Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 10.06.2016, Side 62

Fréttatíminn - 10.06.2016, Side 62
Unnið í samstarfi við Bryggjuna brugghús Það verður mikið um dýrðir á Bryggjunni brugghúsi á morgun, laugardaginn 11. júní. Þá verður glæsilegt Moët on Ice partí þar sem þessi vinsæli drykkur verður á boðstólum. Moët Ice Impérial er fyrsta kampa- vínið sem gert er til að reiða fram á klaka. Eins og gefur að skilja er þetta einstaklega ferskur drykkur sem smellpassar nú þegar sumarið er gengið í garð. Á morgun fagnar Moët & Chandon kampavínsframleið- andinn 270 ára afmæli og af því tilefni er alþjóðlegum Moët-degi fagnað. Af þessu tilefni blæs Bryggjan brugghús til partís í samstarfi við Ölgerðina. Moët on Ice partíið hefst klukk- an 16 og munu fyrstu 50 gestirn- ir fá að njóta bæði kampavíns og annarra veitinga. Þá verður Moët on Ice til í takmörkuðu upplagi. Plötusnúður mun halda fjörinu gangandi í partíinu til klukkan 20. Þetta partí markar upphaf þema- -mánaðar á Bryggjunni brugghúsi því Bryggjan verður eini staður- inn þar sem hægt er að fá Moët on Ice út júní. Af þessu tilefni hafa sérfræðingar staðarins sett saman þriggja rétta matseðil tengdan Moët on Ice sem verður í boði út júní. Glæsilegt kampavínspartí á Bryggjunni brugghúsi Fyrstu 50 gestirnir fá að njóta kampavíns og annarra veitinga og plötusnúður heldur uppi fjörinu …matur kynningar 14 | amk… FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 Sumarstemning Glæsilegt partí verður á Bryggjunni brugghúsi á morgun, laugardag, þar sem Moët on Ice verður í boði í takmörkuðu upplagi. Nautatartar með hleyptri eggjarauðu, jarðskokkaflögum, piparrótarsnjó og smjörsteiktu rúgbrauði Bjór: Myrkvi Nr.13 „Þetta er kaffibættur porter, en það er Reykjavík Roasters sem sérristar fyrir okkur kaffi sem við völdum sérstaklega með þeim fyrir bjórinn. Við völdum hann fyr- ir forréttinn þar sem hann hefur góða fyllingu og létta ristun til að passa með nautinu og ekki síður rúgbrauðinu.“ Stökksteiktur skarkoli með rauðrófum, kapers, brúnuðu sítrónusmjöri og kartöflum Bjór: Fjólubláa Höndin „Léttsýrður og brettaður blá- berja-saison sem inniheldur heilan helling af íslenskum aðal- bláberjum. Við völdum þennan bjór til að halda réttinum ferskum og léttum, berjatónarnir pössuðu vel inn í heildar bragðupplifunina og sýran virkaði við að hreinsa munninn af fitu milli bita. Þetta gekk vel upp og þessi sigraði í sinni lotu.“ Stikkilsberjapæ með vanillukremi Bjór: Surtur Nr. 38 „Þetta er 10.8% vanillubættur Imperial Stout. Hann er marg- slunginn og ríkur af súkkulaðitón- um og vanillan ýtir vel undir þá í bragðupplifun. Hann passaði því vel við vanillukremið og sætindin í eftirréttinum og hentar reyndar vel við marga sæta eftirrétti. Hitti beint í mark.“ Matseðillinn var svo svona: Miklar vinsældir Bryggjan brugghús var opnuð á síðasta ári og hefur notið mikilla vinsælda. Bryggjan er sjálfstætt brugghús, veitingastaður og bar við höfnina í Reykjavík sem leggur áherslu á fersk hráefni og gæða bjór af ýmsum tegund- um sem dælt er beint úr brugghúsinu. „Það var sérstaklega gaman að fá boð um þátttöku í Bryggeribråk þar sem það hefur einmitt verið eitt af megin markmiðum Borg- ar frá stofnun að kynna fyr- ir landsmönnum hversu góður kostur bjór er með ýmiskonar mat,“ segir Sturlaugur Jón Björns- son, bruggmeistari í Borg brugg- húsi. Mæta Dönum í næstu umferð Borg brugghús var á dögunum valið til þátttöku í Bryggeribråk, keppni brugghúsa á Norður- löndunum í pörun á mat og bjór. Á dögunum lagði Borg brugghús hið norska Ego Brygghus að velli í annarri umferð keppninnar og hefur því tryggt sér sæti í fjórð- ungsúrslitum. Ego Brygghus er frá Fredrikstad og hafa brugg- meistarar þess vakið athygli fyrir áhugaverða og frumlega bjóra. Borg mætir Svaneke-brugghúsinu frá Borgundarhólmi í Danmörku í næstu umferð keppninnar í sept- ember. Bjór hentar vel í paranir með mat Sturlaugur segir að gaman hafi verið að fylgjast með þróun í bjór- menningu hér á landi undanfar- in ár. „Bragðflóra bjórsins nær yfir svo ótrúlega mikið svæði og margar víddir en gjarnan er Bjórinn er spennandi hluti af matarmenningu Borg brugghús er komið í fjórðungsúrslit í norrænni keppni í pörun á mat og bjór og Sturlaugur bruggmeistari segir að bjórmenning sé sífellt að batna hér á landi Íslenskur sigur. Bruggmeistararnir Sturlaugur Jón Björnsson, Valgeir Valgeirsson og Árni Long skáluðu fyrir góðum árangri í Bryggeribråk, keppni brugghúsa á Norðurlöndunum. talað um hann sem fjölbreyttasta drykk sem völ er á. Það er einmitt þessvegna sem hann hentar vel í paranir með ólíkum réttum, eins og sífellt fleiri matgæðingar eru að komast að. Á svæðum þar sem bjórmenning hefur verið hve mest er þetta partur af almennri matar- menningu líka,“ segir hann. „Fyrir nokkrum árum sáu lang flestir sama drykkinn fyrir sér hér heima þegar þú sagðir bjór; sirka 5% ljósan lagerbjór með mjög sett- legu bragði. Vitneskja um mismun- andi bjórstíla og vinsældir þeirra er að breyta þessu til muna og trúlega að færa okkur bjórmenn- ingu í fyrsta skipti, í það minnsta frá bannárunum. Nú má sjá fólk drekka allt frá fölgulum beiskum IPA-bjórum yfir í ristaða stout og portera með tveggja stafa áfengis- prósentu, í villigerjaða súrbjóra og allt þar á milli. Það er þessi breidd sem gerir bjórinn svo spennandi með ólíkum réttum, og svo auðvit- að við matargerð líka.“

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.