Morgunblaðið - 17.12.2016, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016
Framfarasaga ís-
lensks samfélags hefur
á síðustu 100 árum ver-
ið samofin sögu Fram-
sóknarflokksins. Í 62 ár
af þessum 100 hefur
flokkurinn setið í rík-
isstjórn og haft mikil
áhrif á þróun sam-
félagsins, allt frá því að
Ísland var eitt fátæk-
asta ríki Evrópu þar til
nú að Ísland er meðal þeirra sem
standa best. Árangur þjóðarinnar
byggist á mörgum þáttum, en ekki
síst þeirri framsýni að telja hags-
munum sínum betur borgið sem full-
valda þjóð sem réð sjálf sínum mál-
um, í góðu samstarfi við
alþjóðasamfélagið. Hagsæld lítilla op-
inna hagkerfa byggist á skynsamri
nýtingu auðlinda og góðu aðgengi
fyrir vörur- og þjónustu á erlendum
mörkum. Íslendingum hefur tekist að
samhæfa þetta tvennt, sem hefur
skilað sjálfbærum greiðslujöfnuði
þjóðarbúsins og skapað almenna vel-
sæld.
Framsóknarflokkurinn
stofnaður
Framsóknarflokkurinn var stofn-
aður 16. desember 1916 og var í upp-
hafi fyrst og fremst þingflokkur.
Einn af forvígismönnum hans, Jónas
Jónsson frá Hriflu í Suður-Þingeyj-
arsýslu, vildi á þeim tíma umbreyta
íslenskum stjórnmálum sem höfðu að
mestu snúist um sjálfstæðisbaráttuna
og samband Íslands við Danmörku.
Hann sá fyrir sér, að fólk skipaði sér í
flokk eftir stétt líkt og þróunin hafði
verið í öðrum þingræðislöndum. Að
atvinnurekendur skyldu stofna til
íhaldsflokks en alþýða manna skipaði
sér í tvo flokka; annars vegar flokk
sjómanna og verkamanna í þéttbýl-
inu (Alþýðuflokk) og hins vegar flokk
alþýðu í sveitum landsins (Framsókn-
arflokk). Flokkarnir tveir ættu svo að
vinna saman að hagsmunum almenn-
ings. Það fór svo, að báðir þessir
flokkar auk Alþýðusambands voru
stofnaðir þetta ár og vísir að fjöl-
flokkakerfi á Íslandi varð til.
Fyrri heimsstyrjöldin og
fullveldið
Framsóknarflokkurinn var aðeins
nokkurra vikna gamall þegar fulltrúi
hans tók fyrst sæti í ríkisstjórn, því 4.
janúar 1917 var Sigurður Jónsson frá
Ystafelli skipaður í embætti atvinnu-
og samgönguráðherra. Fyrri heims-
styrjöldin var í algleymingi og hafði
mikil áhrif á samgöngur til og frá
landinu. Landsverslun var stofnuð og
tók yfir nánast alla utanríkisverslun
landsins. Að stríði loknu dró úr starf-
seminni og á grunni Landsverslunar
spruttu upp kaupfélög víða um land,
ásamt því að samvinnuhreyfingin
efldist mikið. Framsóknarflokkurinn
lagði ríka áherslu á milliríkjaverslun
til að tryggja nægt framboð af helstu
nauðsynjum.
Þriðji áratugurinn og
kreppan mikla
Á þriðja áratug 20. aldar var
Framsóknarflokkurinn í óformlegu
kosningabandalagi við Alþýðuflokk-
inn. Í sumum tilvikum buðu þeir sig
ekki fram hvor gegn öðrum og störf-
uðu þannig í anda þeirrar hug-
myndafræði Jónasar frá Hriflu að um
systurflokka væri að ræða. Árið 1927
urðu mikil tímamót í sögu Framsókn-
arflokksins en þá fékk hann í kosn-
ingum 19 þingmenn af 42. Alþýðu-
flokkurinn fékk 5 þingmenn og
mynduðu flokkarnir meirihluta-
stjórn. Allir ráðherrar stjórnarinnar
komu úr hópi framsóknarmanna og
úr varð hrein framsóknarstjórn undir
forystu Tryggva Þórhallssonar. Mik-
ill efnahagslegur uppgangur ein-
kenndi fyrstu ár stjórnarinnar og
ráðist var í ýmsar samfélagslegar úr-
bætur. Má þar nefna stofnun Síld-
arbræðslu ríkisins á Siglufirði, Skipa-
útgerð ríkisins, stofnun Ríkisútvarps,
eflingu Landhelgisgæslunnar og haf-
in var bygging Þjóðleikhúss. Alþýðu-
flokkurinn stóð fyrir því
að sett voru lög um
verkamannabústaði og
að kosningaaldur væri
færður úr 25 árum í 21.
