Fréttatíminn - 03.06.2016, Side 2
Ferðaþjónusta Ríkissjóður
hefur misst af um 28 millj-
örðum króna í skatttekjur
vegna ákvörðunar ríkis-
stjórnarinnar að láta lög um
hækkun virðisaukaskatts á
gistihús taka gildi um mitt
ár 2013
Gunnar Smári Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
Á næstu árum gæti þessi skattaaf-
sláttur til gistihúsa numið frá tæp-
um 12 milljörðum króna á næsta ári
og vel yfir 25 milljarða króna árlega
ef spár ganga eftir um 5 milljónir
ferðamanna árlega, innan fárra ára.
Þessi áætlun byggir á því að hærri
virðisaukaskattur fæli ekki ferða-
menn frá. Með því að færa gistingu
úr 11 prósent skatt í 24 prósent
skatt hækkar gistingin um tæp 12
prósent. Það er vel hugsanlegt að
slík hækkun myndi fæla einhverja
ferðamenn frá. Á móti má benda
á að gisting yfir háannatímann
er meira og minna uppseld, færri
komast til Íslands en vilja.
Gistináttagjald brot af afslætti
Hugmyndir stjórnvalda um að
hækka gistináttagjald úr 100 krón-
um í 300 krónur á nóttina er langt
frá því að vega upp tekjumissi
ríkissjóðs vegna þess að gisting
er í lægra þrepi. Sé miðað við að
einstaklingsherbergi kosti um 25
þúsund krónur nóttin og tveggja
manna herbergi 35 þúsund krónur
þá dekkar 300 króna gistináttagjald
aðeins um 9 til 13 prósent af þeim
afslætti sem hótel fá í gegnum virð-
isaukaskattskerfið.
Í ár má reikna með að skattaaf-
slátturinn færi gistihúsum um 9,9
milljarða króna. Í dag er gistinátta-
gjaldið aðeins 100 krónur. Það mun
því aðeins skila um 400 milljón-
um króna í ríkissjóð. Ef það verður
hækkað í 300 krónur getur ríkissjóð-
ur náð í hátt í einn milljarða króna,
sem er aðeins brot af afslættinum.
Nærri 10 milljarðar í skattaafslátt
Ef áætlanir um fjölda ferðamanna í ár ganga eftir má gera ráð fyrir að virð-
isaukaskattur af rekstri gistihúsa verði um 8,4 milljarðar króna en skattur-
inn hefði orðið um 18,3 milljarðar króna ef gistihús væru í efra þrepi
virðisaukaskattsins. Mismunurinn er um 9,9 milljarðar króna.Ef spár ganga
eftir um fjölgun ferðamanna á næstu árum mun þessi meðgjöf með rekstri
gistihúsa halda áfram að vaxa. Sé tekið mið af efri mörkum getur skattaaf-
sláttur til gistihúsa numið vel yfir 25 milljörðum króna árlega þegar ferða-
menn á Íslandi verða orðnir um 5 milljónir á ári eftir nokkur ár.
Lægra skattþrep færir
ferðaþjónustunni
tugi milljarða árlega
Fjölgun ferðamanna undanfarin
ár hefur verið gríðarleg, hátt í fjórð-
ungs viðbót á hverju ári frá 2010.
Ljóst er að þessi mikla aukning mun
halda áfram í ár og allt bendir til að
það sama muni gerast á næsta ári.
Sér ekki fyrir endann á vextinum
Ef menn gera ráð fyrir sömu fjölgun
ferðamanna á næstu árum má gera
ráð fyrir að árið 2022 fari fjöldinn
yfir 5 milljónir árlega. Ef stjórnvöld
hækka ekki virðisaukaskattinn á
gistingu fyrir þann tíma má reikna
með að árleg eftirgjöf á skatti til hót-
ela og gistiheimila verði vel yfir 25
milljarðar króna árlega.
Þrátt fyrir að þessi mikli vöxtur
virðist ótrúlegur eru dæmi þess að
ferðamenn til landa hafi vaxið jafn
mikið yfir jafn langt tímabil. Það á til
dæmis við um Svartfjallaland, Laos,
Georgíu og Kirgistan.
Þessari miklu fjölgun ferðamanna
hefur fylgt ýmiss vandi og vandamál
honum tengd munu vaxa á næstu
árum. Ferðamannastraumurinn
mun leggja álag á náttúru og inn-
viði en líka gengi krónunnar. Hætt
er við að gengið munu styrkjast svo
að rekstrargrundvöllur undir aðrar
atvinnugreinar en ferðamennsku og
útgerð muni þurrkast út.
Afnám skattaafsláttar til gisti-
heimili og hótela er því ekki aðeins
réttlætismál heldur getur líka verið
skynsöm efnahagsaðgerð til að slá
eilítið á offjölgun ferðamanna.
