Fréttatíminn - 09.09.2016, Qupperneq 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016
Fékk taugaáfall eftir
starf á Hótel Framnesi
Fyrrum starfsmenn Hótel
Framness í Grundarfirði
segja vinnuálagið á hótelinu
óbærilegt.
Í þessu rými svaf einn af erlendu starfsmönnum
hótelsins í sumar. Myndin er tekin af öðrum
starfsmanni sem var brugðið við aðkomuna.
Ferðaþjónusta Hótel
Framnes í Grundarfirði er
undir smásjá lögreglu og
verkalýðs félags Snæfellinga
en starfsmenn hafa lýst
hörmulegum vinnuaðstæð-
um. Í vikunni voru aðeins
þrír menn að störfum á
60 manna hóteli. Carlotta
Birtoglio segist hafa brotnað
saman eftir að hafa sinnt
þremur störfum á hótelinu
í sumar. „Ég gat ekki boðið
gestunum upp á þetta,“ segir
annar starfsmaður.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Fyrrum starfsmenn Hótel Fram
ness segja eigandann hafa keyrt
þá út með ólýsanlegu vinnuálagi í
sumar. Sigurkarl Bjartur Rúnars
son, sem keypti Hótel Framnes í
maí, hefur legið undir ámæli um
að hafa hælisleitendur án atvinnu
leyfis að störfum. Hann vildi ekki
svara spurningum Fréttatímans
þegar eftir því var leitað. Lög
regla, verkalýðsfélag Snæfellinga
og ASÍ fóru í þrjár í eftirlitsferðir á
hótelið í sumar. Sigurkarl rak áður
Reykjavík Hótel Center í Skipholti
í nokkra mánuði, án þess að hafa
rekstrarleyfi.
Hótelið hefur verið starfrækt
síðan 1954 en þar eru 38 herbergi.
Um 17 starfsmenn voru á hótelinu
áður, en í sumar hefur þeim fækk
að verulega. Á föstudag var fjór
um reyndum starfsmönnum sagt
upp. Þegar Verkalýðsfélag Snæfell
inga kom í eftirlitsferð á miðviku
dag voru aðeins þrír Pakistanar
að störfum. „Við höfum áhyggjur
af hótelinu og að þar séu erlend
ir starfsmenn sem ekki þekki rétt
sinn né launakjör. Þar ríkir algjör
undirmönnun og við vitum að
starfsmenn hafa leitað læknishjálp
ar vegna álags.“
Fréttatíminn hefur rætt við
nokkra þeirra sem nýlega hættu
störfum á hótelinu en þeir lýsa því
að vinnuálagið hafi orðið óbærilegt
eftir að starfsmönnum var fækkað,
sem hafi bitnað á þjónustu og hrein
læti. „Ég gat ekki boðið gestunum
upp á þetta lengur,“ segir einn
þeirra. „Herbergin voru hrikalega
skítug og það var alls ekki alltaf
skipt á rúmum fyrir nýja gesti.“
Á sama tíma og starfsfólki var
fækkað, komu eigendur inn með
útlent vinnuafl sem grunur leikur
á að hafi verið hælisleitendur án at
vinnuleyfa. Í upphafi sumars komu
þrír karlmenn beint frá Rúmeníu
en þeir hættu stuttu síðar. Fleiri
útlendingar komu í kjölfarið, frá
Marokkó, Afganistan og Pakistan.
Sumir stoppuðu stutt við en aðrir
eru enn að störfum. Hótelið er enn
í rannsókn.
Gat ekki meir
Carlotta Birtoglio flutti frá Ítalíu til
að starfa á hótelinu fyrir tæpum
þremur árum. Í lok sumars segist
hún hafa fengið taugaáfall eftir að
hafa þurft að sjá ein um morgun
mat, uppvask og aðstoð við þvotta
á 60 manna hóteli. „Ég brotnaði
bara saman og fór að ofanda. Tárin
streymdu niður og ég gat ekki hætt
að gráta. Ég hef aldrei upplifað slíkt
áður. Þetta var bara vegna álags.“
Hún segist hafa verið herbergis
þerna fyrsta árið en eftir að hún
fékk bakeymsli af vinnunni var
hún færð yfir í morgunmatinn.
