Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016 „Það virðast allir eiga þennan lík- ama, nema ég sjálf,“ segir Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, einn með- lima Tabú, feminískrar hreyfingar sem beinir sjónum sínum að marg- þættri mismunun gagnvart fötluðu fólki. Hún segir tiltekna hópa sam- félagsins, eins og fatlaða, verða fyr- ir ofbeldi, kúgun og misrétti sem talið sé hversdagslegt og jafnvel eðlilegt. Fatlað fólk sé hvatt til að mæta ofbeldi með umburðarlyndi og brosi á vör en slík menning sé gróðrarstía ofbeldis. Sett í aðra stöðu strax við fæðingu Embla kom í heiminn án nokkurs lífsmarks á bjartri ágústnótt eft- ir langa og erfiða fæðingu. Lækn- ar þurftu að endurlífga hana sem blessunarlega gekk vel en vissu að hún hefði orðið fyrir súrefnisskorti sem líklega myndi leiða af sér ein- hverskonar fötlun. Í stað þess að Fatlað fólk býr við ofbeldismenningu Embla Guðrúnar Ágústsdótt- ir lærði snemma að líkam- inn væri ekki hennar heldur viðfang læknavísinda og forvitinna. Hún segir fatlaða vera jaðarsetta á Íslandi og að ofbeldi, kúgun og misrétti séu jafnvel eðlilegur hluti hversdagsins. Því skuli mætt með auðmýkt og þakklæti. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Embla segir menningu sem við búum við einkennast af ofbeldi. Mynd | Hari gleðjast yfir því að hún væri á lífi fór öll orka heilbrigðisstarfsfólks- ins í að velta því fyrir sér hve fötluð hún yrði. „Þegar fötluð börn fæð- ast er strax byrjað að skoða allt sem er að. Þegar önnur börn fæð- ast er glaðst yfir því að þau séu á lífi og að þau séu sæt,“ segir Embla. „Ég hef oft djókað með alla þessa bæklinga sem fjalla um fötluð börn og það sem gæti verið að. Það kem- ur nefnilega ekki læknir og segir þegar um nýfætt, ófatlað barn ræð- ir að það geti nú fengið eyrnabólgu, magaverki eða handleggsbrotnað. Auðvitað er líklegt að það gerist en hins vegar talar enginn um það, heldur ríkir eintóm gleði og ham- ingja við fæðingu ófatlaðra barna. Það er áhugavert að skoða málið í þessu ljósi. Hvernig við tölum um það sem er að í stað þess að gleðj- ast yfir lífinu og því sem það er. Það setur fatlað fólk í aðra stöðu strax við fæðingu,“ segir Embla. Það hafi einmitt verið á því augnabliki, þegar Embla kom í heiminn, sem líkami hennar fór úr því að vera lít- ill krúttlegur barnslíkami í að verða viðfang læknavísindanna – og síðar viðfang allra sem áhuga höfðu. Ekki nógu góður líkami Hún segir umræðuna mikið snúast um hvort ekki sé erfitt að vera fatl- aður en það sé einmitt umræðan sem geri fötluðum oft erfitt fyrir. „Það sem er erfitt við að vera fatl- aður er þessi umræða og að fá ekki að vera eins og maður er. Sem barn hafði ég til dæmis enga forsend- ur til að halda að líkaminn minn væri eitthvað síðri en annarra því ég gat gert allt sem ég vildi gera. Ég upplifði líkamann minn aldrei sem neinn óvin og ég fann mér alltaf leiðir til þess að gera allt en það merkilega var að mínar aðferð- ir virtust oft vera rangar. Það að líkami manns sé ekki nógu góður er eitthvað sem maður lærir bæði frá fagaðilum og öðru fólki. Ég fór fljótlega í sjúkraþjálfun eftir að ég fæddist, sem átti að vera góð fyr- ir mig, en maður upplifði sig öm- urlegan og ekki nógu góðan.“ Átti ekki líkamann sinn sjálf Hún segist muna eftir atviki þegar hún var 10 ára og fór til læknis með foreldrum sínum en fleiri sér- fræðingar voru með í för. Að venju átti hún að fara úr öllu nema nær- buxunum. Fyrst var hún skoðuð og mæld en síðan beðin um að ganga frá glugganum til hurðarinnar. Skrítið hafi verið að standa þar nánast nakin, algjörlega varnar- laus og ganga fram fyrir alla áhorf- endurna sem horfðu ekki á hana vegna aðdáunar heldur til að skoða hana og greina. „Þetta var ekkert átakanlegt þá heldur algjörlega eðlilegt. Ég hef bara nýlega áttað mig á að þetta sé skrítið. Menn- ingin er þannig að allt sé fullkom- lega eðlilegt þegar kemur að aðstoð við fatlað fólk. Læknarnir höfðu fullan rétt á að mæla mig svona út þó að mér hafi fundist það skrít- ið. En það var og er ekki í boði að finnast það skrítið. Skilaboðin voru skýr. Ég átti ekki líkamann minn sjálf.“ Á endanum skapist ákveðin menning sem eykur líkurnar á því að fatlað fólk verði fyrir hvers kyns ofbeldi. Alls staðar. Líkami fatlaðra er viðfang Í skóla fékk Embla persónulega að- stoð sem flæktist lítið fyrir henni en hún vildi hins vegar ekki að hver sem er aðstoðaði hana á kló- settinu. Henni varð fljótt ljóst að helst ætti hún ekki að setja nein „Þegar kemur að fötluð- um börnum eiga allir að hafa aðgang að öllu og þá verður til þessi áhætta sem fatlaðir glíma við.“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.