Dýr gisting á Akureyri
Meðan landsmenn kveinka sér
út af leiguokri eru íbúðir boðnar
ferðamönnum á verði sem engan
hefði dreymt um fyrir nokkrum
árum síðan.
Þessi 150 fermetra, 3 herbergja
íbúð við Bjarmastíg á Akureyri
er til að mynda boðin ferða-
mönnum til leigu fyrir tæpar
660 þúsund á viku, samkvæmt
vefnum Booking.com. Sam-
kvæmt heimildum Fréttatímans
gæti verð slíkrar íbúðar á fast-
eignamarkaði verið um 32 til 34
milljónir miðað við fermetraverð
á svæðinu.
Miðað við verðið ætti íbúðin
að skila tæpum átta milljónum
í kassann á einu sumri eða um
fjórðungi af verðmæti sínu.
Auglýsingin á booking.com
Útburður Eigandi Bernhöfts-
bakarís segist illa svikinn
eftir að Hæstiréttur Íslands
samþykkti útburðargerð.
„Við erum bara lítið fyrirtæki
sem vill fá að vera í friði með sinn
rekstur,“ segir Sigurður Már Guð-
mundsson, bakari og eigandi Bern-
höftsbakarís, en Hæstiréttur Ís-
lands samþykkti á miðvikudaginn
kröfu eiganda húsnæðis bakarísins
á Bergstaðastrætinu um útburðar-
gerð. Það þýðir að eigandi húsnæð-
isins, sem er eignarhaldsfélagið B13,
má bera Sigurð Má út og allar hans
eignir sem eru í húsinu.
Sigurður Már er vægast sagt
ósáttur. Hann reyndi að kaupa hús-
næðið á yfirverði, að eigin sögn,
eða fyrir um 40 milljónir króna,
árið 2013. Hann sakar eigendur
hússins um að hafa ekki staðið við
gerða samninga og því hafi Sigurður
Már greitt leigu fyrir húsnæðið þar
til það yrði afhent. Deilt var um það
hvort sannarlega hafi samkomulag
verið um ótímabundna leigu og svo
hvort eigendur hússins, feðgarnir
Guðmundur Már Ástþórsson og
Ástþór Reynir Guðmundsson, hafi
sannarlega sagt leigusamningnum
upp með réttmætum hætti.
Bernhöftsbakarí hefur verið í
miðborginni frá 1834 en hefur ver-
ið á Bergstaðastrætinu í rúm 70 ár.
„Við erum bara algjört fórnar-
lamb í þessu máli. Við vorum svikn-
ir af kauptilboðinu. Eigandinn efndi
ekki sinn hlut. Það er bara leiðin-
legt að fá ekki að vera í friði,“ segir
Sigurður Már. Dómari í málinu leit
svo á að tilboðið hefði runnið út og
niðurstaðan er því einföld; eitt forn-
frægasta bakarí landsins er orðið
heimilislaust. | vg
Segist bara vilja fá að vera í friði með sinn rekstur
Sigurður Már Guðjónsson
er ósáttur við leigusalann,
sem hann segir hafa gengið
á bak orða sinna við sölu á
eigninni.
Eggert hættir á DV
– Kolbrún áfram ritstjóri
Eggert Skúlason hefur látið af störfum sem rit-
stjóri DV. Síðasta blaðið undir hans ritstjórn, kom
út í dag, föstudag.
Eggert var ráðinn ritstjóri blaðsins ásamt
Kolbrúnu Bergþórsdóttur þegar Björn Ingi
Hrafnsson keypti blaðið í árslok 2014. Kol brún
Bergþórs dótt ir og Hörður Ægis son verða áfram
rit stjór ar DV.
Halla Tómasdóttir hækkar í
fylgi og virðist taka nokkuð
frá Guðna Th. Jóhannes-
syni sem lækkar um tæp
10 prósentustig
Halla Tómasdóttir bæt-
ir mest við sig af öllum
forsetaframbjóðendum í
nýrri könnun MMR, sem
var birt í gær. Í könnun-
inni kemur fram að Halla
hækkaði úr 2,2% upp í 6,9%
og hækkar því um tæp fimm pró-
sentustig. Guðni Th. Jóhannesson
er enn með langmesta fylgið þó
það minnki um níu prósentustig
í könnunni, eða úr 65,9% niður
í 56,9%. Davíð Oddsson bætir
lítillega við sig, eða úr átján
upp í tuttugu prósent. Fylgi
Andra Snæs Magnasonar er
óbreytt, eða 10,9%. Sturla
Jónsson mælist með 2,2% en
aðrir frambjóðendur mælast
samanlagt með 3,3% fylgi.
Halla bætir mest við sig
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
0
2010 2022
Vsk.
Hærra þrep