Fréttatíminn - 09.07.2016, Síða 2
Úr skýrslu Womens Refugee
Commission frá febrúar 2016
Í ljósi fjölda umsækjenda um hæli í Sví-
þjóð og Þýskalandi gerði WRC sérstaka
rannsókn og úttekt á stöðu kvenna í hæl-
iskerfum ríkjanna.
Niðurstaðan er í grófum dráttum sú að
aðbúnaður kvenna sem orðið hafa fyr-
ir ofbeldi sé óviðunandi, auk þess sem
stefna og framkvæmd ríkjanna setji kon-
ur í aukna hættu. Þrátt fyrir að bæði rík-
in viðurkenni kynbundnar ofsóknir sem
grundvöll fyrir stöðu flóttamanns þurfa
konur og stúlkur að rata í gegnum sífellt
flóknara laga- og stjórnsýsluumhverfi án
fullnægjandi stuðnings.
Brottvísun Mæðgurnar
Torpikey og Maryam verða
sendar aftur til Afganistan
þrátt fyrir alvarlega heilsu-
kvilla og meingallaða með-
ferð í Svíþjóð. Móðirin hefur
verið á flótta í fimmtán ár.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
„Torpikey þjáist af kvíða og svo mik
illi áfallastreitu að hún er farin að
glíma við líkamleg einkenni þess,
eins og til dæmis alvarleg minnis
glöp. Niðurstaða kærunefndar
kemur mér því verulega á óvart,“
segir Arndís K. Gunnarsdóttir, lög
fræðingur hjá Rauða krossinum, en
mæðgurnar Maryam Raísi og Torpi
key Farrash bíða nú eftir að verða
sendar til Afganistan eftir ellefu
mánaða dvöl á Íslandi.
Maryam og Torpikey hafa ver
ið á flótta í fimmtán ár. Þegar Mar
yam var fjögurra ára tóku talíbanar
völdin í Afganistan og þær neyddust
til að flýja Kabúl. Síðan hafa þær ver
ið á flakki milli Írans og Afganistan.
Þegar stríðsherra í Afganistan ætlaði
að taka sér Maryam sem konu ákvað
Torpikey að flýja til Evrópu. Eftir
langt ferðalag komu þær til Svíþjóð
ar þar sem þeim var neitað um hæli
eftir þriggja ára dvöl. Þá fóru þær til
Íslands þar sem þeim var neitað um
hæli eftir þrjá mánuði.
Arndís kærði ákvörðun Út lend
inga stofnunar til kærunefnd
ar útlendingamála. „Niðurstaða
nefndar innar hefur ekki verið kynnt
en þar sem málið er komið til lög
reglu þýðir það bara eitt; að þær
verða sendar aftur til Svíþjóðar og
þaðan til Afganistan,“ segir Arndís.
Hún segir niðurstöðu Útlendinga
stofnunar því miður ekki koma á
óvart, gríðarlega erfitt sé að fá ís
lensk stjórnvöld til að veita konun
um skjól eftir að Svíar hafi ákveðið
að vísa þeim þaðan. „Ég tel að þær
hafi ekki fengið fullnægjandi lög
fræðilegan stuðning í Svíþjóð. Þar
var þeim synjað um hæli vegna þess
að umsókn þeirra er túlkuð þannig
að þær séu að „leita að betra lífi“,
og þær því skilgreindar sem „efna
hagslegir flóttamenn“ í leit að leð
ursófa og flatskjá. Staðreyndin er
sú að þær eru í leit að „lífi“. Það er
því orðalagið sem verður þeim að
falli en opinberar skýrslur sýna að
þetta er algengt vandamál í Svíþjóð.
Vandamálið er að það verður aldrei
viðurkennt hér á landi,“ segir Arn
dís.
Það kemur Arndísi ekki á óvart
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016
Um ofbeldi gegn
konum í Afganistan
87,2%
kvenna hafa upplifað annaðhvort and-
legt, líkamlegt, kynferðislegt ofbeldi eða
hafa verið þvingaðar í hjónaband.
60%
kvenna hafa upplifað margskonar
ofbeldi.
Nauðgun
er ekki viðurkennd innan hjónabands.
Heimilisofbeldi
er ekki viðurkennt sem glæpur.
17,3%
stúlkna eru giftar á aldrinum
fimmtán til nítján ára.
ÚR SKÝRSLU SÞ FRÁ 12. MAÍ 2016
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
Á R A Grillbúðin
AFMÆLISTILBOÐ
39.900
FULLT VERÐ 49.900
Hjólavagn
Kr. 14.900
gasgrill 2ja brennara
50 áraAFMÆLISTILBOÐ
Þetta frábæra
2ja brennara
verðlaunagrill
er komið
aftur í nýrri
útgáfu
Opið laugardag 11-16
grillbudin.is
Minnislaus af áfallastreituröskun
send úr landi af Útlendingastofnun
Arndís K. Gunnars-
dóttir, lögfræðingur
hjá Rauða Krossin-
um, batt vonir við að
kærunefndin tæki
ástand Torpikey til
greina.
Maryam og Torpikey hafa verið á flótta frá Afganistan frá því að Maryam var fjögurra ára gömul. Mynd | Hari
að íslensk stjórnvöld taki, líkt
og stjórnvöld í Svíþjóð, ekki til
lit til óvenju erfiðra aðstæðna afg
anskra kvenna. Hún batt þó vonir
við að kærunefndin myndi snúa
ákvörðuninni í ljósi ástands Torpi
key en Torpikey þjáist af alvarlegum
kvíða og er að svo stöddu minnislaus
vegna áfalla streitu röskunar.
