SÍBS blaðið - 01.03.2000, Síða 6

SÍBS blaðið - 01.03.2000, Síða 6
Viðt ðqvRKJABANDALAj heilbrigöara fólk. Stjórnvöld telja sig stundum vera að gera vel við öryrkja og skoða þá hvað aðstoðin kostar brúttó í almannatryggingakerfinu, en skoða ekki jafn einfalda hluti og þá að ef betur væri gert við öryrkja myndu 2 af hverjum 3 krónum rata á einn eða annan hátt aftur í ríkiskassann, ef ekki í formi beinna skatta þá í formi neysluskatta. Við þurfum að hækka verulega örorku- lífeyrinn, rýmka frítekjumörkin og hætta að láta bætur til öryrkja ráðast af tekjum maka. - Er ekki sú ráöstöfun einstakt fyrirbrigði? - Mér er ekki kunnugt um að slíkt sé nokkurs staðar gert. Jafnvel þótt þetta kynni að tíðkast annars staðar þá er það jafn siðlaust. Þetta er angi af ölmusuhugsun sem ætti fyrir löngu að vera horfin. Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur lagagildi á íslandi og þessu verður að breyta, spurningin er bara hverjir verða á undan að afnema þetta - stjórnvöld eða dómstólar. Varðandi launatekjur þá vita allir að það er erfiðara fyrir öryrkja og fatlað fólk að afla sér tekna, eða aukatekna, en fullfrískt fólk. Öryrkjar búa við þá furðulegu staöreynd að þegar þeir hafa náð 3o þúsund krónum á mánuði koma ekki aðeins 45% þess sem umfram er til skerðingar heldur er 38% skattur tekinn af því sem þá er eftir. t Ur Mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuöu þjóöanna 22. gr. Hver þjóðfélagsþegn skal Jyrir atbeina hins opinbera eða alþjóöasamtaka og í samrœmi við skipulag og efnahag hvers ríkis eiga kröfu á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum, sem honum eru nauösynleg til þess að virðing hans og þroski fái notið sín. 25. gr. 1. Hver maður á kröfu til lífskjara, sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst þar til matur, klœönaður, húsnœði, lœknishjálp og nauðsynleg félagshjálp, svo og réttindi til öryggis gegn atvinnu- leysi, veikindum, örorku, jyrirvinnu- missi, elli og öðrum áföllum, sem skorti valda og hann getur ekki við gert. (Úr bæklingi frá ÖBÍ) Með þessu er eiginlega verið að banna öryrkjum að vinna, þvi þessar frádráttar- og skattakúnstir jafngilda nánast atvinnubanni. Að eignast maka getur orðið dýrt Öryrki sem hugsanlega væri með tæpar 7o þús. kr á mánuði gæti lækkað niður í 17 þús. kr. tekjur ef hann eignast útivinnandi maka. Það er nógu erfitt að vera sá fatlaði í sambúð þótt ekki bætist ofan á að verða sérstök byrði á makanum vegna stórskertra tekna. Stjórnvöld telja fatlaða léttari á fóðrum en barn - tvöfalt meðlag aö viðbættum barnabótum er hærra en þær 17 þús. kr. sem öryrkja í sambúð er boðið uppá. Stjórnvöld eru nýbúin að setja reglur um hver skulu vera lágmarkslaun Au-pair fólks, en það skal fyrir utan frítt fæði og húsnæði hafa að lágmarki 3o þús kr. í vasapeninga. Við vitum hver eru talin lágmarksframfærslulaun til námsmanna, listamanna og stórmeistara í skák sem vilja helga sig skáklistinni. Þá er talað um sem sjálfsagðan hlut tvöfalt hærri upphæð en þá sem öryrki getur mest fengið í bætur, hvað þá ef um skerðingar er að ræða. Getum lagfært svo margt Margir verða nú öryrkjar ungir að árum, t.d. vegna slysa, og það fólk getur ekki safnað í lífeyrissjóði, á ekki eignir og hefur ætíð veru- legan kostnað af fötlun sinni. Við erum hér einungis að tala um 3% þjóðarinnar, eða um 8 þús. manns, sem er heildarfjöldi örorku- lífeyrisþega. Ef við lagfærum kjör þessa fólks þá lagfærum við svo margt annað í leiðinni sem heldur þessu fólki nú i heljargreipum. Til viðbótar því sem ég tel mjög ranglátt og hef rakið hér að framan þá hefur frítekjumark ekki hækkað í samræmi við hækkun launa og skattleysismörk eru sifellt að lækka að raun- gildi þannig að öryrkjar eru líka að tapa á þessum vígstöðvum. Mannréttindabarátta Við munum reka baráttu okkar fýrst og fremst sem mannréttindabaráttu, en ekki sem hefð- bundna kjara- og verkalýðsbaráttu. Við höfum stefnt sjórnvöldum fyrir brot á stjórnarskrá lýðveldisins og það mál er nú fyrir hæstarétti. Ef niðurstaða málsins verður okkur ekki óhall- kvæm munum við fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Eg spyr Garðar að lokum hvað hann hugsi sér að vera lengi í þessu starfi og hef þá ritstörf hans í huga. - Ritstörf eru lýjandi eins og önnur vinna og þar lifir maður í einangruðum heimi. Úr því að ég fór að skipta mér af þessum málum þá ætla ég að beita mér af alefli á meðan mín er þörf og kraftur og heilsa leyfir. SJ 6

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.