Morgunblaðið - 17.12.2016, Síða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016
✝ GuðmundurÞorgrímsson
fæddist að Garði í
Núpasveit 23. maí
1926. Hann lést 24.
október 2016 á Sól-
teigi Hrafnistu í
Reykjavík.
Foreldrar Guð-
mundar voru Guð-
rún Guðmunds-
dóttir, f. 16. febr-
úar 1905, d. 24.
desember 1989, og Þorgrímur
Ármannsson, f. 13. apríl 1898,
d. 30. janúar 1978. Guðmundur
var elstur í 7 systkina hópi en
þau eru: Hálfdán, f. 24. desem-
mundsson. Börn þeirra eru: Jón
Óskar, Guðmundur Úlfar, Sonja
og Sigurður. 2) Valgeir, f. 21.
júní 1948, maki Rósa Emelía
Sigurjónsdóttir. Börn þeirra
eru: Þórhalla og Guðrún Krist-
ín. 3) Guðrún, f. 7. mars 1955,
maki Viðar Hafsteinn Eiríks-
son. Börn þeirra eru: Linda og
Guðmundur Hafsteinn.
Barnabarnabörn Guðmundar
eru 16 og barnabarnabarna-
börn eru fimm.
Guðmundur starfaði lengst
af sem verkstjóri á Húsavík, hjá
Kaupfélagi Þingeyinga og einn-
ig sem bæjarverkstjóri hjá
Húsavíkurkaupstað. Eftir 50
ára búskap á Húsavík fluttu
þau hjónin til Reykjavíkur, í
Ljósheima 12a og var Guð-
mundur þá kominn á eftirlaun.
Útför hans fór fram í kyrr-
þey 4. nóvember 2016 að ósk
hins látna.
ber 1927, Þorbjörg,
f. 3. september
1929, Ármann, f.
10. janúar 1932,
Jónas, f. 21. júní
1934, d. 13. nóv-
ember 2014, Þóra,
f. 16. maí 1938, og
Halldór, f. 12. des-
ember 1939.
Guðmundur gift-
ist 28. desember
1952 eftirlifandi
eiginkonu sinni, Guðrúnu
Gunnarsdóttur, f. 29. mars
1930. Börn Guðmundar eru: 1)
Guðbjörg Stella, f. 11. sept-
ember 1947, maki Gísli Guð-
„Það er ekki eftir það sem
búið er,“ eru þau orð Guð-
mundar sem fyrst koma mér í
hug þegar ég leiði hugann að
samskiptum okkar.
Samskiptum sem hófust fyrir
um 43 árum þegar við Guðrún
dóttir hans fórum að draga
okkur saman og hún kynnti
okkur.
Samskiptum sem æ síðan
einkenndust af trausti, vináttu,
væntumþykju og virðingu.
Þegar ég kynntist Guðmundi
bjuggu þau hjónin í fallegu
húsi, Baldursbrekku 19 á Húsa-
vík, húsi sem þau með atorku
og dugnaði reistu sér. Allt
handbragð þar bar vott um
vandvirkni og natni jafnt innan-
sem utandyra þar sem hver
hlutur var á sínum stað og hver
hlutur átti sinn stað.
Við Guðrún festum kaup á
okkar fyrstu íbúð á Víðimel í
Reykjavík, þar fæddist dóttir
okkar Linda og því varð að
gera töluverðar breytingar,
sameina herbergi o.fl.
Þegar Guðmundur heyrði af
áformum okkar sagði hann
okkur að hafa ekki neinar
áhyggjur, hann mundi koma
suður og hjálpa til við breyting-
arnar sem hann gerði og unn-
um við hörðum höndum að því
verki, því það varð að klárast
áður enn prinsessan litla kæmi
í heiminn.
Þremur árum síðar ákváðum
við að flytja til Húsavíkur og
það í sömu götu, Baldursbrekk-
una. Þar fæddist sonur okkar
Guðmundur Hafsteinn.
Það var aldeilis ómetanlegt
að vera í svona miklu návígi við
þessa góðu bakhjarla okkar
Guðmund og Guðrúnu og börn-
in okkar Linda og Guðmundur
nutu þess í hvívetna að hafa afa
og ömmu svona nærri sér.
