SÍBS blaðið - 01.03.2000, Síða 21

SÍBS blaðið - 01.03.2000, Síða 21
SJLELSJbJ a ö i ð Vefsíðan Reykjalundur.is opnuð Bára J. Oddsdóttir Þann 1. mars var opnaður vefur Endurhœfingarmiðstöðvarinnar að Reykjalundi. Markmið vefsins er að veita upplýsingar um starfsemi Reykjalundar og vera gagnvirkur fræðslu- og upplýsingamiðill um endurhæfingu. A vefnum er sérstaklega fjallað um hvert og eitt þeirra sviða sem endur- hæfing á Reykjalundi skiptist í. Þessi svið eru: Atvinnuleg endurhæfing, geðsvið, gigtarsvið, hæfingarsvið, lungnasvið, næringarsvið, miðtaugakerfissvið, hjartasvið og verkjasvið. Endurhæfing er flókið og sértækt ferli sem felur í sér samvinnu ólíkra faghópa. Á vefn- um er umfjöllun um hvern faghóp og hlut- verk hans í endurhæfingarferlinu. Jafnframt eru tengingar m.a. í heimasíður fagfélaga og skóla sem bjóða nám í viðkom- andi fagi. Fræðsla er mikilvægur þáttur í endurhæfingu og gestum á vef Reykjalundar gefst tækifæri til að lesa fræðsluefni sem unnið er af starfs- mönnum endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Á vefnum er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir sjúklinga. Þar má meðal annars finna upplýsingar um samgöngur, réttindi sjúklinga og heimsóknartíma svo fátt eitt sé nefnt. Hluti vefsins er einkum og sér í lagi ætlaður fagfólki. Þar er t.d. að finna skýrslur um endurhæfingu. Nýtt og ítarlegra innlagna- beiðnaform hefur verið hannað og geta læknar nálgast það á vefnum. Jafnframt er að finna á vefnum ágrip af sögu þessarar merku endurhæfingarmiðstöðvar. Eins og áður sagði þá opnaði vefurinn 1. mars sl. Vefstjóri er Bára Jóna Oddsdóttir bókasafnsfræðingur en ásamt henni störfuðu við hönnun vefsins þau Ólöf H. Bjarnadóttir læknir, Mundína Kristinsdóttir sjúkraþjálfari, Sigurður Þór Sigursteinsson iðjuþjálfi, Þórunn Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og Elísabet Arnardóttir talmeinafræðingur. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni: http://www.reykjalundur.is Bára J. Oddsdóttir / SIBS ákveöur aö auka forvarnastarf Það liefur um nokkra hrid verid i umrœöu innan SÍBS að auka þátttöku samtakanna í forvarnastarfi sem verður œ brýnna fyrir allan almenning i landinu. Með tilkomu þjálfunar- sala og sundlauga í fyrirhugaðri nýbyggingu opnast nýir möguleikar til þess. A fundi framkvæmdaráðs stjórnar SÍBS 11. febrúar 2000 var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma: „Framkvæmdaráð SÍBS lítur svo á að samtökunum beri i framtíðinni - auk alhliða endurhæfíngar - að nýta frábærar aðstæður á Reykjalundi til fjölbreyttra forvarna á heil- brigðissviði í þágu landsmanna. Fram- kvæmdaráðið telur að SÍBS eigi að stefna að því að heíja markvisst forvarnastarf á Reykja- lundi þegar tekið verður i notkun fýrirhugað þjálfunarhús og sundlaug. Framkvæmdaráðið beinir þvi til forráðamanna Endurhæfingar- miðstöðvar SÍBS að nýta yfirburöa reynslu starfsliðs stofnunarinnar við skilgreiningu forvarnatilboða sem unnt væri að bjóða upp á eftir kl. 16:00 á virkum dögum og um helgar." Hversvegna forvarnastarf á Reykjalundi? Góð heilsa er forsenda lífsgæða og gulli betri. Til þess að varðveita góða heilsu verðum við að fyrirbyggja þá sjúkdóma sem læðast að okkur, vel öldu kyrrsetufólki í nútíma þjóð- félagi, svo sem kransæðasjúkdóma, háþrýst- ing, insúlin óháða sykursýki, beinþynningu, krabbamein, slitgigt, offitu, mjóbaksverk, kvíða og þunglyndi. Sem betur fer er hægt að sporna við þessum menningarsjúkdómum með skynsamlegum forvörnum. Og það er eitt af forgangsverkefnunum á sviði heilbrigðismála í dag. Rannsóknir hér á landi sem annars staðar sýna að fólki sem komið er á miðjan aldur eöa eldra er meiri hætta búin af hóglífinu en þeim sem yngri eru og stunda fremur íþróttir eða heilsuræktarstöövar. Þess vegna þarf að leggja aukna áherslu á að fá þennan hóp tii þátttöku í forvörnum. En sakir áhættu vegna aldurs þarf slíkt forvarnastarf að vera undir umsjá hæfra sérfræðinga. Engin heilbrigðisstofnun hér á landi er eins vel mönnuö sérfræðingum til þess að stýra vísindalegu forvarnastarfi fýrir þennan hóp eins og Endurhæfingar- miðstöð SÍBS á Reykjalundi. Og þegar fýrir- hugaðar sundlaugar og þjálfunarsalir verða teknir í notkun opnast ómetanlegir möguleikar til að hefja slíkt forvarnastarf. 21

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.