Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 72
…EM 2016 8 | amk… föstudagur 10. júní 2016 Ásgeir H Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is Fyrir átta árum sat ég á bar í Kósóvó og ræddi við þarlendar andspyrnu-hetjur. Landið var nýbúið að lýsa yfir sjálfstæði og eftir stutt spjall um ástandið skiptumst við á fót- boltamönnum tveggja smáþjóða – Gylfi og Aron voru ennþá bara unglingalandsliðs- menn þannig að ég bauð Guðjohnsen og Hreiðarsson og fékk í staðinn Valon Behrami, Shefki Kuqi og Lorik Cana. Vandinn var sá að þessir þrír Kósóvar léku með Sviss, Albaníu og Finnlandi – Kósóvskt landslið var ennþá bara fjarlægur draumur, álíka fjarlægur og að Ísland kæmist á stórmót. En nú hafa báðir þessir draumar ræst. Ís- land er komið á EM og Kósóvó er orðið með- limur í FIFA – en þótt landið fari ekki að spila keppnisleiki fyrr en í forkeppni HM næsta haust þá gætu sextán kósóvskir leikmenn verið á vellinum í Lens laugardaginn 11. júní. Sviss eða Albanía? Þá mætast Sviss og Albanía í riðlakeppni EM – en það er alls óvíst að þessi lönd hefðu komist þetta langt ef gamla Júgóslavía hefði ekki liðast í sundur. Margir leikmanna beggja liða hafa keimlíkan bakgrunn; sumir fæddust í Kósóvó og aðrir fæddust í Sviss, rétt eftir að foreldrar þeirra fluttu þangað til að flýja ófriðinn og óöryggið í heima- landinu. Meira en þriðjungur albönsku leik- mannanna eiga unglingalandsleiki að baki með svissneskum ungmennaliðum, alls 8 leikmenn af 23. Naser Aliji fæddist inn í al- banska minnihlutann í Makedóníu áður en hann flutti barnungur til Sviss, hinir sjö eru allir fæddir í Sviss skömmu eftir að foreldrar þeirra flúðu Kósóvó. Þá er markvörðurinn, Etrit Berisha, fæddur og uppalinn í Kósóvó og fyrirliðinn Lorik Cana, Ermir Lenjani og Burim Kukeli eru fæddir í Kósóvó en aldir upp í Sviss. Það eru vissulega ekki jafn margir Kósóvó- -Albanir í svissneska liðinu – en ef við undan- skiljum Shani Tarashaj, kornungan framherja sem er á bókum Everton, eru Kósóvó-Alb- anirnir stærstu stjörnur liðsins. Valon Behrami minntist kósóvsku andspyrnuhetjurnar á hér fyrir ofan, Xherdan Shaqiri hefur þrátt fyrir ungan aldur nú þegar spilað með liðum á borð við Basel, Bayern München, Inter Milan og Stoke og Granit Xhaka var nýverið keyptur til Arsenal á 20 milljónir punda. Granit mun mæta bróður sínum á EM, en varnarmaðurinn Taulant Xhaka kaus albanska örninn fram yfir Sviss, að sögn að undirlagi yngri bróður síns – sem sá eftir að hafa valið svissnesku landsliðstreyjuna. Ástæðurnar sem ráða vali á landsliði geta verið margar og stundum eru þær dramat- ískar – varnarmaðurinn Arlind Ajeti ákvað til dæmis að ganga til liðs við Albani eftir dramatískan leik þeirra við Serba í Belgrad. Það hefur verið grunnt á því góða á milli þjóðanna eftir Kósóvó-stríðin og sumir serb- neskir áhorfendur höfðu kallað „Drepið Albanina“ og kastað blysum á völlinn. Þegar dróni flaug svo yfir völlinn með fána stór-Al- baníu greip einn serbnesku leikmannana drónann – og þá trylltist allt, áhorfendur ruddust inn á völlinn og leiknum var aflýst – og Albanir fengu stigin þrjú eftir ótal áfrýj- anir. Er hægt að skipta um landslið? Venjulega er val á landsliði endanlegt í heimsfótboltanum. Það gildir að vísu ekki um unglingalandsleiki eða vináttuleiki – en um leið og þú hefur leikið keppnisleik fyrir eitt