Morgunblaðið - 17.12.2016, Síða 54

Morgunblaðið - 17.12.2016, Síða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS T E X T I 15.9 - 8.1.2017 Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur VALTÝR PÉTURSSON 24.9 - 26.3.2017 JOAN JONAS Reanimation Detail 2010/2012 26.10 - 29.01 2017 LET US KEEP OUR OWN NOON 19.11 - 21.12 2016 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Leiðsögn á ensku alla föstudaga kl. 12.10 Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið alla daga kl. 11-17. Lokað á mánudögum LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9. - 28.05. 2017 Lokað í desember og janúar. Opnar aftur laugardaginn 4. febrúar. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 7.5.2017 Lokað í desember og janúar. Opnar aftur laugardaginn 4. febrúar. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Laugardaginn 17. desember kl. 11: Askasleikir kemur og skemmtir gestum safnsins Laugardaginn 17. desember kl. 12: Dr. Terry Gunnel flytur fyrirlestur á ensku um íslenska jólasiði. Sunnudaginn 18. desember: Hurðaskellir kemur og skemmtir gestum safnsins Sunnudaginn 18. desember: Tveir fyrir einn af aðgangseyri Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Portrett Kaldals í Myndasal Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Kaldal í tíma og rúmi á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Gömul jólatré til sýnis í Lestrasalnum Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi, opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Sýningin opin þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Íslendingar hafa notið þess (oggoldið) um aldir að vera ískýrt afmörkuðu landi meðsjó á allar hliðar og úr alfara- leið. Þannig hefur fámenn þjóð þraukað og dafnað, varðveitt og haldið sínum sérkennum og siðum. Öðru máli gegnir um meginland Evrópu þar sem hver þjóðin hefur verið innan um aðra. Á meðan Ís- lendingar hafa aðallega þurft að glíma við náttúruöflin, hafa þjóðir Evrópu att kappi hver við aðra. Engu að síður hefur litlum þjóðum tekist með ótrúlegum hætti að varð- veita menningu, siði og tungu, þótt þær hafi þurft að vera undir hæl annarra og fátt hafi verið þeim í hag. Þorleifur Friðriksson sagnfræð- ingur hefur lengi haft áhuga á sam- félögum slíkra hópa og gert sér far um að kynna sér þau á ferðum sín- um. Nú hefur hann fundið áhuga sínum farveg á bók. Hulduþjóðir Evrópu - Ferð um framandi samfélög veitir bráðskemmti- lega innsýn í heim sem fáir átta sig hversu fjölbreyttur er og flókinn, þótt þeim sé kunnugt um einhverja kima hans. Hulduþjóðir Evrópu er stór- fróðleg og ber því vitni að nánast hvar sem borið er niður í Evrópu er að finna samfélög sem líta á sig sem þjóðir og segjast tala eigið tungu- mál. Þessi sjónarmið njóta oft lítillar samúðar, tilkallið til að kallast þjóð er dregið í efa og tungan í mesta lagi sögð vera mállýska. Í bókinni er fjallað um hátt í 40 þjóðir sem eiga það sammerkt að vera án ríkis. Það segir sitt um ríki hvernig far- ið er með hina ýmsu hópa innan þeirra. Lestur bókar Þorleifs ber því vitni að fæst ríki Evrópu hafa úr háum söðli að detta í þeim efnum. Samfélögin, sem Þorleifur velur hið viðeigandi heiti hulduþjóðir, hafa flest ef ekki öll mátt þola tilraunir til að þurrka menningu þeirra og tungu út á einhverjum tíma og sum sleitu- lítið. Það er til marks um seiglu og stolt þessara samfélaga hvað þau hafa haldið velli, þótt sum séu í útrýming- arhættu. Þessi seigla er kannski vísbending um að hugmyndin um þjóðir sé ekki bara tilbúningur, þó að oft sé reynt að þvinga ærið sundurleita hópa undir einn þjóð- arhatt. Eins og Þorleifur bendir á í bók- inni hefur saga „hulduþjóða“ verið vanrækt í fræðunum og segir hann að kalla megi viðfangsefnið „hin- segin sögu“. Hann lýsir ótrúlega ólíkum og fjölbreyttum heimum. Lesandinn kynnist veröld Sama, Vepsa, Kasjúba, Fríúla, Rútena, Szekla, Gagauza og Karaíta. Þarna eru Krím-Tatarar og Rómar, Bre- tónar og Korsíkar. Hann rekur uppruna og sögu og gerir grein fyr- ir því hvernig fyrir „hulduþjóð- unum“ er komið á okkar dögum. Hann hefur greinilega kynnt sér efnið vel og kemur því til skila með skýrum hætti og aðgengilegum. Hann lýsir því hvernig þessar þjóðir geta orðið að peðum í ref- skákum stærri þjóða, til dæmis hvernig ólíkar tilgátur um uppruna Gagauza í Moldóvu geta skipt máli þegar svara á spurningunni um hverjum land þeirra tilheyrir. Þorleifi tekst alltaf að gera efnið