Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016
verður tekinn út í Heimaey þar sem
heimabær tónlistarmannsins kúrir.
„Það er alltaf gott að koma til
Eyja,“ segir Unnar sem fór þaðan
fyrst sextán ára en flutti síðan fyrir
rest með unnustu sinni til höfuð-
borgarinnar fyrir þremur árum.
„Foreldrar mínar búa í Eyjum og
reka Viking Tours ferðaþjónustuna.
Ef þið sjáið skeggjaðan, ljóshærðan
og dökkbrúnan mann að sniglast
út í Eyjum þá er það líklega pabbi
minn, sem allir kalla Simma Vík-
ing. “
Seint talið í
Á tímabíli toguðu bæði borgin og
eyjan í Unnar, en að lokum varð
borgin ofan á, ekki síst vegna fjöl-
breyttara tónlistarlífs og þæginda
í öllu samstarfi sem sú listgrein
byggist á. Miðað við marga byrj-
aði Unnar seint í tónlistinni þó að
listrænir taktar hafi lengi búið í
honum. „Á unglingsárunum var
ég alltaf að mála og teikna en var
síðan tuttugu og eins árs þegar ég
byrjaði að glamra í tónlistinni. Ég
vissi ekki að ég gæti þetta, jafnvel
þó að tónlistargáfurnar sé að finna
í fjölskyldunni. Pabbi er fínn laga-
smiður, mamma með límheila á alla
texta og öll systkinin tiltæk í ein-
hvers konar hljóðfæraleik. Á endan-
um þurfti ég bara að gera þetta og
kom sjálfum mér á óvart.“
Tónlist á nýju plötunni er leik-
in á hljóðfæri og oft nokkuð mik-
ið útsett með blásturshljóðfærum
og strengjum. „Í rauninni kemur
minn áhugi úr raftónlistinni,“ seg-
ir Unnar „og minn vinkill inn í tón-
list ætti kannski að liggja þar. Hins
vegar vildi ég bara fara í grunninn
þegar ég fór loksins fyrir alvöru í
tónlistina. Ég leitaði því í gömlu
soultónlistina, kvikmyndatónlist
og hljóminn frá sjöunda og áttunda
áratugnum. Ég vildi einfaldlega
taka upp gítar og spila.“
Myndlistin á alltaf taug í Unnari,
hann gerir til dæmis myndverk
framan á nýju plötuna. Áhrifin
frá Eyjum og lífinu þar eru greini-
leg, þarna eru öldutoppar og -dal-
ir og sjófuglar á flugi. „Myndina
gerði ég meðal annars með ösku
úr einhverju eldgosinu sem barst
til Eyja, annað hvort Grímsvötnum
eða Eyjafjallajökli. Ef þú kemur við
hana myndir þú finna að yfirborðið
er gróft.“
Gosið í Heimaey, 23. janúar 1973,
mótar allar fjölskyldur í Eyjum og
svo er líka um fjölskyldu Unnars.
„Langafi minn varð níræður þenn-
an dag og fjölskyldan var öll saman
komin í Eyjum til að halda upp á
afmælið, líka þeir sem flutt höfðu
í burtu.“ Eins og fleiri þurfti gamli
maðurinn og fjölskyldan að halda í
burtu í flýti en þá var enn áratugur
í Unnar Gísla.
Flakkið er skapandi
Tónlist Júníusar Meyvant hefur náð
nokkru flugi á undanförnum miss-
erum, bæði hérlendis og erlendis.
Hann hefur ferðast víða til að flytja
tónlist sína, einn og með hljómsveit
sem getur stækkað og minnkað.
Um síðustu mánaðamót lék hann á
Hróarskelduhátíðinni í Danmörku
og framundan er Þjóðhátíð í Eyjum.
„Hróarskelda var frábær. Einhver
danskur útvarpsmaður skildi ekk-
ert í því að ég sagði á sviðinu að það
væri frábært að „vera hér í Osló.“
Ég leik mér stundum að þessu og
hann hafði ekki mikinn húmor. Í
lokin á viðtalinu segði ég síðan að
ég vissi vel að Hróarskelda væri í
Tékklandi. Þá virtist hann fatta að
ég var að grínast.“
Ferðalögin eru skapandi fyrir
Júníus Meyvant. „Það er best að
vera á hreyfingu, ég get verið að
semja lag í bílnum, í göngutúr eða
jafnvel á meðan ég er að tala við þig
í síma. Oft gerist þetta milli svefns
og vöku, sem getur verið pirrandi
því að þá þarf maður að fara fram
úr og taka upp. Maður verður bara
að halda áfram.“
Framundan eru útgáfutónleik-
ar í ágúst og stórt tónleikaferðalag
um Evrópu í september. En hvað er
það sem Júníus Meyvant vill syngja
um fyrir heiminn og af hverju? „Jú,
það er nú bara að elska náungann.
Þú ert kominn hingað til að hjálpa,
ekki til að láta þjóna þér. Ef þú bætir
sjálfan þig og reynir að gera hlutina
betur þá breytir þú heiminum. Núið
skiptir öllu. Það er ekkert í fortíð-
inni sem þú getur breytt og held-
ur ekki mikið sem þú getur breytt
í framtíðinni. Hún kemur og við
þurfum fyrst og fremst að hugsa
út í hvað við erum að gera einmitt
núna,“ segir Júníus Meyvant á leið í
Herjólf og út í Eyjar.
Úr fjarlægð virkar Unnar Gísli Sig-
urmundsson rólyndismaður. Tón-
listaráhugafólk kannast við hann
sem Júníus Meyvant og hann hefur
náð miklum vinsældum að undan-
förnu, til dæmis með lögum af nýju
plötunni á borð við Color Decay,
Hailslide og Gold Laces.
Tilfinningin um rólyndismann-
inn er staðfest í gegnum síma. Unn-
ar er á leið í frí með fjölskyldunni, á
leið út úr bænum. Ferðinni er fyrst
heitið á Þingvelli og svo austur í
Landeyjahöfn þaðan sem báturinn
Júníus Meyvant er eitthvert
óvæntasta spútnik-atriði síð-
ustu ára í íslensku tónlistar-
lífi. Júníus, öðru nafni Unnar
Gísli Sigurmundsson, sendir
nú frá sér sína fyrstu breið-
skífu sem heitir Floating
Harmonies.
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Þú ert kominn hingað til
að hjálpa, ekki til að láta
þjóna þér. Ef þú bætir
sjálfan þig og reynir að
gera hlutina betur þá
breytir þú heiminum.
Júníus Meyvant kom
sjálfum sér mest á
óvart þegar hann
byrjaði í tónlistinni.
Myndir | Sigríður Unnur
Lúðvíksdóttir
Júníus Meyvant kominn heim og í frí í Eyjunum sínum.
Fljótandi
samhljómur
í núinu
Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur
örva brennslu og meltingu og eru
bjúglosandi. Sérstaklega er mælt
með vörunni til að hreinsa líkamann.
Colonic Plus
Kehonpuhdistaja
www.birkiaska.is
Við höfum fjölgað
útgáfudögum og kemur
blaðið nú út tvisvar í viku.
Ef blaðið barst þér ekki, hafðu þá samband við
Póstdreifi ngu í sími: 585 8300, eða sendu
þeim póst á dreifi ng@postdreifi ng.is