Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 28
hafnað var vegna amaákvæðisins er nafnið Prinsessa. Eignarfall og íslensk stafsetning Markmiðið með því að áskilja að nöfn taki eignarfallsendingu, er meðal annars að standa vörð um fallakerfi íslenskunnar. Hugsunin er þá sú að eftir því sem nöfnum og heitum sem ekki taka fallbeyg- ingu fjölgar þá muni tilfinning mál- hafa fyrir fallakerfinu veikjast og það loks hverfa eins og gerst hef- ur í mörgum öðrum germönskum málum. Með ákvæðinu um að nafn sam- ræmist íslenskri stafsetningu er meðal annars verið að stuðla að samræmingu á útliti nafna sem líta má svo á að sé nafnbera til gagns því nafn á ekki bara að aðgreina fólk hvert frá öðru, það á einnig að auðkenna það til dæmis þannig að aðrir geti auðveldlega haft upp á viðkomandi og til þess að nafn þjóni þeim tilgangi er það til verulegs hagræðis að möguleikar á stafsetn- ingu séu sem fæstir. Sem dæmi má nefna að tafsamara er að finna fólk í símaskrá ef margir möguleikar eru á að stafsetja nafn heldur en ef að- eins einn möguleiki er fyrir hendi. Litið er svo á að stafirnir c, z og w séu ekki í íslenska stafrófinu og þeir eru því ekki leyfðir nema í nöfnum sem hefð hefur myndast um. Þá er ekki leyfð erlend aðlögun íslenskra nafna, svo sem að sleppa kommu yfir broddstaf. Til Blæs eða Blævar „Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn,“ segir í grein mannanafnalaga um eiginnöfn en meðal nafna sem komið hafa til mannanafnanefnd- ar undanfarin ár eru einmitt nöfn sem til eru á mannanafnaskrá annars kynsins en foreldrar óska eftir að gefa það barni af gagn- stæðu kyni. Flestir muna eftir Blævardóm- inum svokallaða þar sem úrskurði mannanafnanefndar um að stúlka mætti ekki bera nafnið Blær vegna þess að það væri á skrá yfir karl- mannsnöfn var hnekkt, þ.e. stúlka fékk að halda nafni sínu, Blær, og því var bætt á skrá yfir kvenmanns- nöfn þrátt fyrir að vera þegar fyrir á skrá yfir karlmannsnöfn. Beyging nafnanna er þó mismunandi eftir því hvort kynið ber það. Velta má fyrir sér hvort næsta skref í þróun mannanafnalaga gæti verið að upphefja kyngrein- ingu nafna, þ.e. vera ekki með að- greindar skrár yfir kvenmanns- nöfn og karlmannsnöfn en það var einmitt meðal þess sem frumvarpið til breytingar á mannanafnalögum sem lagt var fram í fyrra kvað á um. Til dæmis í ljósi þess að nú hafna sumir því að skilgreina sig annað- hvort sem konu eða karl, sumir láta leiðrétta kyn sitt og liður í því er einmitt að skipta um nafn. Í slíkum tilvikum væri til hagræðis að eigin- nöfn tengdust ekki kynjum. Benda má á að um aldir tíðkuðust nöfnin Sturla og Órækja og Sturla er enn talsvert notað nafn. Þessi nöfn hafa ætíð verið karlmannsnöfn en taka þó kvenkynsbeygingu. Nýlega var kvenmannsnafnið Skaði samþykkt en það tekur karlkynsbeygingu. Þannig eru þegar fordæmi fyrir því að kona beri nafn sem tekur karl- kynsbeygingu og öfugt. Guðmundsson og Sigurðardóttir Mannanafnalögin snúast þó ekki bara um að búa til skrá yfir leyfð eiginnöfn og hafna þeim nöfnum sem ekki teljast samræmast lög- unum. Þau snúast einnig um að varðveita föður- og móðurnafna- kerfið sem er helsta sérkenni ís- lenskrar nafnahefðar og ævaforn germanskur arfur. Þetta kerfi var hinsvegar afnumið með lögum alls staðar annars staðar á Norður- löndunum. Eitt það merkilegasta við föður- og móðurnafnakerfið er Dæmi um nýlega úrskurði manna- nafnanefndar Eiginnöfn Bætt á mannanafnaskrá Alexstrasa – tekur íslenskri beygingu í eignarfalli Júlíhuld – tekur íslenskri beygingu í eignarfalli Manuel – ritháttur nafnsins er ekki í samræmi við almennar ritreglur (enginn broddur yfir u) en rithátturinn uppfyllir skilyrði um hefð Líó – tekur íslenskri beygingu í eignarfalli Mummi – tekur íslenskri beygingu í eignarfalli Hafnað Alexstrasza – samræmist ekki almennum ritreglum íslensks máls og uppfyllir ekki skilyrði um hefð Einarr – samræmist ekki almennum ritreglum íslensks máls og uppfyllir ekki skilyrði um hefð Swanhildur – samræmist ekki ritreglum íslensks máls og rithátturinn uppfyllir ekki skilyrði um hefð Millinöfn Fært á mannanafnaskrá Kling – nafnið er dregið af íslenskum orðstofni Hafnað Blom – nafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni Pollux – nafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni Thor – nafnið hefur áunnið sér hefð sem eiginnafn 28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016 3til15 Notendur Mjög ódýrir í rekstri Mikil gæði í útprentun HP plús öryggi og umsjón Ótrúlegur hraði í útprentun Gæðaútprentun með nýrri byltingarkenndri prenttækni og ódýrir í rekstri. Fáðu ráðgjöf sérfræðinga Opinna kerfa við val á lausnum sem henta þínum þörfum og umhverfi. Umhverfis- vænu prentararnir HP PageWide Nánar á www.ok.is/pagewide
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.