Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 64
Nýjar peysur frá Júníform Mikið úrval Nýjar gallabuxur Margir litir og margar gerðir Verð frá 8.990 kr.- Kringlunni | sími 534 0066 alla föstudaga og laugardaga „Ég var sprautuð með verkjalyfjum í rassinn fyrir hvern leik því ég var meidd.“ Hallbera Gísladóttir í viðtali við amk... á morgun Opna skemmtistað í Lækjargötu Félagarnir Friðrik Ómar Hjör- leifsson, Jógvan Hansen og Vignir Snær Vignisson undirbúa nú opnun nýs skemmtistaðar í miðborg Reykjavíkur. Allir eru þeir þekkt nöfn úr tónlistarbrans- anum og sagt er að staðurinn muni sverja sig í átt við þá félaga. Þannig má líklegt telja að kassagít- arinn verði ekki langt undan með tilheyrandi stuði. Nýi staðurinn verður í Lækjargötu þar sem hinn umdeildi kampavínsklúbb- ur Strawberries var áður til húsa. Hvíslað er að hann muni kallast The Green Room. Friðrik Ómar staðfesti við amk... að þeir vonist til að geta opnað skemmti- stað í miðbænum í sumar en óvíst sé hvenær af verði. Amber Heard, eiginkona Johnny Depp, fékk nálgunarbann á hann á dögunum, í kjölfar þess að hún sótti um skilnað. Sakar hún Depp um að hafa beitt sig bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi og sýndi myndir af áverkum því til staðfestingar. Hún sagðist óttast að hann myndi beita sig aftur ofbeldi, enda væri hann skapstór og ætti við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum en það heldur sífellt áfram að vinda upp á sig. Heard fékk sjálf á sig kæru fyrir heimilisofbeldi árið 2009, gagn- vart þáverandi sambýliskonu sinni, Tasya van Ree. Fljótlega eftir að það mál kom upp á yfir- borðið í fjölmiðlum kom í ljós að Heard hafði reynt að fá kæruna fellda niður skömmu eftir að hún og Depp fóru að stinga saman nefjum. Þetta er eflaust ekki það síðasta sem við heyrum af máli Heard og Depp, en barnsmóðir hans, Vanessa Paradis, og dóttir þeirra, hafa komið honum til varnar. Sagt hann bæði viðkvæman og elsku- legan. Reyndi að fá kæru fellda niður Mál Amber Heard og Johnny Depp heldur áfram að vinda upp á sig Meðan allt lék í lyndi Heard sakar Depp um að hafa beitt sig bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Leikari kominn í bjórinn Leikarinn Höskuldur Sæ- mundsson, sem fyrir nokkrum árum fór með hlutverk morðingj- ans í sjónvarpsþáttunum Pressu, hefur söðlað um og tekið við starfi vörumerkjastjóra hjá Ölgerðinni. Hlutverk hans þar er markaðssetn- ing á bjór. Höskuldur er reyndar ekki alveg ókunnur bjórnum en hann hefur verið kennari í Bjórskólanum um árabil og skrifaði bók um bjór í félagi við Stefán Pálsson. Hann lauk nýverið meistaranámi í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum og virðist því hafa bælt niður leiklist- arbakterí- una – í bili að minnsta kosti. Ásdís Rán flýgur hjá Norðurflugi Fyrirsætan og athafnakon- an Ásdís Rán Gunnarsdóttir fékk á dögunum þyrluflug- mannspróf og safnar nú flugtímum upp í atvinnuflug- mannsréttindi. Ásdís, sem er búsett í Búlgaríu, hefur ráðið sig í vinnu hjá þyrlufyrirtækinu Norðurflugi og mun fljúga með þeim í sumar. Hún er komin til landsins og ætlar að njóta hins íslenska sumars með börnunum sínum þegar hún er ekki í háloftunum. Ásdís hóf þyrluflugnám í Búkarest í Rúmeníu í ágúst á síðasta ári, eftir að hafa látið sig dreyma um flugmannsréttindi í tíu ár. En meðan á náminu stóð ferðaðist hún á milli Rúmeníu, Búlgaríu og Íslands. Þá fór hún til Svíþjóðar í enn meiri þjálfun á fleiri tegundir þyrla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.