Gerð var stórsókn í
skólamálum með stofn-
un gagnfræðaskóla í
þéttbýli og héraðsskóla
í strjálbýli.
Samvinna Fram-
sóknarflokks og Al-
þýðuflokks hélt áfram
eftir alþingiskosning-
arnar 1934. Stjórn
hinna vinnandi stétta var mynduð og
var meginmarkmiðið að bæta hag
vinnandi fólks. Ýmsu var komið til
leiðar, til dæmis lögum um fiski-
málanefnd, lögum um vinnumiðlun og
grunnur var lagður að rannsókn-
arstofnunum atvinnuveganna. Iðn-
aður var stórefldur og í fyrsta sinn
var heildstæðu almannatrygg-
ingakerfi komið á.
Seinni heimsstyrjöldin og
sjálfstætt Ísland
Árið 1939 var þjóðstjórn mynduð á
Íslandi undir forystu Hermanns Jón-
assonar, en auk Framsóknarflokks
stóðu að henni Sjálfstæðisflokkur og
Alþýðuflokkur. Meginmarkmiðið var
að gera rekstrarskilyrði sjávarútvegs
sjálfbær, en auk þess fékk stjórnin
ærin verkefni að glíma við þar sem
seinni heimsstyrjöldin skall á og land-
ið svo hernumið af Bretum stuttu síð-
ar. Efnahagsástandið breyttist hins
vegar hratt til hins betra, þar sem út-
gerðin efldist og næga atvinnu var að
fá, meðal annars vegna hernámsins.
Þjóðstjórnin lifði fram að áramótum
1942 en þá tók við stjórn Ólafs Thors,
svokölluð Ólafía. Hún starfaði í tvö ár
eða að fram að utanþingsstjórn
Björns Þórðarsonar. Nokkur óróleiki
einkenndi þessi ár, sem kom þó ekki í
veg fyrir að langþráðum áfanga um
sjálfstæði þjóðarinnar yrði náð 17.
júní 1944.
Kalt stríð og landhelgin
stækkuð
Framsóknarflokkurinn var utan
ríkisstjórnar þar til Stefaníustjórnin
var mynduð árið 1947. Að henni stóðu
Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur. Talsverðar
áskoranir biðu þessarar stjórnar,
ekki síst vegna skorts á gjaldeyri eft-
ir miklar fjárfestingar sem fyrri
stjórn (Nýsköpunarstjórnin) hafði
efnt til. Um þetta leyti var Íslandi
boðin stofnaðild að Atlantshafs-
bandalaginu, sem var samþykkt á Al-
þingi 30. mars 1949. Innan Fram-
sóknarflokksins voru mjög skiptar
skoðanir á aðildinni og sat til að
mynda Hermann Jónasson hjá í at-
kvæðagreiðslunni í þinginu.
Á árunum 1950-1956 sátu tvær
samsteypustjórnir Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks. Nokk-
ur ólga ríkti í upphafi þessa tímabilis,
þar sem erfiðleikar í efnahagsmálum
voru nokkrir og koma varnaliðsins
1951 olli deilum. Hermann Jónasson
hvatti til samstarfs við Alþýðuflokk-
inn í áramótagrein 1954, sem varð svo
vísir að kosningabandalagi þessara
flokka 1956. Í kjölfarið var mynduð
vinstri stjórn undir forystu Her-
manns. Hún þótti oft ósamstíga, til
dæmis í utanríkismálum þar sem hún
vildi vinna að brotthvarfi varnarliðs-
ins án þess að koma því til leiðar.
Stærsta mál stjórnarinnar var út-
færsla landhelginnar í 12 mílur árið
1958.