A-landslið er ekki hægt að skipta. Það er hins vegar mögulegt að annað gildi um Kósóvó – þar sem landslið þeirra var ein- faldlega ekki valkostur fyrr en núna. Málið er enn óljóst en líklegt er talið að FIFA muni meta hvert tilfelli sérstaklega. Kósóvó hefur þegar leikið nokkra vináttulandsleiki – og meðal annars hefur Avni Pepa, leikmað- ur ÍBV, spilað með því landsliði. Það er þó ólíklegt að hann haldi sætinu ef hið ótrúlega myndi gerast og allar stjörnur albanska og svissneska liðsins myndu skipta yfir í Kósóvó. Það gæti raunar gert leið Íslands á næsta HM mun torveldari – þar sem líklegast er að Kósóvó verði sett í annan tveggja fimm liða riðla – en Ísland er í öðrum þeirra. En skoðum betur svissneska liðið. Það er eitt það fjölþjóðlegasta sem keppir á EM, fyrir utan þessa fjóra Kósóvó-Albani eru tveir Makedóníu-Albanir til viðbótar sem gætu sömuleiðis spilað með Albaníu, einn Bosníumaður, tveir Kamerúnar, einn Fíl- beinsstrendingur, einn Kongó-búi, einn Grænhöfðaeyjaskeggi, einn Tyrki og einn leikmaður sem á foreldra frá Spáni og Chile. Þannig hefur alþjóðavæðingin fært Svisslendingum 14 landsliðsmenn af 23 – og þessir níu sem eru af svissnesku bergi brotn- ir tala þrjú mismunandi tungumál. Nýlendurnar koma til bjargar Innflytjendur hafi lengi skipt sköpum fyrir evrópskar knattspyrnuþjóðir. Það var hinn mósambíski Eusebio sem kom Portúgöl- um á kortið á HM 1966, Holland hefði aldrei orðið Evrópumeistari 1988 ef þeir hefðu ekki haft hina súrínömsku Ruud Gullit og Frank Rijkaard í liðinu og þegar Frakkar urðu heimsmeistarar 1998 þá var talað um regnbogaliðið og sigur fjölmenningarinnar, en í liði heimsmeistaranna voru leikmenn frá frönskum nýlendum á borð við Gvadalúpe og Afríkuríkjum á borð við Alsír, Senegal og Gana. En þegar það fór að harðna á dalnum urðu hins vegar innflytjendurnir fljótt blóra- bögglar. Didier Deschamps landsliðsþjálf- ari hefur verið sakaður um rasisma fyrir að skilja þá Karim Benzema og Haten Ben Arfa eftir heima, forveri hans, Laurent Blanc, lenti í bobba fyrir að gefa í skyn að svartir leikmenn væru líkamlega sterkari en skorti tækni og þeir Nicolas Anelka og Patrice Evra leiddu alræmda uppreisn gegn Raymond Domenech, forvera Blanc, á heimsmeistara- mótinu árið 2010. Þá hafa sumir gagnrýnt það að franskar akademíur eyði bæði orku og fjármagni í leikmenn sem geta svo valið að spila fyrir allt önnur landslið í framtíðinni. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta eru oftast leikmenn sem komast hvort eð er ekki í franska liðið, ríku Vestur-Evrópuþjóðirnar fá oftast bestu leikmennina – þeir sem eru fæddir þar og geta spilað fyrir minni landslið gera það sjaldnast nema þeir hreinlega sjái ekki fyrir sér að kom- ast í landslið stóru þjóðanna. Fyrir utan það að peningarnir fyrir félagaskipti þeirra fara eftir sem áður til vestur-evrópsku liðanna – og fer því í uppbyggingu þar frekar en í til dæmis Afríku og tryggir því að stóru Evrópuþjóðirn- ar halda áfram yfirburðastöðu sinni. Það er hins vegar ómögulegt að segja með nokkurri vissu hvort þessir leikmenn hefðu orðið betri eða verri ef þeir hefðu alist upp í landi forfeðranna. Knattspyrnukúltúr er flókið fyrirbæri og menn greinir á um hvort bestu fótboltamennirnir verði til í akadem- íum eða á götunni. En það er samt alveg verðugt verkefni að prófa að endurskrifa knattspyrnusöguna