Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 8
Fyrir fullorðna og börn, 4 ára og eldri. Fyrirbyggir og meðhöndlar einkenni ofnæmisbólgu í nefi: 9 Hnerri 9 Nefrennsli 9 Kláði í nefi 9 Nefstífla án lyfseðils á góðu verði Notkunarsvið: Glinor nefúði inniheldur natríumcromoglicat og er ætlaður við ofnæmisbólgu í nefi. Frábendingar: Ofnæmi fyrir natríumcromoglicati, benzalkonklóríði eða einhverju hjálparefnanna. Varúð: Innihaldsefnið benzalkonklóríð getur valdið ertingu í húð. Meðganga og brjóstagjöf: Engin skaðleg áhrif á fóstur hafa komið fram við notkun natríumcromoglicats. Engu að síður skal forðast notkun á fyrsta þriðjungi meðgöngu og einungis skal nota lyfið á seinni stigum meðgöngu ef þörf er á. Natríumcromoglicat skilst í litlu magni út í brjóstamjólk. Þessi útskilnaður er sennilega skaðlaus en einungis skal nota lyfið hjá mæðrum með barn á brjósti ef þörf er á. Skömmtun: Fullorðnir og börn, 4 ára og eldri: Einn úðaskammtur í hvora nös tvisvar til fjórum sinnum á dag. Algengustu aukaverkanir: Erting í nefslímhúð getur komið fram i upphafi meðferðar en þessi áhrif eru skaðlaus og tímabundin. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Desember 2015. Nefúði við ofnæmi Skólastjórnendur Ferða- málaskóla Íslands veita vill- andi upplýsingar um vægi menntunar skólans, þetta fullyrða nokkrir fyrrum nemendur, formaður Félags leiðsögumanna, fræðslu- stjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, endurmenntun- arstjóri Háskóla Íslands og stjórnandi við Leiðsöguskól- ann í Kópavogi Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Togstreita er í hópi leiðsögumanna á Íslandi vegna þess að Félag leið- sögumanna viðurkennir ekki menntun frá Ferðamálaskóla Ís- lands. Og vegna þess að aðrir skólar sem bjóða upp á leiðsögunám segj- ast ekki geta metið námið þaðan. Útskrifaðir nemendur eru margir ósáttir við þetta. Ítrekað hefur verið reynt að ná í Friðjón Sæmundsson skólastjóra Ferðamálaskóla Íslands en án ár- angurs. Allnokkrir fyrrum nem- endur við Ferðamálaskóla Íslands segjast í samtölum við Fréttatímann hafa fengið ófullnægjandi og vill- andi upplýsingar um skólagönguna. Þeim hafi meðal annars verið sagt að námið væri metið til eininga í háskólum og þeir myndu fá aðild að Félagi leiðsögumanna, en annað hafi komið á daginn. Nokkrir þeirra vildu fá að hætta í skólanum og færa sig annað á miðjum námstíma, en höfðu skuldbundið sig fjárhagslega til að ljúka náminu. Sumir þeirra hafa leitað til menntamálaráðuneytisins. „Nem- endur við Ferðamálaskóla Íslands hafa óskað eftir upplýsingum um hvort skólinn hafi fengið viðurkenn- ingu og hvort kennt sé eftir viður- kenndri námskrá. Gert er ráð fyr- ir að þeim verði svarað í þessari viku eða þeirri næstu,“ segir Þor- geir Ólafsson, upplýsingafulltrúi menntamálaráðuneytisins. Ferðamálaskólinn er einkaskóli og lýtur öðrum lögmálum en opin- berir skólar sem bjóða upp á leið- sögunám, eins og Endurmenntun Háskóla Íslands og Leiðsöguskólinn sem heyrir undir Menntaskólann í Kópavogi. Ómögulegt að meta námið Stjórnendur í Félagi leiðsögumanna og Leiðsöguskólanum í Kópavogi hafa óskað eftir upplýsingum um