Eftir ellefu ára búskap á
Húsavík fluttum við aftur til
Reykjavíkur og enn kom Guð-
mundur til hjálpar bæði við að
koma búslóðinni fyrir til flutn-
ings og ók svo sem leið lá til
Reykjavíkur til að hjálpa til við
að koma okkur fyrir á nýju
heimili.
Heilsu hans tók að hraka
verulega fyrir fáeinum árum.
Það þekkja það allir sem reynt
hafa hve erfitt það er að horfa
upp á ástvini sína hverfa smátt
og smátt í burtu, það er langt
og stöðugt sorgarferli, sem þeir
sem næstir standa glíma við.
En við sem eftir lifum með þá
reynslu að baki kunnum e.t.v.
að meta lífið, samskipti og sam-
veru enn betur eftir slíka
reynslu.
Það er ómetanlegt að hafa
átt slíkan bakhjarl allt frá
fyrstu búskaparárum okkar
Guðrúnar. Bakhjarl sem alltaf
var til staðar jafnt á erfiðum
stundum sem og á gleðistund-
um og gleðistundirnar voru
margar.
Á ferðalögum erlendis urðu
til heilu ljóðabálkarnir, þar sem
minnstu atvik ferðalagsins röt-
uðu í bundnu máli á pappírs-
snepla og í vasabækur.
Ég er í hjarta mínu afar
þakklátur fyrir að hafa fengið
að kynnast tengdaföður mínum
Guðmundi Þorgrímssyni, læra
af og njóta með honum gleði-
og alvörustunda.
Viðar H. Eiríksson.
Við kveðjum vin minn og
frænda, Guðmund Þorgríms-
son, í Fossvogskapellu í dag.
Hann var bæjarverkstjóri á
Húsavík þegar ég flutti þangað
ásamt fjölskyldu minni kalda
vorið 1979 og tók þá á móti mér
eins og týnda syninum. Guð-
mundur var óvenju skemmti-
legur maður, víðlesinn, minn-
ugur og margfróður þó
skólagangan hafi ekki verið
löng.
En þeir sem leggja sig fram
við að læra í skóla lífsins verða
oft þeim snjallari sem lengri
skólagöngu hafa.
Við áttum nána samleið í
rúm 11 ár sem voru mikill
þroskatími hjá mér og hann
einn af mínum lærifeðrum.
Engan annan þekki ég sem
kann slík kynstur af ljóðum og
vísum sem Guðmundur og hann
var sögumaður góður.
Ferðir fórum við með Guð-
mundi og Guðrúnu í Músakot,
en svo nefndist sumarhús
þeirra í landi Presthóla, en þar
var Guðmundur borinn og
barnfæddur. Þar var stundum
vakað eina vornótt í þingeysku
blíðviðri.
Eftir að við fluttum frá
Húsavík urðu samfundirnir
strjálir en þegar af þeim varð
var eins og við hefðum hist í
gær.
Nú kveður Guðmundur vinur
minn jarðvistina saddur lífdaga
og heldur í betri heim. Þegar
við hittumst næst hef ég trú á
að það verði fagnaðarfundir
eins og verið hefur.
Samúðarkveðjur sendum við
hjónin Guðrúnu Gunnarsdóttur
og fjölskyldunni allri.
Bjarni Þór Einarsson.
Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir
stóðu,
sem festu rætur í íslenskri jörð,
veggi og vörður hlóðu
og vegi ruddu um hraun og skörð,
börðust til þrautar með hnefa og
hnúum
og höfðu sér ungir það takmark
sett:
að bjargast af sínum búum
og breyta í öllu rétt.
Þeim fækkar óðum, sem feðrunum
unna,
sem finna sín heilögu ættarbönd,
sögur og kvæði kunna
og kjósa að byggja sín heimalönd.
Fyrr sátu hetjur við arineldinn
að óðali sínu, er vetra tók,
og lásu við koluna á kveldin
kafla í Landnámabók.
(Davíð Stefánsson)
Elsku pabbi minn. Megi góð-
ur Guð og englarnir gæta þín á
himnum. Hafðu þökk fyrir allt.
Fyrir hönd fjölskyldu minn-
ar, þín dóttir,
Guðbjörg Stella.