eins og hún hefði verið ef persónur og leikendur hefðu verið þeir sömu – en minna hefði verið um stríð og fólksflutninga. Heimsmeistarar sem aldrei urðu Austurríkismenn voru eitt fyrsta stórveldi knattspyrnusögunnar og voru kallaðir Der Wunderteam á millistríðsárunum. Þeir komust í undanúrslit á HM 1934 og úrslitaleik- inn á ólympíuleikunum 1936. Liðið hefði verið sigurstranglegt á HM 1938 – ef Þjóðverj- ar hefðu ekki hertekið landið áður. Stjarna liðsins var Pappírsmaðurinn, gyðingurinn Mathias Sindelar, sem skoraði í sínum síðasta landsleik vorið 1938, í 2-0 sigri á Þjóðverj- um, en í kjölfarið var liðunum tveimur steypt saman í eitt landslið. Það lið hefði með réttu átt að vera gríðarsterkt – en Sindelar neitaði að spila fyrir liðið og austurrísku og þýsku leik- mönnunum kom það illa saman að mórallinn var í molum og liðið var slegið út strax í fyrstu umferð sumarið 1938, á síðasta heimsmeist- aramótinu fyrir heimsstyrjöld. Þau eru ófá liðin sem geta látið sig dreyma um að hafa unnið heimsmeistaramótið ef heimstyrjöldin hefði ekki orðið til þess að mótin 1942 og 1946 féllu niður, en líklegast er þó að Argentínumenn hefðu verið sigur- sælir – miðað við að þeir unnu Suður-Ame- ríkumótið þrisvar í röð á þessum árum, en fótboltinn hélt sínu striki í nýja heiminum á meðan styrjöldin geisaði í þeim gamla. Fyrsta evrópska stórliðið eftir stríðslok voru svo mögnuðu magæjarnir, ungverska liðið sem tapaði eina leiknum sem skipti öllu máli, úrslitaleiknum gegn Þjóðverjum árið 1954. En með réttu hefði þetta lið átt að geta bætt fyrir þau mistök í Svíþjóð fjórum árum seinna. Ungverska uppreisnin árið 1956, sem Sovétmenn börðu niður, kom þó í veg fyrir það. Þrjár af skærustu stjörnunum, þeir Fer- enc Puskás, Sándor Kocsis og Zoltán Czibor, flúðu land í kjölfarið – og við fáum því aldrei að vita hvernig einvígi Puskas og Pele á HM hefði farið. Balkanska dýnamítið Eitt mesta öskubuskuævintýri knattspyrn- usögunnar er sigur Dana á EM 1992, móti sem þeir komust ekki einu sinni á til að byrja með. Það gleymist hins vegar oft að ástæð- an fyrir því að þeir komust á mótið var ekki sú að Danir hefðu verið lélegir í forkeppn- inni, heldur sú að þeir voru með einu besta liði heims, Júgóslavíu, í riðli. Júgóslavneska liðið var að stórum hluta skipað leikmönn- um Rauðu stjörnunnar sem hafði orðið Evrópumeistari árið 1991, þremur árum síðar slátraði AC Milan Barcelona 4-0 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Króatann Bobic og Svartfellinginn Savicevic í fararbroddi, þessi kynslóð var sú besta sem Júgóslavía hafði alið – og hefði vel getað unnið Evrópumótið 1992 og HM 1994 ef þeir Miloševic og Tudjman hefðu ekki att landinu í glórulausa borgara- styrjöld. Árið 1998 náðu Króatar svo bronsi á HM á meðan Serbar komust í 16-liða úrslitin – þótt skærustu stjörnur beggja liða væru flestar komnar á aldur. Alls skiptist gamla Júgóslavía á endanum upp í sjö ríki. Á þessari öld hafa bæði Slóven- ía og Bosnía fylgt í kjölfar Króata og Serba og komist á stórmót (og Svartfellingar verið ansi nálægt því); svo er bara spurning hvort Kósóvar bætist í hópinn. Bræður munu berjast: Kósóvó á EM Bræðurnir Granit (efst) og Taulant Xhaka mætast á EM á laugardag. Granit leikur með Sviss en Taulant með Albaníu. Myndir | NordicPhotos/Getty
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.