Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 37
 „Við erum mjög mikil sófadýr og finnst fátt betra en að hafa það náðugt yfir góðu sjónvarpsefni. Við verðum þó að viðurkenna að við erum báðar með veikan blett fyrir lélegum raunveruleikaþátt- um og fylgjumst af kappi með The Bachelorette um þessar mundir. Vinnan okkar beggja krefst þess að við afköstum miklu, svo það getur verið fínt að koma heim og slökkva á heilanum á sér stund- um. Við höfum því líka fylgst með Masterchef og Survivor, svo eitt- hvað sé nefnt. Þess á milli horfum við á nýjustu seríuna af Orange Is The New Black, þar sem lesbískt fangelsisdrama getur ekki klikkað. Það eru nokkrar þáttaseríur sem við höfum fylgst með sem standa upp úr, eins og Breaking Bad, Mr. Robot, How To Get Away With Murder og The Jinx. Við horfðum líka á Making a Murderer þegar það kom út og klóruðum okkur í höfðinu yfir því. Fyrir tveimur árum horfðum við svo á allar seríurnar af Friends saman þar sem Ingileif hafði aldrei séð þær. Svo höfum við mjög gaman af 30 Rock. Við horfum of sjaldan á bíó- myndir en fórum reyndar í bíó um daginn á Me Before You. Það brutust nú fram nokkur tár þá. Nokkrum dögum seinna fórum við svo aftur í bíó með stráknum okkar og þá á Finding Dory. Hún var al- veg frábær.“ Sófakartaflan Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir Slökkva á heilanum eftir vinnu Mæðgurnar sem margir muna eftir Netflix Gilmore Girls. Vafalaust muna margir eftir mæðg- unum Lorelai og Rory Gilmore sem birtust fyrst á skjánum árið 2000. Allar sjö þáttaraðirnar eru nú aðgengilegar á Netflix og auðvelt að gleyma sér í þeim tímunum saman. Lorelai er einstæð móðir sem elur dóttur sína upp í smábænum Stars Hollow. Við fáum að fylgjast með sorgum þeirra og sigrum ásamt ævintýrum annarra litríkra karaktera sem í bænum búa. Sannsöguleg mynd með Antonio Banderas RÚV Take the Lead laugardagur klukkan 20.40. Kvikmynd byggð á sannsögu- legum atburðum um danskennara sem fenginn er til þess að kenna vandræðaunglingum dans. Ýmsir hlutir flækja þó verkefnið, eins og til dæmis brotin sjálfsmynd unglinganna og viðhorf þeirra í garð annarra. Með aðalhlutverk fara Antonio Banderas, Rob Brown og Yaya DaCosta. Hæfileikar út um allan heim Stöð 2 Planet ś Got Talent sunnudagur klukkan 20. Virkilega skemmtilegir þættir fyrir alla fjöl- skylduna, sérstaklega þá sem fylgst hafa með Got Talent þáttunum frá hinum ýmsu löndum. Hér er farið yfir eftir- minnilegustu atriðin og eins og flestir vita þá eru keppendur í þessum þáttum misjafnlega vel undirbúnir fyrir þáttöku sína en allir ætla þeir sér að slá í gegn. Klassík með Hugh Grant og Julia Roberts Netflix Notting Hill. Dásamleg kvikmynd sem margir hafa séð en hún er vel þess virði að horfa á aftur. William Tucker rekur fornbókabúð og dag einn gengur ein helsta kvik- myndastjarna heims, Anna Scott, inn í búðina hjá honum. Stuttu eftir að Anna yfirgefur búðina rekst William aftur á hana á götuhorni þar sem hann skvettir ávaxtasafa yfir hana alla. Hann býður henni að hafa fataskipti á heimili sínu í næsta nágrenni og þiggur hún boðið. Að loknum fataskiptum þakkar Anna William fyrir sig með kossi – og líf hans verður aldrei samt. Uppteknar konur Ingileif og María eru með veikan blett fyrir raunveruleikaþáttum á borð við The Bachelorette, Masterchef og Survivor eftir langan vinnudag. Mynd | Hari Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir ölskyldunnar og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næringar- ríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a. til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur. Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni að búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts sykurs, eins og maturinn væri í raun matreiddur í eldhúsinu heima, en samt hægt að kaupa tilbúna úti í búð. Við höfum útbúið þrjá nýja heilsurétti, Grænmetislagsagna, Gulrótarbu og Indverskar grænmetisbollur. Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næringarefnum. Bestu kveðjur, Berglind og Siggi. Hollusturettir …sjónvarp9 | amk… LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.