Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 40
alla föstudaga og laugardaga Farðu í útilegu Það virðar vel til ferðalaga víða um land um helgina og það er um að gera að pakka saman tjaldinu, halda á vit ævintýranna og sóla sig í sveitum landsins. Deilt á Twitter Útvarpsmaðurinn Svali lét umdeilt tíst frá sér á dögunum. Þar varpar hann fram þeirri hugmynd að það hljóti að vera kvenhormón í áfengi „því alltaf þegar maður drekkur byrjar maður að röfla og hættir að geta keyrt.“ Sumum þótti tístið fyndið en fleirum þótti skrifin úrelt og karlrembuleg. Söngkonan Salka Sól svaraði tístinu og sagði það „frekar mikið sökkað tweet“ við miklar undirtektir. Svali sagðist ekki vera kominn lengra en þetta og þótti tístið „hryllilega fyndið.“ Mick Jagger á von á sínu áttunda barni Kærastan er 29 ára ballerína. Nóg að gera Söngvarinn á von á sínu áttunda barni með fjórðu konunni. Söngvarinn og einn stofnenda hljómsveitarinnar Rolling Stones, Mick Jagger 72 ára, á von á sínu áttunda barni með kærustu sinni, samkvæmt The Sun. Kærastan hans er 29 ára gömul ballerína og heit- ir Melanie Hamrick. Þau hafa verið saman í 2 ár. Þetta mun vera henn- ar fyrsta barn en fyrir á Mick sjö önnur börn, með fjórum konum. Börnin heita Georgia, James, Jade, Elizabeth, Lucas, Karis og Gabriel og elsta barnið er 45 ára og yngsta er 17 ára. Mick hefur aðeins kvænst einu sinni, en hann var kvæntur Bi- anca Jagger og þau áttu eina dóttur saman, Jade. Mick er ekki sá eini í Rolling Sto- nes sem er að fjölga mannkyninu því Ronnie Wood eignaðist tvíbura fyrir skemmstu. Missti 50 kíló Líkt og landsmenn þekkja er Valdimar andlit Reykjavíkurmara- þonsins í ár. En hann tók þá ákvörðun að skera upp herör gegn ofþyngd sinni, líkt og hann segir sjálfur frá. Undirbúningurinn gengur vel en söngvarinn tjáði að hann hefði misst 50 kíló af fitu og bætt á sig 27 kílóum af massa síðan átakið hófst. Rúmlega mánuður er til stefnu og hægt er að fylgjast með ferðalagi kappans á Snapchat undir minaskorun. Vaggað og velt á Nasa Margt var um manninn á Nasa þegar Emmsjé Gauti frumflutti nýjustu plötuna sína Vagg og velta. Dóri DNA átti sína innkomu en hann er á meðal listamanna sem koma fram á plötunni. Fyrirliði íslenska landsliðsins, Aron Einar, var augljóslega ánægður með gestgjafa kvöldsins og birti mynd af þeim saman og sagði Gauta vera trylltan. KÆLDU ÞIG UPP & NIÐUR Jóker er seiðandi og ljúffengur jarðarberjapinni frá Kjörís, með salmíakfyllingu og hjúpaður sterkri lakkrísdýfu. Sætt og sterkt í fullkomnu jafnvægi. Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.