Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016 Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 50 áraAFMÆLISTILBOÐ Nr. 12961 Á R A gasgrill 4ra brennara AFMÆLISTILBOÐ 99.900 Grillbúðin • 4 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Gashella í hliðarborði • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Einnig til svart • Afl 14,8 KW www.grillbudin.is Matarsóun Ástæður þess að afföll verða á íslensku grænmeti eru meðal annars vegna lélegra merkinga grænmetis í búðum. Neyt- andinn blekkist og heldur að erlent grænmeti sé íslenskt, segir framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Félagið hefur verið gagnrýnt fyrir að henda miklu græn- meti. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Gunnlaugur Karlsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags garðyrkju- manna, segir að óhjákvæmilega verði afföll af grænmetisfram- leiðslu. Miklar sveiflur séu í eftir- spurninni, til dæmis seljist meira af grænmeti í góðu veðri. Það geti því komið fyrir að farga þurfi því sem skemmist. Það sé hinsvegar ekki stórt vandamál hjá sölufé- laginu, margskonar úrræði séu til að sporna við sóun og oftar en ekki sé eftirspurnin meiri en framboðið. Dóra Svavarsdóttir matreiðslu- meistari gagnrýndi í Fréttatíman- um í síðustu viku að fleiri hundruð kílóum af heillegu grænmeti væri hent hjá sölufélaginu. Hún sér um að færa starfsmönnum þar hádegismat og sagði að sér blöskraði að sjá grænmetismagnið í ruslagámunum. „Við höfum í áraraðir gefið bæði Fjölskyldu- hjá lpinni og Rauða krossin- um grænmeti frekar en að henda því,“ segir Gunnlaugur. Hann nefnir að þrátt fyrir herta löggjöf um merkingar uppruna- lands grænmetis sé þeim verulega ábótavant í búðum. „Neytandinn þarf að hafa mikið fyrir því að finna út hvert upprunaland vör- unnar er. Sumstaðar stendur það aftan á pakkanum, en oft heldur neytandinn að hann sé að kaupa íslenskt þegar varan kemur að utan. Stjórnvöld hafa ekki staðið sig í að hafa eftirlit með merkingum. Það er grundvallarmál að neytandinn hafi upplýst val við kaup á matvöru.“ Aðspurður um hversu miklu grænmeti sölufélagið hendi á viku, segist hann ekki getað svarað því. „En við vinnum markvisst að því að minnka sóun. Við höfum kom- ið á markað tómatvörulínu til að minnka sóun, við seljum útlits- gallað grænmeti svo sem brotnar gulrætur, niðurskorið sem snakk. Eins hafa ákveðnar stærðir af kar- töflum ekki selst vel og því bjóðum við nú kartöflubáta, sem seljast mun bet- ur. Enn er nokkur sóun á gúrkum og fleiri vöru- flokkum og við erum að prófa okkur áfram með- al annars með súrsun og f leiri úr- ræðum.“ Íslenskt grænmeti illa merkt í búðum Gunnlaugur Karls- son segir margt gert til að minnka sóun á íslensku grænmeti. Samfélag Andlát hins fjögurra ára Arons Hlyns Aðalheiðarsonar var óvænt en móðir hans samþykkti fljótlega að sonur sinn yrði líffæragjafi. Hjarta hans var grætt í fjögurra ára stúlku. Aðstæður móður Arons Hlyns hafa verið til um- fjöllunar eftir að henni var synjað um útfararstyrk. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is Móðir Arons Hlyns, Aðalheiður Erla Davíðsdóttir, samþykkti að sonur sinn yrði líffæragjafi þegar ljóst var að hann myndi látast af heilablæð- ingu nú í byrjun júlí. Ákvörðunin hefur þegar bjargað lífi fjögurra ára stúlku. „Þegar ljóst var hvernig þetta færi, þá samþykkti hún að líffæri hans yrðu gefin,“ segir amma Arons og móðir Aðalheiðar, Stella Leifs- dóttir. „Það kom hingað teymi frá Sví- þjóð,“ segir Stella og það tókst að nýta öll líffæri Arons nema lungun. Nú þegar hefur jafnaldra hans feng- ið hjartað, en Stella segist ekki enn hafa fengið upplýsingar um það hvernig hin líffærin voru notuð. Þau líffæri sem eru að öllu jöfnu nýtt, eru hjarta, lungu, lifur, bris og nýru. Norrænt samstarf er um líffæra- gjafir undir merki ígræðslustofn- unarinnar Scandiatransplant sem starfrækir líffærabanka. Líffæri sem Íslendingar gefa og þiggja fara í gegnum líffærabanka Scandiatrans- plant, en ígræðsla þeirra fer oftast fram í Gautaborg. Hjartaígræðslur verða hinsvegar að fara fram örfá- um klukkustundum eftir að líffæra- gjafi hefur gefið hjartað. Eina sem er vitað um líffæraþega Arons Hlyns er að um fjögurra ára gamla stúlku var að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum var metár í líffæra- gjöfum á síðasta ári, en þá gáfu 12 einstaklingar líffæri. Áður hafði fjöldinn verið á bilinu 5-6 á