„Ég lét nýjan eiganda vita af þessu
en samt var ég látin í þrif og þvott
meðfram morgunmatnum. Ég gerði
athugasemd við að ég væri í raun
komin í þrjú störf, og þá var bara
hlegið að mér.“
Carlotta lýsir morgninum sem
hún gekk út úr vinnunni; „Ég hafði
mætt klukkan sex til að undirbúa
morgunmatinn. Eldhúsið var fullt
af óhreinu leirtaui og það var ekki til
nægilega mikill matur. Gestirnir áttu
að koma klukkan sjö en streymdu
að miklu fyrr. Ég var ein í öllu með
um fjörutíu gesti. Þeir kvörtuðu
undan gæðunum á hlaðborðinu.
Enginn var í móttökunni svo ég
var sú eina sem þeir gátu talað við.
Þegar morgunmaturinn var búin fór
ég inn í eldhús til að vaska upp allt
óhreina leirtauið. Svo brotnaði ég
bara saman yfir uppvaskinu og gekk
út.“ Önnur kona segist hafa þurft að
fara í veikindaleyfi vegna álagsins.
Guðbjörg Jónsdóttir
hjá Verkalýðsfé-
lagi Snæfellinga
hefur áhyggjur af að
starfsmenn hótelsins
þekki ekki rétt sinn.
Carlotta Birtoglio
brotnaði saman
eftir starfið á Hótel
Framnesi.
Viltu stofna fyrirtæki?
Hnitmiðað námskeið um félagaform,
skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran
rekstrarkostnað, útgáfu reikninga,
ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, fjármál o.fl.
kennt þriðjud. 20. sept., 27. sept og 4. okt. kl. 9-12
2. Síðdegisnámskeið,
kennt 21. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 16:30-19:30
Námskeiðsstaður er Holtasmári 1, Kópavogi (Hjartverndarhúsið).
Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M
Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Nánari upplýsingar og skráning í síma
552 609
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður
kennt þriðjudagana 13., 20. og
27. september kl. 16:10 – 19.
Námskeiðsstaður er Katrínartún 2 (Höfðatorg),
16. hæð, Reykjavík.
Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is
Fyrirlesari: Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M
N nari upplýsingar og skráning í síma 894-6090 eða á alb@lexista.i
Námskeiðsgjald er 40.000 kr. og greiðist við skráningu.
VR og fleiri félög styrkja
félagsmenn sína til þátttöku
á námskeiðinu um 50%.
Orkuveitan Borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins vilja
að borgin lækki orkugjöld
á borgarbúa vegna góðrar
afkomu Orkuveitu Reykja-
víkur.
„Það er ljóst að Orkuveitan hefur
rétt verulega úr kútnum og við telj
um sanngjarnt að það verði farið í
rýningu á því hvort það sé mögu
legt að lækka orkugjöldin af þeim
sökum,“ segir Halldór Halldórs
son, oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, en flokkurinn er ósáttur
við að tillaga þeirra um að orku
gjöld verði lækkuð hafi verið vís
að til borgarráðs í stað þess að hún
væri samþykkt.
Raunar segir í bókun, sem borg
arfulltrúar Sjálfstæðisf lokksins
lögðu fram á fundi borgarstjórn
ar á þriðjudaginn, að meirihlutinn
sýndi af sér fálæti í málinu.
„Þeir vísuðu málinu þannig lagað
frá,“ segir Halldór sem útskýrir að
í nóvember árið 2015 hafi borgar
stjórn samþykkt að vísa tillögu um
rýningu orkugjalda til borgarráðs.
Tíu mánuðum síðar bólar ekki á
málinu.