Eftir að hafa setið utan rík-
isstjórnar í 12 ár myndaði Framsókn-
arflokkur ríkisstjórn með Alþýðu-
bandalaginu og Samtökum
frjálslyndra og vinstrimanna undir
forystu Ólafs Jóhannessonar 1971.
Aftur var stækkun landhelginnar
stærsta málið, því ári síðar ákvað
stjórnin einhliða að stækka landhelg-
ina úr 12 mílum í 50. Hún var svo enn
færð út árið 1975 og þá í 200 mílur.
Útfærsla íslensku efnahagslögsög-
unnar var mikið hagsmunamál fyrir
þjóðina og í öllum áföngum hennar
sat Framsóknarflokkurinn í rík-
isstjórn. Oft reyndi mikið á, því út-
færslan olli hörðum deilum milli Ís-
lands og Bretlands og í kjölfar átaka
á miðunum ákvað Alþingi að slíta
stjórnmálasambandi við Bretland.
Sættir náðust hins vegar í málinu
sumarið 1976, þegar ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
var við völd undir forsæti Geirs Hall-
grímssonar.
Verðbólga, þjóðarsátt og
staðgreiðslukerfi skatta
Framsóknarflokkurinn sat sam-
fellt í ríkisstjórn frá 1980-1991. Fyrst
undir forystu Gunnars Thoroddsen
og svo undir forystu Steingríms Her-
mannssonar. Mikil ólga ríkti í efna-
hagsmálum og verðbólga var mikil.
Ráðist var í kerfisbreytingar á stjórn
fiskveiða og kvótakerfi sett á lagg-
irnar til að koma í veg fyrir ofveiði.
Meðal annarra breytinga má nefna
staðgreiðslu skatta og reglur um
verðbréfaþing en mikilvægust var
þjóðarsáttin svokallaða, milli stjórn-
valda og aðila vinnumarkaðarins, sem
leiddi til þess að böndum var komið á
verðbólguna og grunnur lagður að
auknum efnahagsstöðugleika.
Efnahagsuppgangur og
kerfisbreytingar
Árið 1995 hófst 12 ára ríkisstjórn-
arsamstarf Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks, lengst af undir for-
sæti Davíðs Oddssonar en síðar Hall-
dórs Ásgrímssonar og að lokum Geirs
Haarde. Í fyrstu var megináherslan
lögð á atvinnuuppbyggingu, enda
hafði atvinnuleysi í upphafi 10. ára-
tugarins verið mikið og því var brýnt
að fá hjól atvinnulífsins til að snúast á
ný. Gerðir voru tímamótasamningar
um erlenda fjárfestingu og orkuauð-
lindir nýttar til að skapa störf. At-
vinnustig hækkaði, landsframleiðsla
jókst og skuldir hins opinbera minnk-
uðu mikið. Ráðist var í kerfisbreyt-
ingar á húsnæðis- og fjármálamark-
aði, ríkisfyrirtæki voru seld og
lífskjör almennings bötnuðu. Að und-
anskildu tímabili kringum aldamótin
einkenndist stjórnartíðin öll af mikl-
um hagvexti og auknum kaupmætti
almennings.
Samskipti við aðrar þjóðir tóku
nokkrum breytingum á þessu tíma-
bili, enda breyttist heimsmyndin mik-
ið með lokum kalda stríðsins. Halldór
Ásgrímsson stýrði för sem utanrík-
isráðherra í 9 ár og lagði m.a. ríka
áherslu á málefni norðurslóða. Undir
hans forystu voru tengsl Íslands og
Evrópu efld á grundvelli samningsins
um Evrópska efnahagssvæðið, þar
sem áhersla var lögð á skilvirka hags-
munagæslu gagnvart Evrópuríkjum
og opnun nýrra markaða. Þá voru ör-
yggis- og varnarmál fyrirferðarmikil,
ekki síst hin alþjóðlega barátta gegn
hryðjuverkaógninni í kjölfar hryðju-
verkaárásanna á Bandaríkin 11. sept-
ember 2001. Þá varð eðlisbreyting á
varnarsamstarfi Íslands og Banda-
ríkjanna með brotthvarfi varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli árið 2006.
