Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Theodór Sigurðsson er Gaflari í húð og hár: „Ég fæddist í Hafn-arfirði og hef átt þar heima nánast alla mína tíð, að und-anskildu einu ári í Danmörku og tveimur mánuðum í Reykja- vík. Ég held maður fari ekkert að skipta um bæjarfélag úr þessu. Þegar ég fæddist var ég fyrst settur i kommóðuskúffu. Ég kom því út úr skúffunni - ekki út úr skápnum.“ Theodór er kvæntur Ragnhildi Guðrúnu Júlíusdóttur, kennara í Hafnarfirði. Þau eignuðust þrjú börn, Elvar Má sem lést í fyrra eftir stutt veikindi, Arnar Frey sem er umboðsmaður handboltamanna, og Silju Rós sem er sjúkraþjálfari. Theodór lærði offsetprentun og vann við það um langt árabil, hjá Hilmi hf, Prentsmiðju Árna Valdimarssonar, Steinmarki, Prisma og hjá Prentbæ. Síðan þjálfaði hann í handbolt í Danmörku 1994-95. Theodór hóf svo störf hjá innflutningsfyrirtækinu Altis, árið 1995, eignaðist snemma helminginn í fyrirtækinu en hefur rekið það frá 1998. Altis býður uppá flest það sem íþróttafólk þarf á að halda við sína iðkun og ýmis konar búnað sem tengist íþróttaleikvöngum. Theodór er ekkert að gera mikið úr afmælinu og finnst hann ekkert eldast þó bætist við nýr áratugur: „Ég hélt síðast upp á afmælið þegar ég varð 49 ára, eða fyrir 11 árum. Mér finnst ég ekkert hafa elst síð- an. Ég er bara sprækari ef eitthvað er. Og ég ætla heldur ekki að gera mikið úr deginum. Slappa bara af með fjölskyldunni.“ Teddi Hefur ekkert elst frá því hann hélt upp á afmælið fyrir 11 árum. Kom úr skúffunni – ekki út úr skápnum Theodór Sigurðsson er sextugur í dag N ótt fæddist í Vest- mannaeyjum 17.12. 1976 en flutti hálfs árs með fjölskyldunni til Svíþjóðar og ólst þar upp í Malmö til 1986. Þá fluttu þau til Noregs þar sem þau áttu heima á eyjunni Bakkesund við Bergen í tvö ár. Fjölskyldan flutti svo heim og settist að í Reykjavík. Nótt var í grunnskóla í Malmö og Bakkesund, gekk síðan í Hagaskóla, var skiptinemi í Kanada í eitt ár, síð- an tvö ár í MR og stundaði síðan nám við skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Samhliða því stundaði hún leiðsögunám við Leið- söguskóla Íslands og starfaði síðan í ferðaiðnaði í nokkur ár, sem leið- sögumaður og viðskiptastjóri. Nótt stundaði nám í markaðs- fræði við HR, lauk tveimur diplom- um í markaðsfræðum á vegum The Chartered Institute of Marketing og lauk MSc-prófi með láði í markaðs- fræðum við The Univerisity of Strathclyde í Skotlandi 2009. Nótt hóf störf hjá Samskipum árið 2004 – fyrst sem viðskiptastjóri en tók síðan fljótega við sölustjórnun á innanlandssviði félagsins, þá Land- flutningum-Samskipum. Hún var Nótt Thorberg, framkvæmdastjóri Marels á Íslandi – 40 ára Fjölskyldan Afmælisbarnið og Sigurjón Hermann með litlu krílunum sínum tveimur, þeim Tíma og Óttu. Úr leiðsögn í markaðs- fræði og stjórnun Það er kominn 17 júní Tími og Ótta aðeins yngri að fagna lýðveldisafmæli. Gullbrúðkaup eiga í dag Guðbjörg Vignisdóttir og Kristján Ármannsson, Lauta- smára 1, Kópavogi. Sr. Birgir Snæbjörnsson gaf þau saman í Akureyrarkirkju 17. desember 1966. Þau hófu búskap á Akureyri en bjuggu í 18 ár á Kópaskeri. Tíma- mótunum verður fagnað með fjölskyldu og vinum. Árnað heilla Gullbrúðkaup Í dag eiga hjónin Sesselja Pálsdóttir, f.v. kaupkona, og Þorbergur Bæringsson trésmíðameistari gullbrúðkaupsafmæli. Hjónin hafa alla tíð búið í Stykkishólmi. Þau eiga fjögur börn, fimm barnabörn og er sjötta barnabarnið á leiðinni. Hjónin verða að heiman á brúðkaupsafmælisdaginn. Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Tim Bryan @timbryanofficial Daniel Wellington WD D A N I E LW E L L I N G T O N . C O M I N S TA G R A M . C O M / D A N I E LW E L L I N G T O N FA C E B O O K . C O M / D A N I E LW E L L I N G T O N O F F I C I A L T W I T T E R . C O M / I T I S D W P I N T E R E S T. C O M / I T I S D W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.