SÍBS blaðið - 01.03.2000, Qupperneq 10

SÍBS blaðið - 01.03.2000, Qupperneq 10
ámóta verkefni og að þróa nýtt lyf og því er ferlið tímafrekt og dýrt. Flest úðalyf frá íyrirtækinu innihalda nú freonfrí drifefni og þess nýtur umhverfið. Stöðug þróun og endurnýjun á sér einnig stað í þeim tækjum sem notuð eru til að koma öndunarfæralyfjum á réttan stað í lungum. Hjálpartækin Volumatic og Babyhaler auð- velda lyfjagjöf, bæta nýtingu úðalyfja og auka árangur meðferðar og innöndunartæki eins og Diskus léttir sjúklingum enn frekar lífiö. í Diskus er hver lyfjaskammtur innsigl- aður í tækinu, skömmtunin er ávallt söm og jöfn, óháð innöndunargetu, ekkert lok eða lausir hlutir, hann er afar auðveldur i notkun og í því er teljari sem sýnir hve mikið er eftir í tækinu. Önnur lyf fyrir lungnasjúklinga Inflúensa getur verið skæð sjúklingum með öndunarfærasjúkdóma. Veiran berst með úðasmiti til lungna, fjölgar sér í lungavef og byrjar að herja á fórnarlambið. Bólusetning hefur til skamms tíma verið eina vörnin gegn inflúensu, en nú hefur Glaxo Wellcome þróað nýtt lyf viö inflúensu sem heiti zanamivir. Lyfið er gefið sem innöndunarlyf i Diskhaler tæki og hemur fjölgun veirunnar í öndunar- veginum og dregur úr smiti. Flensan verður því vægari og gengur fýrr yfir. Lyfið gagnast einnig sem fyrirbyggjandi meðferð þeim sem eru i návígi við infiúensu veiruna. Zanamivir fæst nú gegn lyfseðli hér á landi. Það skal tekið fram að sem fyrr er bólu- setning fyrsta forvörn gegn inflúensu. Reykingavarnalyf Reykingamenn geta vænst betri tiðar því lyfið wellbutrin frá Glaxo Wellcome er ætlað þeim sem vilja venja sig af tóbaksfíkn. Lyfið er tekiö inn í töfluformi og niðurstöður rann- sókna sýna að þeir sem nota lyfið, eigi auð- veldara með að hætta að reykja en þeir sem nota hefðbundin reykingavarnalyf. Wellbutrin er nú til umsagnar hjá evrópskum heilbrigðis- yfirvöldum en er komið á markað í Bandaríkjunum. Fjölþjóðleg erfðafræðirannsókn á astma Rannsóknarverkefni Glaxo Wellcome eru fjölþætt og sem dæmi má nefna að nýlega tilkynnti fýrirtækið að það hefði hrundið úr vör samstarfsverkefni 7 vísindastofnana sem rannsakar erfðafræðilegan grunn astmasjúkdómsins. Verkefnið heitir Asthma Clinical Genetics Network og er nýstárlegt, bæði hvað varðar umfang og snið. Það er sannað að astmi liggur í vissum fjölskyldum og því er nauðsynlegt að fá skorið úr erfðaþættinum með vandaðri rannsókn. í verkefninu taka þátt 6 evrópsk vísindasetur og eitt bandarískt. Hvert setur safnar 100 astmafjölskyldum, framkvæmir vissar rann- sóknir á fjölskyldumeðlimum s.s. húðpróf vegna ofnæmis, lungna-áreitipróf o.fl. auk þess sem blóðsýnum er safnað til DNA- greiningar. Þar sem 700 fjölskyldur tengjast verkefninu er þetta stærsta einstaka gena- rannsókn á astma sem framkvæmd hefur verið og vísindamennirnir bíða spenntir eftir niðurstöðum sem gætu afhjúpað þau erfða- fræðilegu atriði sem mestu skipta í astma. Fyrirtækið vonast til að innan 4 ára hafi vísindamönnum þess tekist að finna þau svæði á erfðamenginu sem upplýsi hvað veldur astma eða hvers vegna sumir einstaklingar fá astma og þá hvernig við getum þróað nýjar aðferðir til meðhöndlunar sjúkdómsins. Glaxo Wellcome hefur um árabil stundað rannsóknir hérlendis í samstarfi við ísfenska vísindamenn og sjúklinga. Sem dæmi má nefna að nú stendur yfir rannsókn á meðferð COPD með lyfinu Seretide® í samvinnu við lungnalækna á Vífilsstöðum, Læknasetrinu Mjódd og Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri. Aö lokum er vert að benda á Astma- og ofnæmislínu Glaxo Wellcome 570 7700 og fræðsluefni um astma, langvinna lungna- teppu, fæðu og frjóofnæmi og fleira sem gefið er út af Glaxo Wellcome ehf og fæst ókeypis í apótekum. ÍSLAN DSBAN Kl Pharmaco Stórhöfða 17 Hörgatúni 2, 210 Garðabær Pósthólf 200, 212 Garðabær Sími 565 8111, Telefax 565 6485

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.