ári. Aðalheiður, móðir Arons Hlyns, er færnisskert eftir að hún lenti í alvarlegu umferðarslysi þegar hún var þrettán ára gömul. Hún var þá að hjóla úr sjúkraþjálfun þegar ekið var á hana og hún slasaðist mik- ið. Aðalheiður varð svo fyrir öðru og miklu áfalli þegar í ljós kom að drengurinn hennar glímdi við alvarlegan sjúkdóm, en hún var ein- stæð og ól hann upp ein síns liðs, þó með dyggri aðstoð fjölskyldu sinnar. Aron greindist með Lennox Gastaut-heilkenni skömmu eftir að hann fæddist. Sjúkdómurinn lýsti sér í illvígum flogaköstum. Aron lést 4. júlí síðastliðinn og var jarð- sunginn í fyrradag frá Lindakirkju. Aðalheiður hefur ekki mikið fé á milli handanna, en sjálf er hún 75% öryrki eftir slysið sem hún varð fyrir. Hún sótti því um útfararstyrk hjá Kópavogsbæ, en þar var henni hafnað þar sem hún þótti vera með of háar tekjur. „Þegar það var ljóst hvernig þetta færi, þá samþykkti hún að hann yrði líffæragjafi.“ Aron gaf fjögurra ára stúlku hjartað sitt Aron Hlynur var aðeins fjögurra ára þegar hann dó. Gjöf hans hefur hinsvegar orðið til þess að nýtt líf fær að blómstra. Hin megna óánægja sem skapast hefur meðal annarrar og þriðju kynslóðar innflytj- enda í fátækrahverfum þessa landa, virðist meðal annars tjáð með þessum hætti. Útlendingamál Aukning hef- ur orðið á umsóknum barna sem hingað koma til lands án forráðamanna. Tvö börn hafa fengið vernd á Íslandi á meðan þrjú bíða eftir svari. Fimm ungmenni leituðu vernd- ar hér á landi á fyrstu sex mánuð- um ársins, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun, en sjö ung- menni leituðu hingað á síðasta ári Öll ungmennin voru án fylgdar- manna en þessi aukning er í sam- ræmi við almenna fjölgun hælis- umsókna. 74 einstaklingar frá 42 löndum sóttu um vernd á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins 2016. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 86 einstaklingar sótt um vernd. Af tölfræðilegum gögnum Útlendingastofnunar má sjá að tvö þessara barna, sem hingað komu á fyrstu sex mánuðum ársins, voru frá Spáni. Í skriflegu svari Útlendingastofn- unar segir að tvö börn hafi fengið hæli hér á landi en þrjár umsóknir séu enn til meðferðar. Þegar spurt var hvort grunur léki á að börnin gætu verið fórn- arlömb mansals, fengust þau svör að málin hefðu verið skoðuð með það að leiðarljósi að úrskurða hvort að möguleiki væri á að þarna væri mansal að eiga sér stað. Ekki hefur verið grunur um mansal í tengslum við umsóknirnar fimm á þessu ári. Í einu tilviki á síðasta ári var grunur um mansal í tengslum við umsókn fylgdarlauss ungmennis en viðtöl hjá Útlendingastofnun og rannsókn lögreglu staðfestu það ekki.| vg Útlendingastofnun hefur haft til með- ferðar mál fimm ungmenna sem hing- að komu án fylgdarmanns. Mynd | Hari Þrjú fylgdarlaus ungmenni fengu vernd hér á landi Árásin í Nice Hryðjuverka- aldan sem nú ríður yfir er sú mannskæðasta í sögu Vesturlanda, að sögn Guð- mundur Hálfdánarsonar sagnfræðings. Hún sé birtingarmynd megnar óá- nægju og rótleysis annarrar kynslóðar innflytjenda. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is 84 létust og 50 eru lífshættulega særðir eftir að hinn 31 árs gamli Mohamed Lahouaiej Bouhlel keyrði flutningabíl inn í mannþvögu við aðalstrandgötuna í Nice í fyrradag. Í sögulegu samhengi á hryðju- verkaaldan sem nú skekur Vestur- lönd sér ekki hliðstæðu. Hún er sú mannskæðasta af hrinum hryðju- verka sem áður hafa verið framin á þessum slóðum, sem dæmi þegar Rauða herdeildin reið yfir í Þýska- landi og Ítalíu og síðan snemma á tuttugustu öld þegar anarkistar sprengdu í Frakklandi. En nú virð- ast hryðjuverkin engan enda taka,“ segir Guðmundur. Hann segir atburðina í Nice svipa til árásanna sem gerðar voru í París í nóvember í fyrra og Belgíu í vet- ur. „Svo virðist sem árásarmenn í þessum hryðjuverkum hafi svipað- an bakgrunn, smáglæpamenn sem finna sér tilvistarlegan grunn í slík- um aðgerðum. Hin megna óánægja sem skapast hefur meðal annarrar og þriðju kynslóðar innflytjenda í fátækrahverfum þessa landa, virð- ist meðal annars tjáð með þessum hætti. Oftast eru þetta karlmenn með sterka tilfinningu af því að standa utan við samfélagið. Þeir hafa ekki flutt sjálfir til Evrópu og búa við mikla togstreitu.“ Hryðjuverkin birtingarmynd óánægju innflytjenda Guðmundur Hálf- dánarson segir aðra kynslóð innflytjenda í Evrópu búa við mikla togstreitu.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.