uppbyggingu námsins í Ferðamála- skóla Íslands, til að geta metið hvaða fög og einingar útskrifaðir nemend- ur frá Ferðamálaskóla Íslands hafa lokið. Sumir útskriftarnemendur úr Ferðamálaskóla Íslands hafa óskað eftir aðild að félaginu, aðrir hafa viljað bæta við sig námi í Kópavogi. Kristín Hrönn Þráinsdóttir hjá Leiðsöguskólanum í Kópavogi seg- ir að nemendur Ferðamálaskóla Ís- lands hafi fengið misvísandi upplýs- ingar um hvers virði námið þar sé. „Fólk sem hefur útskrifast út Ferðamálaskóla Íslands hefur kom- ið til okkar og viljað fá námið metið til eininga hjá okkur. Það hefur haft hug á að stunda nám, til dæm- is í gönguleiðsögn hjá okkur. Ég hef þá kallað eftir áfangalýsingum og gögnum um það nám sem nemend- urnir luku í Ferðamálaskóla Íslands, en það virðist ekki vera hægt að nálgast slíkar upplýsingar. Enginn af þessum umsækjendum hefur skilað mér þessum göngum,“ segir Kristín Hrönn. Að sögn stjórnenda við Leið- söguskólann í Kópavogi og Endur- menntun hefur námið á báðum stöðum lengst af verið byggt á við- miðunarnámskrá um nám í leið- sögn sem gefin var út af mennta- málaráðuneytinu árið 2004. Sú námskrá var felld úr gildi 1. ágúst 2015. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu hefur Ferðamálaskóli Íslands ekki ósk- að eftir viðurkenningu á námskrá skólans. Í gömlu viðmiðunarnámskránni segir að inntökuskilyrði námsins beri að vera 21 árs aldurstakmark og stúdentspróf. Í Endurmenntun Háskóla Íslands og Leiðsöguskólan- um segja stjórnendur að þessi inn- tökuskilyrði séu virt og aðeins fólk með stúdentspróf eða sambærileg próf fái inngöngu, auk þeirra sem hafa mikla hagnýta reynslu. Námið í Ferðamálaskóla Íslands „er opið öllum þeim sem hafa áhuga á að læra hvernig standa skal að leiðsögn innlendra og erlendra ferðamanna um Ísland,“ segir á heimasíðu skólans. Vilja ekki lækka kröfur Formaður Félags leiðsögumanna segir að af þessum sökum hafi félag- ið ekki viljað veita útskrifuðum leið- sögumönnum frá Ferðamálaskóla Íslands aðild að félaginu, því óvíst sé hvort námið sé viðurkennt af menntamálaráðuneytinu og engar upplýsingar fáist um uppbyggingu námsins. „Við höfum ítrekað reynt að ná samtali við skólastjórnendur eða koma á fundi með þeim, en án ár- angurs. Margir fínir leiðsögumenn hafa útskrifast frá Ferðamálaskóla Íslands en við viljum vita hvern- ig námið er uppbyggt. Við viljum ekki lækka menntunarkröfur sem gerðar eru leiðsögumanna, kröfur um tungumálakunnáttu, öryggi Leiðsögunám Stjórnendur Ferðamálaskóla Íslands sagðir veita misvísandi upplýsingar um vægi námsins „Villt um fyrir nemendum“ „Mér finnst alvar- legt að nemendur frá Ferðamálaskóla Íslands hafa ítrekað hringt í okkur, eftir að hafa skuldbundið sig í nám sem hefur ekkert vægi og Félag leiðsögumanna viðurkennir ekki.“ Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endur- menntunarstjóri Háskóla Íslands. „Ég hef heyrt í nem- endum sem hafa lýst yfir óánægju með að fá upplýsingar sem ekki standast.“ María Guðmunds- dóttir, fræðslustjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Mynd | NordicPhotos/GettyImages 8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.