Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 03.06.2016, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 03.06.2016, Qupperneq 12
vel, en segist hafa átt fremur erf- iða ævi og vonast til að ná fótfestu á Íslandi. „Hann var viðskiptavinur vinkonu minnar sem var vændis- kona í borginni. Hann er með sína eigin skrifstofu í Prag enda rekur hann kaffihús í miðborginni, alveg eins og í Reykjavík. Ég var þjónn á veitingastað í miðborginni en átti í vandræðum þegar ég hitti hann og hann bauð mér að koma og hitta sig á skrifstofunni. Hann bauð mér síð- an vinnu í Reykjavík og lofaði mér 300.000 á mánuði og mér leist bara vel á það. Við gerðum engan skrif- legan samning, ég átti að vinna í þrjá mánuði til reynslu en eftir það ætlaði hann að gera fastan samning við mig.“ Áreitti mig stöðugt Elyna segir að eigandi hótelsins hafi spurt hvað hún þyrfti mikinn tíma til að undirbúa sig. Hann hafi síð- an sent sér flugmiða í tölvupósti. „Nokkrum dögum seinna, í byrjun nóvember í fyrra, lenti ég í Keflavík. Hann tók sjálfur á móti mér á flug- vellinum og var mjög kurteis. Hann bauð mér út að borða þegar við komum til Reykjavíkur og lagði sig greinilega fram. Ég man að ég var mjög fegin því það er alltaf svolítið kvíðvænlegt að fara í nýjar aðstæð- ur.“ En það átti þó eftir að síga á ógæfuhliðina þegar líða fór á kvöldið og hann sýndi á sér nýja og aðra hlið: „Þegar við komum á hótelið brá mér mjög mikið þegar hann sagði að ég yrði að sofa í sama rúmi og hann. Það rann upp fyrir mér að hann hélt greinilega að ég hefði verið í vændi, eins og vinkona mín sem kynnti mig fyrir honum. Ég spurði hann hvort ég gæti ekki fengið mitt eigið herbergi en hann sagði nei.“ Hún fullyrðir að hún hafi ekki átt i neinu kynferðissambandi við hann þrátt fyrir að þau hafi deilt rúmi í tvo mánuði að kröfu hans. „Hann reyndi mjög mikið og gerði mér erfitt fyrir, á hverju einasta kvöldi. Hann nauðgaði mér ekki en áreitti mig stöðugt. Ég fékk tíma fyrir sjálfa mig þegar hann var í burtu en hann var tíu daga í mánuði í Prag til að sinna rekstrinum þar og stundum var hann úti á landi um helgar. Ég hefði auðvitað átt að biðja hann oftar um mitt eigið rúm og vera harðari en ég var hrædd um að hann yrði reiður.“ Fyllti 200 vatnsflöskur á jóladag Skömmu fyrir jól kom eigandinn heim með konu frá Litháen og þurfti því að nota rúmið. „Ég fékk loksins mitt eigið herbergi en kon- an flutti í hjónarúmið. Hótelið fyllt- ist af ferðamönnum, það var nóg að gera því ræstingakonan hafði líka fengið frí og sjálfur var hann upptekinn með konunni. Eitt af því sem hann setti mér fyrir var að fylla plastflöskur með kranavatni til að selja ferðamönnunum fyrir 400 krónur stykkið. Á herbergjunum var miði þar sem þeir voru varaðir við því að drekka vatnið, það væri Málið er til rannsóknar hjá lögreglu „Málið er í rannsókn hjá okkur núna,“ segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður en eftir að grunur um mansal á Hótel Adam komst í hámæli lét konan sem átti í hlut sig hverfa um stundarsakir. Hún gaf hinsvegar skýrslu hjá lögreglunni á þriðjudag. Hún útskýrir í viðtalinu við Fréttatímann að hún hafi farið til Prag en rætt við lögreglu eftir að hún kom til baka. „Hún hefur mjög áhugaverða sögu að segja og er að meta með lögreglunni hvaða skref verða tekin í framhaldinu,“ segir Snorri og staðfestir jafnframt að hún hafi greint frá fleiri dæmum sem hún taldi orka tvímælis á vinnu- staðnum. „Við erum að fá inn á borð til okkar fjöldann allan af tilkynningum frá almenningi um ömurlega stöðu erlendra verkamanna hér á landi. Það hefur orðið mikil vitundarvakning í þessum efnum eftir þá umræðu sem hefur átt sér stað.“ Hótel Adam á Skólavörðustíg hef- ur ítrekað komist í fréttirnar, bæði fyrir að selja ferðamönnum á hót- elinu vatn á plastflöskum á okur- verði undir því yfirskyni að krana- vatnið væri ekki í lagi og síðast fyrir vinnumansal, eftir að starfskona hótelsins frá Tékklandi leitaði til lögreglu. Hún hafði ráðið sig í góðri trú til hótelsins fyrir 300 þúsund á mánuði. Þegar á hótelið kom lét maðurinn hana sofa við hliðina á sér í rúmi og nær sex mánuðum síð- ar hafði hún enn ekki fengið greidd laun, nema naumt skammtaða vasa- peninga. „Ég hitti eiganda Hótels Adam út í Prag,“ segir konan sem við getum kallað Elynu en hún vill ekki koma fram undir nafni í viðtalinu af ótta við fordóma, þar sem hún vill gjarn- an vera áfram á Íslandi. Við hittu- mst á kaffihúsi nálægt hótelinu, hún er brosmild og reynir að bera sig Kona frá Tékklandi sem réði sig í vinnu á hóteli á Skólavörðustíg í góðri trú, varð að sofa við hlið vinnu- veitandans, fékk ekki laun í sex mánuði og hafði enga pappíra í höndunum þegar kom að því að sækja rétt sinn. Hún segir sögu sína í Fréttatímanum en áætlað er að um 400 manns séu í svip- uðum sporum á Íslandi. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Hann kom fram eins og ég væri einskis virði Fáum fjöldann allan af tilkynningum um öm- urlega stöðu erlendra verkamanna. Grunur um mansal á Hótel Adam við Skólavörðustíg er nú á borði lögreglu. 12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016 GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.