áhugavert, en best tekst honum til þegar hann miðlar af persónulegri reynslu sinni, eins og þegar hann lýsir heimsókn til Aishe og dóttur hennar, sem verða á vegi hans hjá Pomökum sem búa í Rodopin- Þjóðir án ríkis Sagnfræði Hulduþjóðir Evrópu - Ferð um framandi samfélög bbbbn Eftir Þorleif Friðriksson. Veröld, 2016. Innbundin, 405 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl.is „Við erum að vanda með jólalega barokktónlist. Þetta er hátíðleg og flott tónlist sem okkur langar að spila,“ segir Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari um árlega jólatónleika Kammersveitar Reykjavíkur sem haldnir verða í Norðurljósasal Hörpu á morgun klukkan 17.15. Jólatónleikar Kammersveit- arinnar eiga sér langa sögu og telur Áshildur að þeir hafi verið haldnir árlega frá stofnun sveitarinnar fyrir um 40 árum. Tónlistin er alltaf í bar- okkstílnum en þó er mikið um breyt- ingar milli ára. „Það er til svo mikið af frábærum verkum svo við erum mikið í því að breyta til og jafnvel gáum við hvenær þetta var nú á dag- skrá síðast. Það er sko nóg úrval af dásamlegri barokktónlist.“ Hljóðfæraleikararnir velja sjálf- ir verkin og úr verður fjölbreytt efnisskrá. „Þrátt fyrir að þetta sé allt barokktónlist þá er þetta fjöl- breytt og mjög hátíðlegt og glað- legt.“ „Miklir mátar“ Kristinn Sigmundsson bassi syng- ur á tónleikunum og einn fremsti semballeikari heims, Jory Vinikour, stjórnar og leikur á sembal. „Þeir hafa unnið saman áður og eru miklir mátar svo það er mjög gaman að leiða þá saman.“ Kristinn syngur þrjár aríur, eina eftir Händel og tvær eftir J.S. Bach. Jory leikur sembalkonsert í d-moll eftir Carl Filip Emanuel Bach. „[Carl] var sonur Johanns, hann átti svo marga syni sem voru að semja. Þetta var svona eins og fjölskyldufyrirtæki hjá honum. Allir að semja og jafnvel ekki alveg ljóst hver átti hvað.“ Að sögn Áshildar er Vinikour vel að sér í barokktónlist. „Hann er bú- inn að vera í þessum bransa í þrjátíu ár og er algjör sérfræðingur og svona listrænt mótandi.“ Þá situr Vinikour við sembalinn á meðan hann stjórnar. „Jory spilar á semb- alinn og stundum rífur hann hend- urnar af lyklunum og baðar þeim út í allar áttir og stjórnar okkur. Við bara fylgjumst öll að.“ Í naflaskoðun Rut Ingólfsdóttir kvaddi Kamm- ersveit Reykjavíkur nýverið en hún var einn af stofnendum sveitarinnar og í forsvari fyrir hana lengst af. „Núna erum við hljóðfæraleik- ararnir bara að reyna að halda áfram starfinu. […] Við viljum halda kyndlinum á lofti. Það er voða gam- an að kynnast því hvernig er að vera bæði að spila og að móta starfið, velja verkefni og samstarfsaðila og hugsa þetta frá mörgum hliðum. Hvers vegna við erum að gera þetta, hvað við viljum gera og hvernig það eigi að vera. Við erum búin að taka þetta svolítið í naflaskoðun.“ Að sögn Áshildar verða jólatónleik- arnir þó áfram á sínum stað. „Þessir tónleikar eru mjög fastir í sessi og hjá svo mörgum áheyrendum eru þeir fastur liður í jólahaldinu.“ Morgunblaðið/Golli Gamlir félagar Kammersveitin fékk Kristin og Vinikour til liðs við sig en þeir hafa unnið saman áður. „Nóg úrval af dásam- legri barokktónlist“  Kammersveit Reykjavíkur með árlega jólatónleika Söngleikjahöfundurinn kunni Andrew Lloyd Webber segir breskt leikhús vera „fáránlega hvítt“ og kallar eftir auknum fjölbreytileika í hópi þeirra sem stíga á svið og starfa við leikhúsin. Hann segir að leikhúsið verði að endurspegla samsetningu bresku þjóðarinnar, eigi það að lifa. Skoðanir Lloyd Webber, sem er heimskunnur fyrir söngleiki á borð við Cats, Óperudrauginn og Jesú Krist súperstjörnu, birtast í inn- gangi sem hann skrifar að skýrslu þar sem fjallað er um hve fáir hör- undsdökkir, af asískum uppruna og úr öðrum minnihlutahópum starfa við bresk leikhús. Lloyd Webber segir sér brugðið eftir að hafa lesið niðurstöður skýrslunnar, þar sem fullyrt er að leikhúsgestir séu langflestir hvítt millistéttarfólk, meira að segja í Lundúnum þar sem hörundsdökkir, fólk af asískum uppruna og aðrir minnihlutahópar séu þó 44 prósent íbúanna. Lloyd Webber segist trúa því ein- arðlega að leiksviðið verði að end- urspegla fjölbreytileikann í þjóðlíf- inu eða eiga ella á hættu að hætta að skipta máli. AFP Hvít Tónskáldið Andrew Lloyd Webber mætti nýverið á afhendingu leik- húsverðlauna í Lundúnum með bandarísku leikkonunni Glenn Close. Segir fólk í leikhús- um fáránlega hvítt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.