Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 29
„Hverju barni skal gefa eiginnafn, þó ekki fleiri en þrjú.“ „Heimilt er að gefa barni eitt millinafn auk eiginnafns þess eða eiginnafna.“ „Kenninöfn eru tvenns konar, föður- eða móðurnöfn og ættarnöfn.“ (úr lögum um mannanöfn 1996/45) að konur halda nafni kenninafni sínu þó að þær gangi í hjónaband. Mjög gömul dæmi eru um að fólk kenni sig til móður en þeim hefur farið fjölgandi síðustu áratugi sem velja að kenna sig til móður. Lög- in um mannanöfn verja móður- og föðurnafnakerfið því samkvæmt þeim er ekki hægt að taka upp ný ættarnöfn. Talsvert er um að mannanafna- nefnd berist erindi sem snúast um aðlögun kenninafna fólks af erlend- um uppruna. Dæmi um þetta gæti verið að stúlka eða kona sem á föð- ur að nafni Piotr sæki um að fá að taka upp kenninafnið Pétursdóttir. Yfirleitt eru þess háttar erindi sam- þykkt af mannanafnanefnd. Millinöfn og ættarnöfn Hér á landi hefur verið bannað að taka upp ættarnafn frá árinu 1925. Engu að síður hefur alltaf ver- ið talsverð pressa á að fá að taka upp ættarnöfn. Til þess að koma til móts við þá kröfu var í núgild- andi mannanafnalögum opnað fyrir þann möguleika að taka upp svokallað millinafn. Millinafn líkist ættarnafni að því leyti að þau eru ekki kyngreind eins og eiginnöfn en kenninafn er alltaf haft á eftir millinafni. Áskilið er að millinafn sé dregið af íslenskum orðstofni, það má ekki hafa nefnifallsfallsendingu og ekki má vera hefð fyrir að nota nafnið sem eiginnafn. Heimilt er að nota eignarfallsmynd af eiginnafni foreldris sem millinafn, til dæmis Sigurðar eða Láru. Millinöfn má nota á svipaðan hátt og ættarnöfn þannig að heimilt er að taka upp sem millinafn hvort heldur sem er ættarnafn eða milli- nafn maka. Svipað og í nágrannalöndum Íslensku mannanafnalögin hafa þróast í átt til aukins frjálsræðis eins og mannanafnalög nágranna- landa. Í Noregi eru lögin orðin afar opin og í Danmörku voru regl- ur um nafngiftir rýmkaðar mjög með lögum frá 2006. Á þeim tíu árum sem liðin eru síðan hefur fjöldi nafna á dönsku mannanafna- skránni þrefaldast og telur nú um 22.000 nöfn. Já, það er einmitt líka til mannanafnaskrá í Danmörku. Það er nokkuð augljóst að í breyttu samfélagi er stöðug þörf á að endurskoða lög eins og mannanafnalög. Sá fjöldi fólks sem flyst búferlum milli landa hefur margfaldast undanfarna áratugi. Sumir niðjar þessa fólks vilja halda í nafnahefðir upprunalandsins meðan aðrir velja nöfn úr landinu sem flutt hefur verið til. Þá má velta fyrir sér hvort huga ætti að því að upphefja kynskiptingu eiginnafna með þeim rökum að kynin séu ekki afdráttarlaust tvö heldur geti þau verið mörg og ekkert. Einnig gæti komið til greina að rýmka ákvæði um millinöfn. Markmiðið með því að áskilja að nöfn taki eignarfallsendingu, er meðal annars að standa vörð um fallakerfi íslenskunnar. | 29FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016 Áfram Ísland ... með gegnsærri filmu. Auðvelt að setja á og taka hana af. ER ALLT KLÁRT FYRIR EM?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.