Efnahagsáfallið, Icesave,
skuldir heimilanna og baráttan
við kröfuhafana
Framsóknarflokkurinn var í
stjórnarandstöðu frá árinu 2007 til
2013. Eftir efnahagsáfallið 2008 beitti
flokkurinn sér mjög fyrir endurreisn
efnahagslífsins og lagði sérstaka
áherslu á hag heimilanna. Hann tók
skýra afstöðu gegn Icesave-
samningunum svokölluðu og taldi
ekki efnislegar forsendur fyrir þeim.
Þar gekk Framsóknarflokkurinn í
takt við þjóðina, sem hafnaði í tvígang
samningum sem stjórnvöld gerðu um
að ábyrgjast greiðslur vegna Icesave-
málsins. Baráttan varði í nokkur ár
en að lokum vannst fullnaðarsigur
þegar EFTA-dómstóllinn dæmdi Ís-
landi í vil og tók undir sjónarmið
Framsóknarflokksins.
Þegar samsteypustjórn Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók
við stjórnartaumunum vorið 2013 var
endurreisn heimilanna meðal helstu
forgangsmála. Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson fór fyrir stjórninni,
sem lækkaði skuldir heimilanna með
sérstökum aðgerðum sem lögðu
grunninn að sterkari stöðu þeirra.
Leiðréttingin var flókin í fram-
kvæmd, en heppnaðist vel. Hún var
bæði nauðsynleg og sanngjörn og ár-
angurinn var mikill. Nú er svo komið,
að skuldir heimilanna eru lægri en
þær hafa verið í aldarfjórðung.
Eftir efnahagsáfallið 2008 var efna-
hagsleg staða landsins um margt
óljós og raunar tók nokkur ár að
skilja stöðuna til fulls. Smám saman
kom í ljós að uppgjör föllnu bankanna
gæti valdið miklu ójafnvægi, sem
myndi bitna harkalega á almenningi
ef ekki væri rétt haldið á málum. Rík-
isstjórn Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks tók þetta flókna mál
föstum tökum og tryggði með stuðn-
ingi Alþingis farsæla lausn, sem varð
til þess að kröfuhafar bankanna sam-
þykktu að afhenda ríkinu umtals-
verðar eignir svo stöðugleiki íslensks
efnhagslífs væri tryggður. Fullyrða
má að vel hafi tekist til, því skuldir
ríkissjóðs lækka hratt og í fyrsta sinn
síðan mælingar hófust eru eignir Ís-
lendinga erlendis meiri en skuldirnar.
Það er góður árangur, sem skilar
aukinni hagsæld til allra.
Framsóknarflokkurinn er einn af
burðarásunum í íslenskum stjórn-
málum. Hann hefur verið samferða
þjóðinni í 100 ár og á enn brýnt er-
indi, nú undir styrkri forystu Sig-
urðar Inga Jóhannssonar forsætis-
ráðherra. Hann hefur sýnt í verki að
hann getur unnið með öllum flokkum,
sætt ólík sjónarmið og stuðlað að
betri árangri fyrir alla.
Byggt m.a. á grein Guðjóns Friðrikssonar í
Tímanum 16. desember 2016.
Samferða þjóðinni í 100 ár
Eftir Lilju
Alfreðsdóttur
» Framsóknarflokk-
urinn er einn af
burðarásunum í íslensk-
um stjórnmálum. Hann
hefur verið samferða
þjóðinni í 100 ár og á
enn brýnt erindi.
Lilja Alfreðsdóttir
Höfundur er utanríkisráðherra og
varaformaður Framsóknarflokksins.
Ljósmyndir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Forsætisráðherra og fréttamenn Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og fréttamenn á tröppum Stjórnarráðsins,
m.a. Helgi E. Helgason og Helgi Pétursson.
1924 Tryggvi Þórhallsson guð-
fræðingur, kennari, alþingismaður
og ráðherra.
Maí 1983 Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tekur við stjórnartaum-
unum. F.v. eru Halldór Ásgrímsson, Jón Helgason, Alexander Stefánsson,
Steingrímur Hermannsson, Vigdís Finnbogadóttir forseti, Guðmundur Bene-
diktsson ríkisráðsritari, Geir Hallgrímsson, Matthías Á Mathiesen (sést ekki),
Matthías Bjarnason, Ragnhildur Helgadóttir (sést ekki) og Sverrir Her-
mannsson. Á hægri hönd Halldórs Ásgrímssonar situr Albert Guðmundsson.