- yrði fyrir þátttöku í slíkum vettvangi þar sem gengið væri úr skugga um að þær upplýsingar sem fyrirtækin leggja fram væru réttar. Í skýrslunni er meðal annars lagt til að ríkið styðji hópfjármögnun, til dæmis með skattafrádrætti eða beinum framlögum, og að farið verði í kynningarátak þar sem kostir og gallar þess að fjárfesta í sprota- fyrirtækjum væru kynntir almenningi. Öflugt net á fyrstu stigum Staðan á fyrstu stigum fjármögn- unar er almennt nokkuð góð, að því að fram kemur í skýrslunni, og undir það tekur Almar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Samtaka iðnað- arins. „Ríkið hefur verið að auka mjög myndarlega stuðning sinn við Tækniþróunarsjóð og svo eru fleiri sjóðir sem snúa að háskólasamfé- laginu sem hafa verið að stækka. Þetta er mjög jákvætt þar sem meira fjármagn er að elta góðar hugmynd- ir í samfélaginu og svo er umgjörðin utan um sjóðina fagleg og öguð,“ segir Almar. Hlutverk NSA að breytast Það hefur verið heilmikil vinna í gangi í ráðuneytinu varðandi stefnu Nýsköpunarsjóðs síðastliðin tvö ár að, sögn Almars. „Lögin um NSA voru sett 1998 og það er þörf að upp- færa þau en á fyrri hluta næsta árs þá verðum við komin með skýrar lín- ur varðandi umgjörð sjóðsins og væntanlega í góðu samstarfi við þann ráðherra sem tekur við mála- flokknum,“ segir Almar. „Það er mikilvægt að NSA hafi eitthvert hlutverk og geti gripið inn í ef um- hverfið er erfitt. Í dag virðist staðan vera sú að markaðurinn sé að leysa þetta vandamál nokkuð vel og þá er kannski betra að aðrir aðilar séu að fjárfesta beint í fyrirtækjunum,“ segir Almar að lokum. Vilja bæta umhverfi sprota Morgunblaðið/Styrmir Kári Sprotar Efla þyrfti kynningu á sprotasamfélaginu á meðal almennings.  Sprotafyrirtæki kalla eftir fleiri möguleikum á fjármögnun  Auka þarf þekk- ingu almennings á sprotafyrirtækjum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu KPMG starfsfólks fjármálafyrirtækja, og einnig hinn svokallaða sérstaka fjársýsluskatt, þ.e. 6% á tekjur fjármálafyr- irtækja umfram 1 milljarð króna, sem sé í raun aukaþrep tekjuskatts. Loks gagnrýna samtökin gjald til Umboðsmanns skuldara, en það mun nema rúmum milljarði á árinu 2017. Bent er á að í rekstraráætlun stofnunarinnar fyrir næsta ár hafi verið gert ráð fyrir að gjaldið þyrfti að nema 843 milljónum króna. Ekki virðist gerð grein fyrir mismuninum á áætluninni og endanlegri upphæð gjalds- ins í fjárlagafrumvarpinu. ses@mbl.is Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) gagnrýna fyrirhugaða hækkun eftirlitsgjalds, en samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs mun gjaldið hækka í tæpa 2,2 milljarða króna á árinu 2017 úr röskum 1,7 milljörðum í ár. Fyrirtæki á fjármálamarkaði standa undir gjaldinu. Gagnrýnin kem- ur fram í umsögn SFF við nýtt fjárlagafrumvarp sem nú er í meðförum Alþingis og er hún undirrituð af nýjum framkvæmdastjóra samtakanna, Katrínu Júlíusdóttur. Benda samtökin á að eftirlitsgjald á vátryggingafélög eigi að hækka um 40% milli ára. Í umsögninni er vísað til álits samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila þar sem bent er á að af 117 starfsmönnum FME starfi 54 þeirra á stoðsviðum stofnunarinnar. Telur nefndin að meta þurfi æskilegt umfang FME og að gera þurfi ráðstafanir til hagræðingar. Þá gagnrýna SFF einnig að sérstakur skattur á fjár- málafyrirtæki, sem hækkaður var tímabundið árið 2013 úr 0,041% í 0,376% í tengslum við leiðréttingu húsnæð- islána, helst óbreyttur milli ára. Ennfremur gagnrýna þau fjársýsluskattinn, sem er sértækur skattur á laun Samtök fjármálafyrirtækja gagnrýna aukna gjaldtöku  Segja Fjármálaeftirlitið þurfa að gæta aðhalds í rekstri Fjárlög Fjármálafyrirtæki greiði 2,2 milljarða til FME. ● Samskip og austurríska járnbrautar- félagið Rail Cargo Group hafa samið um að hefja beina lestarflutninga milli Rúm- eníu og Svíþjóðar um áramótin. Félögin munu tengja flutningsnet sín saman í gegnum lestarflutningamiðstöð Sam- skipa í Duisburg í Þýskalandi svo úr verð- ur fyrsta óslitna lestartengingin milli Austur-Evrópu og Skandinavíu. Samskip með lestar- flutninga til A-Evrópu NÚ Á ENN BET RAV ERÐ I TRYGGÐU ÞÉR ATVINNUBÍL FYRIR ÁRAMÓT! Kynntu þér Opel fjölskylduna á benni.is | opel.is OPEL Á ÍSLANDIReykjavíkTangarhöfða 8 590 2000 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is - Opið til 22:00 til jóla Laugardag 10-22, sunnudag 12-22, mánudaga - föstudaga 11-22 Agnes-ljós. 6,5 cm. Glært. 2.795 kr. Nú 1.956 kr. Hjarta eða jólatré. SPARAÐU 30% AFÖLLUM JÓLALJÓSUMOG JÓLAVÖRUM Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á 17. desember 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 113.28 113.82 113.55 Sterlingspund 141.96 142.66 142.31 Kanadadalur 85.02 85.52 85.27 Dönsk króna 15.948 16.042 15.995 Norsk króna 13.2 13.278 13.239 Sænsk króna 12.164 12.236 12.2 Svissn. franki 110.32 110.94 110.63 Japanskt jen 0.9562 0.9618 0.959 SDR 151.99 152.89 152.44 Evra 118.6 119.26 118.93 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.6636 Hrávöruverð Gull 1134.85 ($/únsa) Ál 1735.0 ($/tonn) LME Hráolía 53.76 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.