Fréttatíminn - 09.07.2016, Page 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016
Krúttlegur bær!
Jess og Jemma frá London, Englandi: „Við komum fyrir nokkrum dögum
en erum í stuttu stoppi á leið til Bandaríkjanna að hitta vini okkar. Þetta
er skemmtilegt land og borg. Rosalega ólík London, auðvitað,“ segir Jess.
„Síðustu daga fórum við Gullna hringinn en í dag höfum við bara verið
að skoða Reykjavík. Krúttlegur bær!“ segir Jemma.
Íslenskar konur
svo fallegar
Chris, Frank og Henry frá
Brighton, Englandi: „Við flug-
um til Keflavíkur fyrir rúmum
tveimur vikum og höfum bara
verið hjólandi síðan. Fórum í
Þorlákshöfn, Selfoss, Hveragerði
og Grindavík. Búin að vera flipp-
uð ferð,“ segir Chris. „Okkur
finnst íslenskar konur svo fal-
legar en það sem hefur komið á
óvart er að við erum sólbrennd-
ir. Sól á Íslandi! Hverjum hefði
dottið það í hug?“
Í annað
skipti á
Íslandi
Florian frá Leipzig, Þýska-
landi: „Þetta er annað
skiptið mitt hérna. Ég kom
hingað fyrir tveimur árum
og fannst svo gaman að
ég vildi koma aftur. Ég hef
aðallega verið að ganga en
ég var á Skógum og labb-
aði frá Þórsmörk í Land-
mannalaugar. Þetta land
er mjög ólíkt Þýskalandi
og náttúran er engri lík.“
Komu með bílinn til Íslands
Camilla, Nils og Tomte litli frá Hamborg, Þýskalandi: „Við komum með
Norrænu og byrjuðum því ferðina á Seyðisfirði. Keyrðum síðan norð-
urleiðina til Reykjavíkur og fórum á Landsmót hestamanna enda mikið
hestafólk. Ég bjó hér og starfaði þegar ég var yngri,“ segir Camilla. Nils
tekur til máls: „Við förum með ferjunni heim þannig við keyrum núna
suðurleiðina og okkur langar að sjá Jökulsárslón. Erum á bílnum okkar,
komum með hann til landsins.“
Fjölmennt stúlknanámskeið á
vegum FC Barcelona hófst í gær
en um 300 stúlkur sóttust eftir að
komast á námskeiðið sem fram fer
við Valsheimilið. Um er að ræða
átak á vegum Barcelona, en til
stendur að fara um Evrópu með
samskonar námskeið fyrir stúlkur,
en Ísland er fyrsti viðkomustaður-
inn í Evrópu.
Á meðal leiðbeinanda á nám-
skeiðinu er Dagbjört Ína Guð-
jónsdóttir, sem er dóttir hand-
boltakappans Guðjóns Vals
Sigurðssonar, en hún spilaði
meðal annars með unglingaliði
Barcelona á Spáni. | vg
Íslenska kvikmyndin Human
Timebombs vann tvenn verðlaun í
liðinni viku á kanadísku hátíðinni
Neuro Film Festival. Ágústa Fann-
ey stendur að gerð myndarinnar
en hún vann til verðlauna fyrir
Bestu mynd keppninnar og Vin-
sælustu myndina, að mati áhorf-
enda. Human Timebombs er heim-
ildarmynd sem fjallar um hina níu
ára gömlu Sunnu Valdísi Sigurðar-
dóttur og fjölskyldu hennar við
AHC-taugasjúkdóminn sem talinn
er flóknasti taugasjúkdómur sem
vitað er um. Ágústa hefur auk þess
fengið verðlaun fyrir myndina á
Accolade Global Fiml Competition
í flokknum „Woman Filmmakers“.
Myndina er hægt að sjá í Sarpi
RÚV til 19. júlí. | bg
Mynd | Hari
Stúlknanámskeið Barcelona hafið
Verðlaun fyrir bestu og
vinsælustu myndinaTil sölu
Mercedes Bens Actros 1851 dráttarbifreið
árg.2007 og malarvagn Schmitz Gotha 3-Achs árg
2012 með segli.
Verð 7,6 millj. +vsk.
Uppl. vadvik@vadvik.com & sími 8214625.
20-70%
sumarmarkaður
ellingsen
afsláttur
af öllum vörum