Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 66
…EM 2016 2 | amk… FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 Segja má að íslenska landsliðið hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í riðla á EM. Eftir hrikalega erfiðan riðil í undankeppninni þar sem andstæðingarnir voru meðal annars Hol- lendingar, Tékkar og Tyrkir uppskáru strákarnir okkar laun erfiðisins í formi eins auðveldra liða og lið í síðasta styrkleikaflokki getur óskað sér. Að því sögðu eru auð- vitað ekki nein léleg lið í lokakeppni EM og engir auðveldir andstæðingar. En kíkjum á andstæðingana á EM: Frökkum spáð sigri Frakkar eru taldir vera líklegastir sigurvegarar EM samkvæmt veðmálafyrirtækinu William Hill. Frakkar, sem hafa tvívegis unnið keppnina, árin 1984 og 2000, eru með stuðulinn 3/1. Næstir á hæla þeirra koma heimsmeistarar Þjóðverja með stuðulinn 4/1. Tvöfaldir Evrópumeist- arar Spánverja þykja síðan þriðja líklegasta liðið til að sigra með stuðulinn 5/1. Portúgal er sjötta líklegasta þjóðin með stuðulinn 14/1, Austurríki er níunda líkleg- asta þjóðin með stuðulinn 33/1 og Íslendingar eru sextánda líklegasta liðið til að sigra með stuðulinn 80/1. Átta lið eru fyrir neðan okkur og þar á meðal Ungverja- land með stuðulinn 250/1 og síðan reka Albanir lestina með stuðulinn 300/1. Pogba líklegastur sem besti leikmaðurinn Athyglisvert er að sjá að í takt við spá um gott gengi heimamanna Frakka á mótinu þá telur William Hill veðmálafyrir- tækið líklegast að miðjumaðurinn Paul Pogba, sem leikur með Juventus, verði valinn „Maður mótsins“. Stuðillinn á Pogba er 8/1. Landi hans, framherjinn Antoine Griezmann, sem fór hamförum með Atletico Madrid á nýafstöðnu tímabili, kemur næstur með stuðulinn 14/1 ásamt Cristiano Ronaldo. Enn einn Frakkinn kemur svo í kjölfar þeirra, West Ham-leik- maðurinn og aukaspyrnusérfræðingurinn Dmitri Payet með stuðulinn 16/1 ásamt Belganum Kevin De Bruyne, sem spilar með Manchester City og Thomas Müller, hinum þýska markahróki Bayern München. Ísland í þriðja sæti Veðmálasíður spá íslenska liðinu þriðja sæti í F-riðli sem gæti mögulega dugað til að komast í 16-liða úrslitin þar sem tvö efstu liðin úr riðlinum sex komast áfram ásamt tveimur liðum í þriðja sæti sem eru með besta árangurinn. Það er þó athyglisvert að meiri líkur eru taldar á því að Ísland verði í öðru sæti heldur en að Ungverjaland nái þriðja sætinu. Jafnmiklar líkur eru taldar á því að Íslendingar vinni riðilinn og að Ungverjar nái öðru sætinu. Fyrirfram er sem sagt búist við því að Portúgal og Austurríki fljúgi áfram en menn ættu fyrir löngu að vera hættir að vanmeta íslenska liðið. Spyrjið bara Hollendingana. Af öllum leikmönnum íslenska landsliðsins í fótbolta er óumdeilt að Gylfi Sigurðsson er stærsta nafnið og skærasta stjarnan. Hann átti frá- bært tímabil með Swansea í ensku úrvalsdeildinni, skoraði 11 mörk og skoraði auk þess sex mörk í undankeppni EM – mörg hver af- skaplega mikilvæg. Gylfi var í viðtali við netmiðil- inn whoscored.com þar sem hann ræddi um vonir og væntingar ís- lenska liðsins á EM en fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Portúgal í St. Etienne 14. júní næstkomandi. „Að vera fulltrúi þjóðar minnar á EM í Frakklandi er án nokkurs vafa ein af stærstu stundum ferils míns. Að komast í lokakeppnina skiptir íslensku þjóðina gríðar- lega miklu máli en fyrst við erum komnir þangað þá ætlum við að nýta styrkleika okkar til að ná góðum úrslitum í hverjum leik,“ segir Gylfi. Og þótt riðillinn, sem Ísland dróst í, hafi verið erfiður með Tékka, Hollendinga og Tyrki sem andstæðinga, þá voru leikmenn íslenska landsliðsins með skýr markmið, að sögn Gylfa. „Þegar við töpuðum fyrir Króat- íu í umspili fyrir HM í Brasilíu þá settum við okkur það markmið að komast á EM, burtséð frá því hvaða lið væru með okkur í riðli. Markmið okkar var alltaf annað af tveimur efstu sætunum en það var eiginlega ekki fyrr en eftir sig- urinn gegn Hollandi í Amsterdam sem það var áþreifanlegt að við værum að ná markmiði okkar.