Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016 Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Þóranna Sigurðardóttir, eða Tóta Lee, er með fjölmörg járn í eldin- um en hún er í kjölfar stuttmynd- ar sinnar Zelos, sem kom út á síðasta ári, kom- in á mála hjá CAA, einni stærstu umboðsskrif- stofu heims þegar kemur að kvik- myndum. Þessa dagana er Tóta að ljúka við fyrstu heim- ildamyndina af fimm sem ráðgerðar eru um bandaríska kappakstursmanninn Randy Lanier. Það er kvikmyndafyr- irtækið Honora sem framleiðir myndina fyrir deilisíðuna BitTor- rent.com en þar verður hún gerð aðgengileg áhugasömum. Randy Lanier er skrautlegur karakter sem á sér enn skraut- legri ævi. Í heimi kappakstursins er hann þekktastur fyrir glæstan sigur á níunda áratugnum þegar hann tefldi fram sínu eigin liði til sigurs í kappaksturskeppni þar vestra. Meðfram kappakstrinum stundaði Lanier stórtækan inn- flutning á kannabisi frá Bahama- eyjum til Bandaríkjanna og svo fór að yfirvöld náðu í skottið á honum á flótta árið 1988, enda hafði hann þá fjármagnað kappaksturinn með ágóða eiturlyfjasölunnar. Slíkt var líklegt til að vekja athygli yfirvalda. Tonnin í innflutn- ingi Lanier skiptum hund- ruðum og hann hlaut þungan dóm fyrir. Nýlega losnaði Lanier úr fangelsi og ætlar sér nú, 61 árs að aldri, að koma sér aft- ur inn í heim kappakstursins. Myndir Tótu Lee um hann heita auðvitað Back on Track. Heimildamyndirnar eru byggð- ar á viðtölum við hann og þá sem standa honum nærri, eiginkon- una fyrrverandi, kærustuna og samverkamenn í kappakstri og glæpum. Tóta segir að allir í þessu persónugalleríi séu stærri en lífið, eins og stundum er sagt. „Meðal Gerir mynd um kappakstur og dóp fyrir BitTorrent Líf Randy Lanier, kappakstursmanns og eiturlyfjasmyglara, er meira en lítið skrautlegt. Kvikmyndagerðarkonan Þóranna Sigurðardóttir, sem kallar sig Tótu Lee í Los Angeles þar sem hún býr, vinnur nú að heimildamyndaröð um Lanier sem framleidd er fyrir deilisíðuna BitTorrent.com Hver er Tóta Lee? • Þóranna Sigurðardóttir er fædd árið 1974. • Zelos, stuttmynd hennar frá 2015, hefur verið sýnd á um 25 kvikmyndahátíð- um og hlotið nokkur verðlaun. Myndin segir frá konu sem pantar sér klón. • Auk leikstjórnar hefur Tóta framleitt og leikið í nokkrum myndum. • Tóta er á mála hjá umboðsskrifstofunni CAA (Creative Artists Agency). Þóranna Sigurðardóttir, Tóta Lee, vakti athygli fyrir stuttmynd sína Zelos í fyrra og vinnur nú að heimildamyndum um hinn skrautlega Randy Lanier. Nýlega losnaði Lanier úr fangelsi og ætlar sér nú, 61 árs að aldri, að koma sér aftur inn í heim kappakstursins. Myndir Tótu Lee um hann heita auðvitað Back on Track. Hvað er BitTorrent? BitTorrent er í raun tækni til að deila gögnum yfir netið milli notanda. Tæknin er umdeild enda notuð til að deila hugverkum sem bundin eru höf- undarrétti. Þetta er algengasta tæknin við að deila stórum skrám á netinu, sem aft- ur er talið vera einhvers staðar í kringum 70% allrar netnotkunar í heimin- um. Maður að nafni Bram Cohen fann tæknina upp. Fæðingarárið var 2001. BitTorrent.com fyrirtækið er ábyrgt fyrir áframhaldandi þróun tækn- innar. Það fær líka til liðs við sig framleiðslufyrirtæki eins og Honora sem framleiðir mynd Tótu Lee um Randy Lanier. Hver er Randy Lanier? • Bandarískur kappakstursmaður fæddur 1954. • Komst snemma í kast við lögin vegna kanna- bisnotkunar í framhaldsskóla og hætti námi. • Keppti í kappakstri á níunda áratugnum þar sem frægðarsólin reis hæst 1984. • Keppti í Indy 500 kappakstrinum en stóð jafn- framt í stórfelldum innflutningi á kannabisi frá Bahamaeyjum til Bandaríkjanna. • Tonnin af kannabis eru talin hafa verið 300. Fangelsisdómurinn varð á endanum 27 ár og nú vill Lanier komast aftur á beinu brautina. viðmælendanna er til dæmis Pre- ston Henn, félagi Lanier úr heimi kappakstursins, maður sem á risa- vaxið bílasafn með einhverjum verðmætustu bílum heims. Þarna eru líka samverkamenn hans úr heimi glæpanna, fyrrverandi eig- inkona og kærastan.“ Tóta er heppin með verkefni því hún hefur lengi haft áhuga á þessu tvennu, kappakstri og safaríkum sögum af breyskum glæpamönn- um. „Ég var farinn að lesa Dýra- garðsbörnin og bækur Williams S. Burroughs á unglingsárunum,“ segir hún. Tóta segir Randy Lanier vera frábæran náunga. „Hann er ótrú- lega sjarmerandi maður og í raun líka skemmtilegur eins og lítill krakki. Hann er karlmaður af gamla skólanum og mér finnst ég búin að læra ýmislegt af honum um karlkynið, til dæmis bara um pabba minn, manninn minn og aðra karlmenn í lífi mínu.“ Tóta kláraði í fyrra suttmyndina Zelos sem má segja að fjalli í stuttu máli um konu sem lætur klóna sig til að koma meiru í verk og höndla hamingjuna. Myndin var fjármögnuð með söfnun á netinu þar sem fjölmargir Íslendingar lögðu verkefninu lið. Zelos hefur gengið vel en myndin hefur verið sýnd á 25 kvikmyndahátíðum um víða veröld og fer brátt í sýningu á bandarísku PBS sjónvarpstöð- inni. Nú vinnur Tóta að því að kynna handrit í fullri lengd upp úr myndinni fyrir aðilum í kvik- myndaiðnaðinum vestanhafs. Frá kr. 97.725 m/allt innifalið SALOU 29. júlí í 7 nætur Netverð á mann frá kr. 97.725 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb. Netverð á mann frá kr. 123.845 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Regina Gran Hotel Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Allt að 40.000 kr. afsláttur á mann

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.