Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 54
Þau bíta til að fá eitthvað eða losna undan einhverju Heil og sæl, kæra ráðþrota móðir og þakka þér innilega fyrir bréfið. Trúlegast er dóttir þín einfaldlega í uppgötvunarferli sem nú er tíma- bært að linni. Mér sýnist hún vera bráðheppin og viljasterk telpa með nóg af fólki til að dekra sig dálítið og auðvitað beitir hún öllum til- tækum ráðum til að fá sínu fram- gengt. Slíkt er fullkomlega eðlilegt fyrir börn á öðru aldursári. Þau geta tjáð sig að einhverju leyti en grátur en enn eitt sterkasta tján- ingartækið og svo bíta þau, slá og hárreyta – stundum í vanmætti og vanlíðan, stundum til að fá sínu framgengt eða forðast það sem þau vilja ekki og stundum í skapofsa sem þau hafa ekki heila- þroska til að stöðva sjálf. Hvað virkar ekki? Bit-tímabil barna byrjar sem til- raun með nýuppgötvað áhald en hegðunin má vitaskuld ekki festast í sessi, hvorki sem stjórnleysi í leik né vopn á aðra. Þú hefur prófað margt sem ég get staðfest að virkar ekki. Svonefnt „time-out“ virkar ekki fyrir þennan aldur, hún hefur takmarkaðan þroska fyrir samræður og útskýringar og loks munu skammir eða hunsun; ganga í burtu og láta sem ekkert sé, held- ur ekki virka. Þegar hún prófar að bíta sjálfa sig, virkar alls ekki að veita því athygli; það er bara til- raun hennar með vopnið og skað- ar ekki aðra – langflest börn prófa þetta á einhverjum tíma. Afleiðingar virka Það sem virkar best, er tvennt. Annars vegar verða þau að finna og sjá þær afleiðingar sem bitið hefur og þá er ég að tala um sterk og heiðarleg viðbrögð. Því skil ég vel að þú hafir misst stjórn á þér og slegið til hennar með tilheyr- andi gráti ykkar beggja. Þar fann hún tilfinningaþrungin viðbrögð sem afleiðingu og slíkt skilur hún. Vissulega er ég ekki að mæla með að fullorðnir slái til barna en áþreifanleg viðbrögð eru nauðsyn- leg. Það má hrópa og gráta til að sýna sársauka, sumir láta barnið strax bíta í sápu til að það fái ær- legt óbragð í munninn og fleira sem foreldrar grípa til. Ég sjálf mæli með að grípa verulega fast um kinnar barnsins þannig að það verki sárt undan eigin tönnum og segja hvasst og mjög ákveðið STOPP um leið og bit hefur átt sér stað. Afleiðingarnar verða sem sagt að vera tilkomu- miklar og framkvæmdar án hiks til að barnið trúi að hinum full- orðnu sé rammasta alvara, ella virkar það ekki. Nánd og skilningur Hins vegar verðum við alltaf að muna að barnið er að bregðast við einhverju, þegar það bítur. Dóttir þín vill ekki að stóri bróðir hætti að leika og hún vill meiri athygli frá mömmu og pabba og hún vill að afi lesi núna eða amma hætti að troða henni í útifötin. Þarna er tíminn til að taka hana í fangið, spjalla blíðlega og hlusta á hana og óskir hennar til að henni gangi betur með skapið sitt. Á þessum góðu stundum sem og öðrum er svo kjörið að strjúka henni hlý- lega um kinnarnar, hrósa henni fyrir að vera ekki að bíta og hjálpa henni að æfa orðin sín. Gangi þér og ykkur allt í haginn, ykkar Magga Pála Sæl vertu, Magga Pála. Ég leita til þín því ég er eiginlega orðin ráð- þrota. Dóttir mín bítur mig og mér finnst ekkert virka ... Hún er að verða 19 mánaða og ég er ekki alveg viss um hvað er langt síðan hún byrjaði á þessu, sennilega svona 3-4 mánuðir. Mér finnst ég hafa reynt allt til að fá hana til að hætta. Ég hef reynt að útskýra fyrir henni rólega að þetta sé vont, ég hef sett hana frá mér