Guðmundur
Þorgrímsson
Herbert Benja-
mínsson var frá Ísa-
firði. Kornungur
kom hann austur til
Neskaupstaðar og varð fljótt
bátsmaður á togara. Hebbi var
togaramaður í húð og hár. Neta-
vinna og splæsingar, allt er því
viðkom lék í höndunum á honum.
Þegar ég var krakki og fór að
hugsa um sjó heyrði ég af þessum
hæfileikum hans. Á ævinni hef ég
af og til verið að hitta Færeyinga
og eldri íslenska sjómenn sem
spyrja um Hebba. Vinna og verk-
lagni sitja í minningum þeirra.
Hann varð síðan starfsmaður
Síldarvinnslunnar í Neskaup-
stað. Farsæll og góður skipstjóri
á Barða NK til fjölda ára. Það var
alltaf gaman að hitta Hebba í
bænum eftir að hann var hættur
að vinna. Þó að hann ætti við
veikindi að stríða var hann alltaf
hress og það var gaman að tala
Herbert Ágúst
Benjamínsson
✝ Herbert ÁgústBenjamínsson
fæddist 20. febrúar
1933. Hann lést 8.
desember 2016.
Útför hans fór
fram 15. desember
2016.
við hann um fisk og
fyrri tíma. Við fór-
um m.a. saman til
Japans að ná í Bjart
NK. Ég á mynd af
honum, berum að
ofan, að splæsa vír á
siglingunni heim í
tuttugu og fimm
stiga hita. Herbert
gaf sig ekki að fé-
lagsmálum eða öðru
ámóta stússi. Fljót-
lega eftir að hann kom austur
kom konan í spilið. Hann kvænt-
ist Guðnýju Jónsdóttur Zoëga,
þau bjuggu sér hreiður að
Blómsturvöllum 12 í Neskaup-
stað og þar eignuðust þau þrjú
börn. Þar bjuggu þau þar til
Hebbi kvaddi. Hebbi og Gúlla
áttu sumarbústað í mynni Seldals
en hann brann fyrir nokkrum ár-
um. Þar undu þau sér vel. Ég
hygg að hann hafi í frístundum
helst kosið að sinna fjölskyld-
unni, auk þess að dytta að húsinu
og sumarbústaðnum og fegra og
snyrta þar í kring.
Blessuð sé minning Hebba.
Við hjónin vottum Gúllu og af-
komendunum okkar dýpstu sam-
úð.
Magni Kristjánsson.
Elsku amma
Þá ertu loksins
komin til afa og búin
að fá hvíldina. Það
rifjast upp svo margar minningar
en ekki verður hægt að segja frá
þeim öllum hér. Við barnabörnin
vorum númer eitt hjá ykkur afa
og kærleikurinn sem þið sýnduð
okkur var ómetanlegur. Við kom-
umst upp með allt og fengum
nánast að gera það sem vildum.
Hvort sem það var að setja upp
leikrit eða leiki, leika okkur úti í
skúr með gamla dótið úr búðinni
Smárakjör eða búa til ævitýra-
heim ofan í kompu.
Þið kennduð okkur líka að allir
eru jafnir, sama hvaðan þeir
koma eða í hverju þeir hafa lent.
Sem dæmi átti ég föður sem var
frekar óheppinn í lífinu en ég
fann aldrei fyrir því að hann væri
minni maður en aðrir.
Ég gleymi því aldrei þegar þú,
elsku amma, í leik hljópst á eftir
okkur á fjórum fótum og urraðir
eins og ljón og við hlupum um
hlæjandi og skríkjandi.
Skemmtilegustu stundirnar voru
þegar ég, Fanný og Hallur gist-
um saman hjá ykkur. Þá var aldr-
ei farið að sofa fyrr en um miðja
nótt, það var bara svo gaman og
ekki hægt að fara að sofa. Sög-
Sigríður Björg
Vilhelmsdóttir
✝ Sigríður Vil-helmsdóttir
fæddist 23. ágúst
1923. Hún lést á 7.
desember 2016.
Útför Sigríðar
fór fram 16. desem-
ber 2016.
unar sem þú sagðir
okkur á meðan við
sátum á stólbakinu,
klóruðum og fiktuð-
um í hárinu gleym-
ast seint.
Elsku amma mín,
ég á eftir að sakna
þín óendanlega en
er um leið glöð fyrir
þína hönd að þú haf-
ir fengið friðinn.
