Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016 GOTT UM HELGINA Reykholtshátíð hefst í Reykholti í Borgarfirði um næstu helgi. Þar koma saman fyrirtaks flutningur á kammer- og söngtónlist og fræði sem tengist staðnum og bókmenntum fyrri alda. Í tuttugasta sinn er blásið til Reykholtshátíðar en hún var fyrst haldin árið 1996 þegar Reykholtskirkja var vígð. Sigurgeir Agnarsson, selló- leikari og listrænn stjórnandi hátíðarinnar, segir alltaf gaman að koma í Reykholt. „Það er til dæmis alltaf gott veður á Reykholtshátíð, alla vega í minningunni,“ segir Sigurgeir sem skipuleggur hátíðina í fjórða sinn. „Kirkjan í Reykholti er líka með betri tónlistarhúsum landsins, en hugað var að tónlistarflutningi við hönnun hennar og byggingu.“ Sigurgeir segir ýmsu til tjaldað vegna afmælisins en fjórir tónleikar eru á dagskránni. „Til dæmis syngur Reykholtskórinn á hátíðinni, sameinað- ur kór úr nokkrum sóknum, sem Viðar Gunnarsson stjórnar.“ Hátíðin pantaði nýtt tónverk eftir Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld við texta úr Grímnismálum úr Snorra-Eddu, en Snorri Sturluson er vitanlega langfrægasti íbúi Reykholts. Verkið er fyrir tenór- rödd og píanókvintett og mun Elmar Gilbertsson syngja það. Einnig munu Elmar og Helga Bryndís Magnús- dóttir píanóleikari halda tónleika laugardagskvöldið 23. júlí og flytja ljóðaflokkinn Ástir skáldsins eftir Schumann, útsetningar á íslenskum dægurlög- um og lög úr Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárn. „Það eru hnyttin lög við hressandi texta,“ segir Sig- urgeir. Annað verk á hátíðinni, sem er svo frægt að það heyrist ekki á hverjum degi, er Árstíð- irnar eftir Vivaldi sem fluttar verða af 6 manna sveit og mun Ari Þór Vilhjálms- son leika einleik. Einnig má nefna að á hátíðinni mun Margrét Eggertsdóttir bók- menntafræðingur halda erindi um Hallgrím Pétursson í Snorrastofu klukkan 13 á laugar- dag. Allar nánari upplýsingar um hátíðina má finna inn á vef hennar, reykholtshatid.is. Listin tekur kipp á Akureyri Næstu vikurnar tekur listin öll völd á Akureyri en í dag verður Listasumar sett þar í bæ. Listamennirnir sem taka þátt í dagskrá opn- unarhátíðarinnar eru 25 talsins og koma frá fimm þjóðlöndum. Listasumarið hefst klukk- an 14 þegar Kvennasveitin Herðubreið stígur á stokk og leikur tónlist með sínu nefni. Fjölmargir gjörn- ingar, innsetningar og óvæntar uppákomur setja lit sinn á Gilið sem mun iða af lífi. Lokahnykkur opnunarhátíðarinnar er síðan háklassískur í eðli sínu en þá munu þau Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari og Brice Sailly semballeikari flytja þrjár sónötur eftir Johann Sebastian Bach í Deiglunni. Listasumar heldur síðan áfram fram til 27. ágúst en því lýkur með Ak- ureyrarvöku. Dagskrá Listasumars er að finna á bæði íslensku og ensku á heimasíðunni www.listasumar.is Kexpartí Götupartí Kex Hostels fer fram í fimmta skipti í ár en um er að ræða árlega tónlistarveislu sem á sér stað í portinu aftan við Kex Hostel. Tólf hljómsveitir munu koma fram á tónleikun- um og má þar nefna DJ Flugvél og Geimskip, Mugison, Alviu Is- landia og Grísalappalísu. Hvenær? Í dag kl. 12-23 Hvar? Á Kex Hostel Tónlist í tuttugu ár á setri Snorra Sturlusonar Stærstu pokémon- veiðar á Íslandi Í dag munu fara fram stærstu pokémonveiðar á Íslandi en ætlunin er að fá sem flesta saman á einum stað. Spennandi verð- ur að sjá hvernig veiðarnar munu fara fram. En bú- ast má við fjölmörg- um pokémonum á túni Klambra. Hvenær? Í dag kl. 14 Hvar? Klambratúni Morrison í Hörpu Sálarsöngvarinn, Brit verðlauna- hafinn og einn vinsælasti tónlist- armaður Bretlands síðustu ári heldur tónleika hér á landi annað kvöld. Það verður skemmtileg stemning á tónleikunum þegar þessi einstaki listamaður stígur á svið Eldborgar, ásamt frábærri hljómsveit sinni en hann mun taka öll sín bestu lög. Hvenær? Sunnudag kl. 20 Hvar? Hörpu Hvað kostar? 6.500-10.500 Ingvar Haraldsson og Guðrún Thors voru flagga stóru fánaverki fyrir Listasumar í Gil- inu á Akureyri. Verkið á skoski listamaðurinn Thomas Abercromby. Mynd | Ragnar Hólm. Ljósmyndarinn Steinunn Matthíasdóttir hefur komið fyrir sýningu á ljósmyndum af ráðsettum Íslendingum við kirkjutröppurnar á Akureyri. Mynd | Steinunn Matthíasdóttir. Flóamarkaður á torfu Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir flóamarkaði á Bernhöftstorfunni í dag. Spáð er sól og stuði og því til- valið að tæma skápana og gleðjast saman á sumardegi. Hvenær? Í dag kl. 13-16 Hvar? Bernhoftstorfu Afríka í Reykjavík Hljómsveitirnar Lefty Hooks, Rvk Soundsystem og Barr spila á Húrra í kvöld. Um er að ræða upphitun fyrir Fest Afrika Reykjavík 2016. Allir að skella sér og dansa saman. Hvenær? Húsið opnar 21 Hvar? Húrra Hvað kostar? 1500 kr. HOMELINE náttborð Eik/hvítt – Fullt verð: 15.900 12.720 kr. INFINITY náttborð Hvítt – Fullt verð: 13.900 9.900 kr. SUPERNOVA náttborð Hvítt – Fullt verð: 29.900 17.940 kr. Aðeins 24.430 kr. Stílhreinn og fallegur hægindastóll. Ljós- og dökkdrátt slitsterkt áklæði. Fullt verð: 34.900 kr. RIO hægindastóll 30% AFSLÁTTUR Aðeins 48.930 kr. SILKEBORG hægindastóll Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Einnig fáanlegur í leðri Fullt verð: 69.900 kr. 30% AFSLÁTTUR Afgreiðslutími sjá www.dorma.is Holtagörðum, 512 6800 Smáratorgi, 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður Sumar- útsalan nú á fjórum stöðum Holtagörðum | Smáratorgi | Akureyri | Ísafirði ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.