og labbað í burtu, ég hef sett hana á stól og látið hana sitja þar í 1 mínútu, ég hef orðið reið og um daginn brá mér svo mikið þegar hún beit mig því það var svo hrikalega vont, að ég sló til hennar. Ekki fast en ég veit eiginlega ekki hvort tárin láku hraðar hjá mér eða henni í það skiptið. Eina sem ég hef ekki gert er að láta eins og ekkert sé og ekki sýna nein viðbrögð. Í gær beit hún mig svo fast að það sér á mér. Mér finnst ég ekki geta fundið neitt mynstur í þessu hjá henni nema að það er fyrst og fremst ég sem hún bítur. Hún hefur tvisvar sinnum bitið bróður sinn sem er mun eldri en hún, ömmu sína einu sinni og einu sinni reynt að bíta pabba sinn. Hún gerir þetta bæði ef hún er glöð í leik og ef hún er pirruð ... Það sem ég hef enn meiri áhyggjur af er að hún hefur tvisvar sinnum bitið sjálfa sig þannig að tannaförin eru greinileg í smá tíma á eftir ... Hún er ekki byrjuð í leikskóla og hefur bara verið í pössun hjá ömmu sinni og afa þannig að ekki hefur hún lært þetta af öðrum börnum ... Uppeldisáhöldin „Verða sjá afleiðingar bitsins“ Sendið Möggu Pálu spurningar á maggapala@frettatiminn.is og hún mun svara í næstu blöðum. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Þar sem við feðgarnir (Úlfur Kalman 4 ára og Baltasar Bragi 2 ára) erum ekki á bíl þá erum við duglegir að nýta það sem nærumhverfi okk- ar í Vesturbænum býður upp á,“ segir Markús Már Efraím, ritlist- arkennari og fjölskyldufaðir með meiru. Að hans sögn er ýmislegt hægt að bralla vestur í bæ. „Við förum í göngutúra um hverfið og niður á höfn, heimsækj- um bókasafnið, kíkjum í fjöruna við Ægisíðuna og flökkum á milli allra földu rólóvallanna á Högun- um. Þegar eitthvað sérstakt er í boði eins og nýleg Vatnsmýrarhá- tíð og sjómannadagurinn, þá sækjum við gjarnan þangað. Ef maður er duglegur að fylgjast með á Facebook eða vefsíðum, eins og Úllendúllen, þá er nánast alltaf hægt að ramba á einhverja við- burði. Svo er alltaf gott að breyta til með því að taka strætó í Laugar- dalinn, rölta um Grasagarðinn og heimsækja Fjölskyldu- og húsdýra- garðinn. “ Markúsi finnst þó alls ekki nauðsynlegt að vera alltaf með skipulagða dagskrá fyrir börn- in. „Þetta hljómar kannski illa en ég er með hálfgert „laissez-faire“ viðmót til útiverunnar og leyfi strákunum oft að stjórna ferðinni. Ef þeir eru hamingjusamir með að leika sér í sömu rólunni í klukku- tíma þá er það bara best í heimi þá stundina og við reynum, a.m.k., að njóta þess að vera í núinu held- ur en að stressa okkur á að halda í skipulagða dagskrá.“ Þeir feðgarnir reyna að eiga góð- ar samverustundir alla daga, ekki bara um helgar. Þá heimsækja þeir gjarnan uppáhalds staðinn sinn, Vesturbæjarlaugina. „Alla jafnan förum við á hverj- um degi í sund eftir leikskóla og þó okkur líði hvergi betur en í Vesturbæjarlauginni þá notum við stundum rýmri tímarammann um helgar til þess að heimsækja aðrar sundlaugar á höfuðborgarsvæð- inu.“ Leyfir strákunum að stjórna ferðinni Markús Már vill frekar njóta þess að vera í núinu með sonum sínum heldur en að stressa sig á skipulagðri dagskrá Fá að ráða Ef strákarnir eru hamingjusamir með að leika sér í sömu rólunni í klukkutíma þá fá þeir að gera það. …fjölskyldan 6 | amk… FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 Erlendur fyrirlesari: Vikki G. Brock, PhD, MCC höfundur ” Sourcebook ofCoaching History“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.