„Það er kannski þess vegna sem
við tölum um fálæti,“ segir Hall
dór sem bendir á að það hafi ver
ið borgarbúar sem báru hitann og
þungan af erfiðri rekstrarstöðu
Orkuveitunnar, enda hækkuðu
orkugjöldin um tæplega 50% á ör
fáum árum. Nú hefur rekstrinum
verið snúið við og ljóst að borgin
reiðir sig á arðgreiðslur á fimm ára
áætlun, en hagnaður af rekstri sam
stæðunnar var yfir fjórir milljarðar
á síðasta ári.
Halldór segist vongóður um að
tillagan fái meðferð hjá borgarráði,
en bætir þó við að pólitíski frasinn
„að svæfa málið í nefnd“ eigi vel við
í þessu tilfelli.
Sóley Tómasdóttir, borgarfull
trúi VG og stjórnarmaður í Orku
veitunni, segir sjálfsagt að skoða
málið. „Og það munum við gera í
borgarráði. Það eru fjölmargar hlið
ar á málinu, hagsmunir borgarbúa
sem eigenda og sem viðskiptavina
og hvernig þeir fái notið góðrar
þjónustu á sanngjörnu verði,“ segir
hún. | vg
Sjálfstæðisflokkur
vill lækka orkugjöld
Halldór Halldórsson
telur að borgarbúar
eigi líka að hagnast
á góðu gengi
Orkuveitunnar og
þannig eigi að lækka
orkugjöldin aftur.
Flóttamenn Sýrlensku
bræðurnir Kinan og Abd
Almonem Kadoni hittust í
fyrsta sinn í sex ár á dögun-
um. Kinan sagði sögu sína
í Fréttablaðinu í fyrra en
stríðið hafði skilið bræðurna
að og hrakið þá báða á flótta.
Tilfinningarnar báru þá
ofurliði við endurfundinn í
vikunni.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Bræðurnir Kinan og Abd Almonem
Kadoni hafa verið aðskildir frá því
stríðið braust út í Sýrlandi fyrir um
það bil sex árum.
Viðtal við Kinan birtist í Frétta
blaðinu í fyrra eftir að hann flutti er
indi á þingi Norðurlandaráðs í Hörpu
um aðstæður flóttamanna í Evrópu.
Kinan yfirgaf Sýrland rétt áður
en uppreisnin hófst en yngri bróð
ir hans, Abd Almonem, varð eftir
og hélt áfram háskólanámi. „Einn
daginn brutust út mótmæli við skól
ann hans. Hann var handtekinn og
fangelsaður í rúman mánuð. Dvölin
í fangelsinu reyndi mikið á hann og
hann sætti illri meðferð. Hann flosn
aði upp úr náminu í kjölfarið.“
Abd Almonem hefur haldið til í
Þýskalandi að undanförnu ásamt
frændum bræðranna en Kinan tókst
að flýja til Belgíu. Fyrir ári fékk hann
loks endurútgefið vegabréf og varð
því aftur ferðafær. Hans fyrsta verk
var að halda til Grikklands þar sem
vann sem sjálfboðaliði við að að
stoða flóttamenn, m.a. fyrir Lækna
án landamæra.
„Eftir að ég fékk vegabréfið hefur
bróðir minn suðað í mér að koma til
sín til Þýskalands. Ég hef alltaf gefið
honum þær skýringar að ég komist
ekki til hans, það sé svo langt ferða
lag og ég geti það ekki þó ég vilji. Um
daginn fórum við hálfpartinn að ríf
ast yfir því að ég kæmist ekki til hans.
Í kjölfarið ákvað ég að panta flug til
Þýskalands og birtst heima hjá hon
um daginn eftir.“
Kinan segir frændur þeirra hafa
aðstoðað við að skipuleggja endur
fundinn, tryggja að Abd Almonem
væri heima þegar hann kæmi. Kinan
faldi sig svo undir teppi í stofunni hjá
Abd Almonem og frændurnir báðu
hann um að kanna hver væri und
ir því.
Bræðurnir Abd Almonem og Kinan
Kadoni hittust í fyrsta sinn í sex ár á
dögunum.
Tárvotur endurfundur aðskildra bræðra
Mikill hagnaður er á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur.
Myndband af
tilfinningaþrungnum
endurfundi bræðranna
er á vef Fréttatímans.