Aðspurð segir Torpikey að henn
ar bíði ekkert nema dauðinn í
Afganistan. Maryam hefur miklar
áhyggjur af móður sinni og framtíð
inni og hefur lítið getað sofið síðustu
daga vegna kvíða. „Ég er svo þreytt.
Stundum langar mig bara að deyja.
Ég hef gert lítið annað en að gráta
síðustu daga. Ég skil ekki af hverju
það er talað um mannréttindi og
kvenréttindi á Vesturlöndum því ég
hef ekki upplifað þessi réttindi.“
Landmælingar Íslands vinna
í sumar að því að taka nýja
mælipunkta í svokölluðu
landshnitakerfi fyrir Ísland.
Verkefnið liggur til grund-
vallar allri kortagerð og
landmælingum hér á landi.
Jarðskorpuhreyfingar á Ís
landi eru miklar, enda er landið
á flekaskilum Ameríku og
Evrasíuflekanna. Því er nauðsyn
legt, til að tryggja nákvæmni í
landmælingum, kortagerð og
framkvæmdum, að endurmæla
reglulega svokallað grunnstöðv
anet landins. Verkefnið, sem hófst
á dögunum, er unnið í samstarfi
Landmælinga Íslands og Vega
gerðarinnar. Auk þess styðja
Landsvirkjun og Landhelgis
gæslan við starfið.
Aðeins tvisvar áður hefur þessi
grundvöllur landmælinga hér á
landi verið mældur
með nútíma GPS
tækni. Mælip
unktarnir eru
123 talsins um
allt land, en fyrsta
mælingin fór fram
á Valhúsahæð á Sel
tjarnarnesi á dögun
um. Valhúsahæð hefur verið
grunnpunktur í landmæl
ingum allt frá árinu 1904.
Að loknu mælingaferl
inu í sumar verður gefin út ný
viðmiðun fyrir Ísland. Gera má
ráð fyrir að bjögun frá því að
síðast var mælt (2004) sé 20-25
cm og bjögun frá mælingu þar
á undan (1993) sé 40-50 cm, að
því er fram kemur á vef Land
mælinga Íslands. Það er því ljóst
að nákvæmni er mikilvæg, bæði
við allar mælingar, kortagerð og
framkvæmdir í framtíðinni. | gt
Ísland mælt upp á nýtt
Gera má ráð fyrir að
bjögun frá því að síðast
var mælt (2004) sé 20-25
cm og bjögun frá mæl-
ingu þar á undan (1993)
sé 40-50 cm.
Býflugur Sífellt fleiri gerast
býflugnabændur.
„Því miður drapst 65% af öllum
býflugnastofninum í landinu þar
síðasta vetur,“ segir Egill Rafn
Sigurgeirsson, formaður Býs, bý
flugnafélags Íslands. Egill kom til
landsins frá Álandseyjum í vik
unni með 39 kg af býflugum og 26
drottningar.
Hann segir ganga frekar illa að
halda býflugur á Íslandi en áhugi
fólks sé samt mikill. Nýju flugurnar
bæti upp búin sem hafi fallið síð
ustu ár og gott betur en það.
Sjálfur er Egill einn af frumkvöðl
um þessarar ræktunar hér á landi.
„Ég flutti heim til Íslands árið 1998
eftir að hafa verið með býflugur í
tíu ár og tók þær með heim. Það
skemmtilegasta við þetta hobbí er
dýrið sjálft og samfélagsmyndunin
hjá þeim. Mér finnst langskemmti
legast að fylgjast með þeim og sjá
hvernig þær vinna. Hunangið er
bara bónus,“ segir Egill en það vakti
athygli blaðamanns að hann var
léttlæddur í engum hvítum galla þar
sem hann stússaðist með flugurnar.
„Þetta eru svo gæfar flugur að það
er ekkert að óttast. Þetta er eins og
hver önnur ræktun, maður ræktar
gæðinga og gæfar flugur.“ | hh
„Hunangið er bónus en þetta er
samt háklassahunang. Það er hvergi
hreinna því hér er lítið sem ekkert
sprautað svo þær lifa eingöngu á
villiblómum.“
Margrét Lára Viðarsdóttir, lands
liðskona í fótbolta, sagði í viðtali í
þættinum Women's hour á BBC 4
í gær að árangur Íslands í fótbolta
skýrist af þjálfuninni. Stelpur og
strákar séu frá 5 ára aldri þjálfuð
af menntuðum þjálfurum. Núna sé
jafnræði í þjálfun beggja kynja og
krakkarnir geti valið nánast hvaða
íþrótt sem er til að leggja stund
á. Þá sé aðstaðan orðin mjög góð.
Hægt sé að æfa innanhúss allan
ársins hring. | þt
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúd
enta, braut gegn lögum um persónu
vernd þegar meðlimur Vöku hringdi
í nemanda skólans sem er skráður á
bannskrá Þjóðskrár Íslands. Hringj
andi hugðist kynna stefnumál stúd
entafélagsins fyrir einstaklingnum
og segir í málsvörn Vöku að viðkom
andi hafi líklega fundið númerið á
innraneti skólans, Uglunni.
Vaka baðst afsökunar á mistök
unum og baðst afsökunar á að hafa
hringt í einstaklinginn. | vg
Persónuvernd
Vaka hringdi
í nemanda
á bannskrá
Nýjar drottningar til landsins Margrét LáraÞakkar
menntuðum
þjálfurum