Eitt sem þú kenndir
mér var að vera aldrei hrædd við
að deyja, því þín trú var sú að við
dauðann fáum við að hitta alla
hina sem farnir eru og það er
ekkert sem maður á að vera
hræddur við.
Ég sé þig fyrir mér, sitjandi í
gamla ruggustólunum, með
prjóna í hendi. Alltaf smá nammi
í skál á borðinu undir öllu prjóna-
dótinu og alltaf hægt að skríða
upp í mjúkt fang þegar mann
vantaði smá knús. Afi frammi í
eldhúsi að bardúsa við einhvern
mat, rúgbrauðið og mjólkur-
grauturinn í miklu uppáhaldi.
Ávallt fallegur og góður andi í
húsinu og allir velkomnir.
Þó nokkrir kettir voru á heim-
ilinu í gegnum tíðina og mörg dýr
hvíla lúin bein í garðinum á
Smáratúninu.
Ég elska þig, amma mín, og
hef aldrei og mun sjálfsagt aldrei
hitta jafn merkilega, gjafmilda,
óeigingjarna og aumingjagóða
konu eins og þig. Ég á eftir að
sakna þín og ég bið að heilsa öll-
um.
Þín
Sigríður Jóhannsdóttir.
Óska eftir góðu fólki
Ungt fólk, t.d. hjón, par eða vinir
Vantar ykkur skemmtilega vinnu?
Ég er 22 ára fatlaður ungur maður og ég bý
í sveit hjá foreldrum mínum. Ég er að leita
að tveimur einstaklingum til að aðstoða mig
við vinnu, heimilislíf, tómstundir, félagslíf
o.fl. Ef þið eruð reyklaus, sjálfstæð í vinnu-
brögðum, jákvæð, sveigjanleg og með
góðan húmor (ég er mikill húmoristi) þá gæti
þetta verið rétta starfið fyrir ykkur.
Unnið er á vöktum (nætur- og dagvinna) og
bílpróf er nauðsynlegt. Við búum í litlu sveit-
arfélagi á Suðurlandi, ódýrt leiguhúsnæði er
í boði, og gjaldfrjáls leikskóli á staðnum.
Frábært tækifæri fyrir fólk sem vill prufa eitt-
hvað nýtt, búa í litlu notalegu samfélagi þar
sem þó er stutt í alla þjónustu. Meðmæli
óskast með umsóknum.
Ef þú hefur áhuga eða hefur einhverjar
spurningar hafðu þá samband við hana Dísu
á netfangið gauksrimi10@internet.is
Help wanted!
Young people, couples or friends
Do you need a rewarding job?
I´m 22 years old disabled male, and I live in
the country with my parents. I´m looking for
two non-smoking individuals to assist me in
in my daily life, job, domestic chores, hobb-
ies, social activities and so forth. If you are
an independent and positive person, flexible
and with a good sense of humor (I have a
good sense of humor too) this could be the
right job for you.
The working arrangements is day shift and
night shift, and you’d need a driver’s license
We live in a small municipality on the south
side of Iceland, we can offer low-rent hous-
ing, and there is a free kindergarten close by.
This is a great opportunity for those willing
to try something different and live in a small
and cozy community, a short drive from the
next town. A recommendation is required.
If you’re interested or have any questions
please contact DISA in
gauksrimi10@internet.is
Félagsþjónusta Seltjarnarnesbæjar óskar eftir
að ráða starfsfólk í eftirtalin störf á Sæbraut á
Seltjarnarnesi sem er íbúðakjarni fyrir fatlað fólk
á aldrinum 20-40 ára.
• Þroskaþjálfi eða starfsmaður með menntun
á sviði félags- heilbrigðis- og/eða menntavísinda.
• Stuðningsfulltrúi
Nánari upplýsingar um störfin gefur Ásrún Jónsdóttir
forstöðumaður í síma 8690775 eða
asrun.jonsdottir@seltjarnarnes.is. Sjá einnig
nánar um störfin á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar
www.seltjarnarnes.is – Störf í boði
Umsóknarfrestur er til 29. desember næstkomandi.
Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar
eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga.
Seltjarnarnesbær
seltjarnarnes.is
Atvinnuauglýsingar
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?