“ Gylfi segir að liðið mæti ekki með minnimáttarkennd á EM þó íslenska þjóðin sé fámenn og liðið sé í fyrsta skipti í lokakeppni. „Þjálfararnir hafa alltaf sagt að við mætum í hvern einasta leik til að vinna, burtséð frá því hver andstæðingurinn er. Þetta er hug- myndafræði sem leikmennirnir eru sammála og við erum ekki að fara til Frakklands til að fylla upp í fjöldann eða til að liggja í sólbaði. Við ætlum þangað til að spila og vinna leiki.“ Ekki er hægt að tala um árangur íslenska landsliðsins án þess að minnast á þátt þjálfaranna og þá sérstaklega Svíans Lars Lagerbäck sem var kvaddur á Laugardals- velli á mánudagskvöldið. „Lykilat- riði í leik okkar er skipulag og agi. Þjálfararnir okkar, Lars og Heimir, vinna vel saman og hafa unnið frábært starf. Lars er síðan einn reyndasti þjálfarinn í dag og það hefur verið dýr- mætt fyrir okkur.“ Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverja- landi og Austurríki og Gylfi segir liðin vera ólík. „Portúgal hefur sterka einstak- linga eins og Rona- ldo sem við þekkjum allir. Ungverjaland er, líkt okkur, góður liðsandi og skipulag og Austurríki er með gott lið eins og þeir sýndu í undankeppninni. En líkt og ég hef sagt. Við ætl- um að reyna að vinna hvern einasta leik sem við förum í og það breytist ekki. Okkar markmið er að komast upp úr riðlinum og sjá svo til,“ segir Gylfi. Ekki komnir til Frakklands til að liggja í sólbaði Gylfi Sigurðsson segir liðið fara í alla leiki til að vinna og það ætli sér upp úr riðlinum á EM í Frakklandi Langbestur Gengi Portúgals hangir á því hvort Cristiano Ronaldo er í stuði eða ekki. Portúgal, Ungverjaland og Austurríki Lykilmaður Íslenska landsliðið þarf Gylfa Sigurðsson í toppformi á EM. Portúgal, 14. júní klukkan 19 Lið Portúgals er af flestum talið vera mesta „eins manns“ liðið á EM ásamt Svíþjóð. Liðið hverfist í kringum stórstjörnuna Cristiano Ronaldo en menn skyldu þá varast að halda að í kringum hann séu tómir pappakassar. Hafsentarnir Pepe og Bru- no Alves eru engir aukvisar, ungstirnið Renato Sanchez, sem Bayern München keypti nýverið, er frábær og víðförull Ricardo Quaresma getur töfrað fram mörk og stoðsendingar. Síðan skal hafa í huga að Portúgal bar sigurorð af Noregi, sem vann okkur örugglega, á auðveldan hátt, 3-0, í síðustu viku. Þetta verður mjög erfiður leikur Lið Ungverjalands er sennilega það slakasta í riðlinum – svona í það minnsta fyrirfram. Liðið komst á EM í gegnum umspil við Noreg og hefur ekki unnið landsleik á þessu ári. Þeirra helstu hetjur eru hinn 37 ára gamli Zoltan Gera sem knattspyrnuáhugamenn kannast við frá West Brom í ensku úrvalsdeildinni og fertugur Gabor Kiraly sem þekktastur er fyrir að verja mark sitt iðulega í síðbuxum. Mestur möguleiki á þremur stigum í þessum leik Lið Austurríkis hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum. Þeir spila hraðan fótbolta, pressa hátt og keyrðu meðal annars eftirminnilega yfir Svía í Stokkhólmi í undankeppninni. Helsta stjarna liðsins er David Alaba, leikmaður Bayern München, sem stýrir spili liðsins á miðjunni. Allt þarf að ganga upp til að sigur vinnist í þessum leik Mörk Gylfa í undankeppninni Tyrkland heima � Lettland úti 1 Holland heima 2 Holland úti 1 Lettland heima 1 Samtals 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.