SÍBS blaðið - 01.03.2000, Qupperneq 19

SÍBS blaðið - 01.03.2000, Qupperneq 19
SXR£±daðið Hönnun þjálfunarhússins á lokastigi Jón M. Benediktsson fram- kvæmdastjóri sjúkrahússsviðs Reykjalundar hefur tekið saman fyrir SÍBS-blaðið eftirfarandi fréttir af undir- búningi nýbyggingarinnar á Reykjalundi LL Jón M. Benediktsson. Hönnun hins nýja þjálfunarhúss á Reykjalundi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum vikum. Avinningur þessarar aðgeröar er einkum sá að mun hægara er að útbúa tæknirými fyrir húsið undir sundlaugum og búningsklefum auk þess sem auðveldara er með frárennslislagnir frá húsinu. Þá þarf einungis að fleyga í burtu u.þ.b. helming þess magns af grjóti sem þurfti í fyrra fyrirkomulagi. Önnur veigamikil breyting er, að búningsklefar hússins hafa verið færðir og eru nú milli salar og lauga eins og sjá má á með- fylgjandi mynd. Með þessu móti geta búnings- og hjálparklefar þjónað bæði íþróttasal og sundlaugum og umferð þeirra sem eru að koma inn í húsið þurrum fótum skarast ekki við umferð þeirra sem koma frá laugarsvæðunum. Staðsetning vaktherbergis er nú einnig mun betri með tilliti til þeirrar fjölþættu starfsemi sem verður í húsinu. Veigamestu breyting- arnar eru þær, að húsinu hefur verið lyft um eina hæð, þannig að gólf íþróttasalarins og yfirborð sundlaugar- innar er nú í sömu hæð og gólf sjúkraþjálfunar- innar. Á nýju teikningunum, færast tækja- og þrekæfingasalir ásamt rými fýrir loftræstibúnað, samtals u.þ.b. 540 m2, upp og verða yfir búningsklefum, almenningi og geymslum 2. hæðarinnar. Á fýrstu hæð hússins (jarðhæö) verður tengigangur sem tengist eldra húsinu við hornið þar sem verslunin er. Auk þess verður á hæðinni allur annar tækni- búnaður en loftræstibúnaður, þ.e. hreinsibúnaður og klór- blöndunarbúnaður ásamt dælum og jöfnunartönkum fýrir laugarnar. Þá verður þar allur tækni- búnaður sem lýtur aö upphitun hússins ásamt varmaskiptum fýrir laugar og búningsklefa. Milli hæðanna þriggja verður síðan rúmgóð lyfta við hlið stigahúss. Reiknað er með að húsið verði að mestu leyti byggt úr stein- steypu og einangrað utanfrá og að frágangur að utan verði með þeim hætti að viðhaldskostnaður verði í lágmarki. Unnið er að gerð útboðsgagna og stefnt að því að jarövinna með tilheyrandi vegagerð að svæðinu og lögnum frá bygg- ingunni geti hafíst í lok mars. Uppsteypa hússins ætti síðan að geta hafist í júlímánuði í sumar. Sú mikla þensla sem veriö hefur á byggingamarkaðinum undan- farin ár heldur fýrirsjáanlega áfram og það veldur að sjálf- sögðu áhyggjum þegar um jafn viðamikla framkvæmd er að ræða eins og hér er raunin á. Stefnt er að því að heildarbygg- ingartíminn verði u.þ.b. tvö ár, en aö honum loknum þ.e. á miðju ári 2002 bætist 2300 m2 bygging viö húsakost Reykja- lundar, sem mun bæta úr brýnni þörf stofnunarinnar fyrir alhliða þjálfunarhúsnæði og nýtast ört vaxandi fjölda landsmanna sem hingað sækja endurhæfíngu og bætta heilsu árlega. Jón Benediktsson 19 Fréttir

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.