Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016 dóttir, þáverandi umhverfisráð- herra, skipaði árið 2011 lagði þó til að 5 svartfuglategundir, þ.á.m. lundinn, yrðu friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu í fimm ár. Þá hafði verið sýnt fram á viðvarandi viðkomubrest og talað um algjört hrun í varpi hans árið 2011, nema helst á Norðurlandi. fugl,“ segir Jóhann og bætir við að hann skilji líka vel vinsældir lundans. „Þetta er skrautlegur, skemmtilegur og dálítið spaugi- legur sjófugl, en ég tel samt að ef við myndum kjósa í dag um þjóðar- fuglinn þá yrði lóan hlutskörpust.“ Blikur á lofti Þrátt fyrir að lundastofninn sé stór hér við land er þó ljóst að fuglinn lifir ekki við kjöraðstæður. Íslenski stofninn var talinn um 3,5 millj- ónir fyrir 13 árum en er nú álit- inn vera um 2 milljónir. Hlýnun sjávar hefur haft áhrif á afkomu lundans og þetta hafa mælingar sýnt á undanförnum árum. Erp- ur Snær Hansen, líffræðingur við Náttúrustofu Suðurlands, hefur lagt stund á rannsóknir á stofnin- um. Hann segir að flestar tegund- ir sjófugla við Ísland séu í vand- ræðum vegna hlýnunar sjávar og fæðuskorts. Fækkun hjá sumum tegundum sé upp á tugi prósenta á síðustu áratugum. Þróunin sé á löngu tímabili en hún sé stöðug. Erpur segir að lundastofninn hafi haldist nokkurn veginn í jafnvægi norðanlands og á Vestfjörðum en fjöldinn á Suður- og Vesturlandi fari hratt niður á við. Erpur segir að þó að víða hafi menn látið af veiðum á lunda þá hafi þær ennþá mikil áhrif á við- gang stofnsins. „Það er einkum ungfuglinn sem er veiddur, 2-5 ára gamlir fuglar, sem gerir það að verkum að lundinn er víðast hvar fullorðinn að stórum hluta.“ Þetta er skiljanlega ekki gott fyrir við- gang stofnsins. Rannsóknir mikilvægar Erpur Snær Hansen segir erfitt að vekja áhuga stjórnvalda á mál- efnum þessari fleygu vina okkar. Starfshópur sem Svandís Svavars- Hugmyndafluginu eru lítil takmörk sett þegar kemur að lundatengdum minjagripum. Lundinn á sundinu Frá höfuðborginni er auðveld- lega hægt að sigla til skoða lunda, t.d. með því að taka sér far með eikarbátnum Lundanum. Í róleg- heitunum lullar báturinn út úr hafnarmynninu, þetta er hæglætis ferðamennska (slow travel) sem er í hrópandi andstöðu við hraðbát- ana sem þeytast um sundin með skvettum og gassagangi. Um borð í Lundanum eru hjónin Terry og Gordon Bowie frá Novia Scotia undan strönd Kanada. Terry er yfir sig hrifin af lundum og segir að þau hjónin hafi keyrt alla leið vestur á firði til að sjá fuglinn. Ferðin, sem farin var í láréttri rigningu, heppnaðist ekki betur en svo að enginn fannst lundinn. Á veitingastað í borginni var þeim síðan sagt að boðið væri upp á lundaskoðun frá Reykjavík og því stukku þau af stað í siglingu. Eftir stutta siglingu í rjómablíðu er komið að Lundey á Kollafirði sem er ein þriggja samnefndra eyja við strendur Íslands, hinar eru á Skjálfanda og í Skagafirði. Þarna standa þessir smávöxnu fugl- ar hnarreistir, varpholurnar sjást greinilega og af og til kastar ein- hver lundanna sér af stað og flýgur lágt yfir haffletinum. Það er dálítið eins og hann þurfi að hafa mikið fyrir fluginu, vængjaslátturinn er ör, flugið krefst greinilega mikillar orku. Lending á sjó er dálítið eins og stýrð brotlending. Terry Bowie er alsæl með lundana. „Þetta er frábært,“ seg- ir hún aftur og aftur við Gordon, manninn sinn. Atli, leiðsögumaður um borð í Lundanum, segist halda að vinsældir lundans séu augljós- ar og einfaldar. „Þeir eru litlir og sætir og það eru hvergi fleiri lundar í heiminum en einmitt hér. Það er ekkert skrítið þó að þetta sé þjóðarfuglinn.“ Ekki náðist samstaða um frið- unina en hagsmunaaðilar, Bænda- samtökin og Skotvís, settu sig á móti tímabundinni alfriðun. Ráð- herra stytti hins vegar veiðitímabil- ið og telur Erpur að það hafi skilað ágætum árangri en jafnframt sýnt fram á nauðsyn frekari friðunar. Ljóst er að hagsmunir stærstu út- flutningsgreinar landsins, ferða- þjónustu, eru miklir í þessu sam- bandi. Samkvæmt lögum á aðeins að stunda sjálfbærar fuglaveiðar hér á landi og Ísland hefur skyldum að gegna samkvæmt alþjóðasamning- um þegar kemur að svokölluðum ábyrgðartegundum, en þær eru fjölmargar á Íslandi, m.a. lundinn. „Stjórnvöld mættu vera mun með- vitaðri um rannsóknir á ástandi þessa fugls sem við skreytum okk- ur svo mikið með,“ segir Erpur. „Veiðar á fuglinum eru ekki sjálf- bærar og með því að viðhalda nú- verandi stöðu er gengið á stofninn. Það vantar allt frumkvæði stjórn- valda í þessum efnum.“ Vetrarflakk Erpur er meðal vísindamanna sem hafa tekið þátt í að kortleggja vetrarstöðvar sjófugla á Norður- -Atlantshafi. Hann segir þær rann- sóknir sýna fram á forvitnilegar ferðir íslenska lundans. Fyrri part vetrar sé hann á Labradorhafi milli Grænlands og Kanada, en um ára- mót færi hann sig út á mitt Atlants- hafið og sé á hafinu yfir Heljargjá sem er hluti af Mið-Atlantshafs- hryggnum. Þarna í miðju úthafinu er óhemju mikil veisla fyrir fuglinn því að nóg æti stígur upp úr djúp- inu fyrir fiska og fugla. „Þetta forvitnilega ofursvæði er mjög merkilegt og er sjálfsagt forsenda þess að þessir stofnar sjófugla eru yfirhöfuð til,“ segir Erpur. „Það breytir því ekki að ástandið er að breytast hratt í hafinu og við þurf- um að fylgjast með. Sú var tíð að 6500 pysjur voru áætlaðar bara í Vestmannaeyjum á hverju ári, en þær hafa farið niður í að vera tald- ar í tugum á undanförnum árum.“ „Það hefur enginn reikn- að það út en lundinn er örugglega búinn að slá út æðarfuglinn og tekjur af honum eru eflaust orðnar meiri en uppsafnaðar tekjur af æðardúninum.“ PALLA- LEIKUR BYKO Sjá nánar á www.byko.is/pallaleikur Vertu með! Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frelsi til að veiða! 00000 www.veidikortid.is Gordon og Terry Bowie frá Nova Scotia voru mjög hrifin af lundunum á Kollafirði.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.