Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016 Í netheimum bregður nú víða fyrir auglýsingum um bókaskipti. Fyrirkomulag- ið hljómar kunnuglega og minnir á gömlu góðu keðju- bréfin. Sendu eitt bréf og þú færð hrúgu til baka. Vera Knútsdóttir, lestr- arhestur og doktorsnemi í bókmenntafræði, er ein þeirra sem stökk á keðjuna og freistar gæfunnar í bóka- skiptunum. „Ég man eftir að hafa tekið þátt í svona þegar ég var lítil, þá átti ég að senda tyggjó eða póstkort. Þetta var ákveðin tíska hjá krökkum og ég var sérstak- lega spennt að fá mikið af tyggjó. Það kom samt aldrei neitt tilbaka. Nú er fullorðið fólk að taka þátt í þessu þannig að ég treysti þessu betur.“ Vera sá auglýsinguna á Facebook hjá finnskum vini sem hún kynntist í Hollandi en búsettur er í París. „Hann sagði mér að senda mína uppáhalds bók á tiltekið nafn og heimilisfang í Finn- landi. Ég deildi svo auglýsingunni og þeir sem líka við hjá mér, eiga að senda vini mínum í París bækur. Vinir vina minna sem vilja taka þátt, eiga svo að senda mér bók og svona rúllar þetta áfram. Keðjan virkar þannig að ég gæti fengið 36 bækur sendar heim til mín.“ Vera bindur miklar vonir við kerfið og lætur ekki segjast þó keðjubréfin hafi ekki alltaf verið skilvirk í gamla daga. „Mér finnst ótrúlega heillandi hugmynd að fá sendar sérvaldar bækur frá fólki héðan og þaðan úr heiminum. Er það ekki frábær leið til að kynnast nýjum, áhugaverðum höfundum og skáldsögum sem ég myndi aldrei annars velja? Þetta skapar fútt í rólega tilveru móður í fæðingarorlofi.“ Sjálf var hún ekki lengi að velja bók til að senda frá sér, uppá- haldsbók hennar, Mánasteinn, er væntanleg til Finnlands innan skamms. | þt Vera Knútsdóttir freistar nú gæfunnar í bókaskiptum. Bókaskiptaæði á netinu Eins og keðjubréf með tyggjóplötum Þrjú systkini nefnd eftir bátum Systkinin Snekkja, Ari Knörr og Nökkvi Jóhannesbörn heita öll eftir bátum. Snekkja segir fólk alltaf skella upp úr þegar hún kynnir sig. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Systkin eru frá Blönduósi og kom- in af sjómönnum. „Pabbi var á sjó þegar hann var yngri og það er mik- ið af sjómönnum í fjölskyldunni,“ segir Snekkja. Hún er skírð Svein- björg Snekkja en velur að nota seinna nafnið. „Ari Knörr bróðir er hinsvegar kallaður báðum nöfnum.“ Hún segir fólk alltaf verða hissa þegar hún kynnir sig. „Já, ef fólk segir ekki „HA?“ þegar ég ber upp nafnið mitt, þá verð ég verulega hissa. Ég er vön því að þurfa að endurtaka það að minnsta kosti tvisvar. Mér finnst sérstaklega fyndið þegar fólk hringir í vitlaust númer. Þá ýmist skellir það á eða segir eitt- hvað algjört bull, þegar ég kynni mig.“ Hún segist margoft hafa fengið spurningar um hvort sér þyki erfitt að heita Snekkja, eða hvort þau systkinin hafi orðið fyrir stríðni. „Ég þekki ekkert annað en að heita þessu nafni og mér finnst það ekkert mál. Við erum frá Blönduósi þar sem allir þekkja alla og krakkarnir voru ekkert að kippa sér upp við að við hétum þessum nöfnum.“ Snekkja nefndi son sinn Al- mar Knörr í höfuðið á bróður sín- um. „En það þurfti að fara fyrir mannanafnanefnd en var strax sam- þykkt enda Knörr íslenskt orð og fallbeygist. Beygingin vefst reyndar fyrir mörgum en þegar ég segi að það beygist eins og Örn, þá kviknar ljós hjá flestum.“ Nafnið Knörr beygist eins og Örn: Nefnifall: Knörr Þolfall: Knörr Þágufall: Knerri Eignarfall: Knarrar Yfirlitssýning á verkum Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns hefur verið opnuð í Barbican lista- miðstöðinni í London. Sýningin er stór og dregur saman allan feril þessa litríka listamanns. Gjörninga, tónlist, myndbönd, málverk, skúlptúra og teikningar má finna á þessari yfirgripsmiklu sýningu, sem í framhaldinu mun verða flutt í Hirshhorn safnið í Washington eftir að henni lýkur í London 4. september. Ragnar Kjartansson er samur við sig. Hann kannar safaríkar klisjur úr vestrænni menningu og leikur sér frjálslega að hjartasárum og vellandi tilfinningum. Rómantísk angurværð svífur yfir vötnum, í fyllstu merkingu þeirra orða. Þetta má til dæmis sjá í gjörn- ingnum Second movement sem er hluti af sýningunni. Þarna er kossinn svo sannarlega eilífur. Tvær ungar konur róa á tjörnunum í kringum listamiðstöðina í ekta breskum klæðnaði frá fyrstu árum 20. aldar. Þær faðmast og kyssast og atlotin standa á meðan að sýn- ingin er opin. Í tengslum við sýninguna er komin út vegleg sýningarskrá og gestum er bent á að hægt er að panta heimsókn á heimasíðu mið- stöðvarinnar barbican.org.uk. | gt Barbican listamiðstöðin í London hefur aldrei verið jafn rómantískur staður. Eilífur koss í London SVÍNVIRKAR FYRIR HÓPA SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is ELDHÚSIÐ ER OPIÐ 11.30–23.30 KJALLARINN á Sæta svíninu er ný og skemmtileg aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. KJALLARINN er frábær fyrir alls konar tilefni; hádegis- eða kvöldverð, veislur, vinnufundi, kokteilboð, bjórkvöld eða fyrir „Happy Hour“ eftir vinnu. FYRSTA FLOKKS AÐSTAÐA Í NOTALEGUM SAL • Sæti fyrir allt 60 manns – hægt er að taka á móti fleirum í standandi veislu • Skjávarpi og tjald • Tilvalið er að koma með eigin tónlist og/eða skemmtiatriði • Bar • Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur Í boði eru fjölbreyttar veitingar; girnilegir hópmatseðlar, spennandi veitingar fyrir standandi veislur og auðvitað fljótandi veigar. Við hlökkum til að taka á móti þínum hóp! GASTROPUB

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.