Fréttatíminn - 09.09.2016, Síða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016
Ragnheiður Þorgrímsdóttir,
bóndi á Kúludalsá í Hvalfirði,
hefur misst sautján hross
frá því vorið 2007. Hún telur
að veikindi hrossanna megi
rekja til mengunarslyss í ál-
verinu á Grundartanga árið
2006. Hún fagnar niðurstöð-
um nýrrar skýrslu atvinnu-
og nýsköpunarráðuneytisins
þar sem fram kemur að
mestar líkur séu á að veik-
indi hrossanna megi rekja
til flúormengunar en ekki
vanrækslu, líkt og áður hafði
verið haldið fram. Ragnheið-
ur er í hópi þeirra fimmtíu
íbúa Hvalfjarðar sem krefjast
þess að ný sólarkísilverk-
smiðja í Hvalfirði fari í gegn-
um umhverfismat.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Það hefur kostað Ragnheiði margra
ára baráttu við kerfið að fá málið
rannsakað og skiluðu sérfræðingar
á vegum atvinnuvega- og nýsköpun-
arráðuneytisins niðurstöðum rann-
sókna sinna á lífsýnum úr hrossum
Ragnheiðar í júní síðastliðnum.
Niðurstaða þeirra er að það sé nán-
ast útilokað að rekja megi orsakir
veikindanna til vanrækslu heldur
sé líklegast að veikindin stafi af flú-
ormengun frá álverinu.
Mengunarslysið
„Vorið 2007 veiktust nokkur hross
hérna á bænum og ég áttaði mig
ekki á ástæðunni. Ég var lengi að
leita að orsökinni hér heima á bæn-
um en það var ekkert sem ég var að
gera öðruvísi en áður,“ segir Ragn-
heiður. Hún leitaði til Matvælastofn-
unar sem sendi að lokum dýralækni
á vettvang. Hann taldi að veikindin
stöfuðu af efnaskiptasjúkdómi sem
kallast EMS og birtist meðal annars
í hófsperru. Sjúkdómurinn væri af-
leiðing offóðrunar og hreyfingar-
leysis og gefin var út skýrsla um
þessa niðurstöðu.
„Matvælastofnun tók ekki mark
á andmælum mínum og allt í einu
var ég orðin kjáninn sem kann
ekki að fóðra hross. Það var frem-
ur óskemmtilegt,“ segir Ragnheiður
sem ólst upp á Kúludalsá þar sem
foreldrar hennar voru bændur í
hálfa öld og áttu fjölda hrossa.
„Svo heyrði ég af tilviljun af
mengunarslysi sem hafði orðið í
álverinu síðsumars 2006. Það bil-
aði reykhreinsivirki og búnaðurinn
komst ekki í fullt lag fyrr en undir
næstu áramót. Enginn veit hversu
mikið af flúor fór út í andrúmsloft-
ið í allan þennan tíma því engar
mælingar voru gerðar til að meta
afleiðingar slyssins. Umhverfisstofn-
un vissi af slysinu en ákvað samt að
láta íbúa í firðinum ekki vita. Þetta
var kallað „slys“ en var í rauninni
varla slys þar sem svo langur tími
leið þar til búnaðurinn komst í fullt
lag. Á sama tíma var verið að stækka
álverið mjög mikið og verulegt flúor
hafði mælst í heyi á nærliggjandi bæ
fyrr um sumarið sem bendir til að
flúormengun hafi verið mikil áður
en slysið varð.“
Umhverfisvöktun Norðuráls árið
2005 á bæjunum nálægt álverinu
leiddi í ljós að magn flúors í heyi fór
yfir þolmörk fyrir grasbíta sumarið
fyrir mengunarslysið. Hross Ragn-
heiðar voru á beit á bænum um
haustið og veturinn og engan grun-
aði neitt. Fyrsta hrossið veiktist í
júní vorið eftir og fleiri hross urðu
svo stirð að þau gátu varla gengið.
Telja mengun valda veikindum
Frá því að fyrsta hross Ragnheiðar
veiktist og var fellt hefur hún misst
sextán hross til viðbótar og mest-
allan þann tíma hefur hún átt í bar-
áttu við opinberar eftirlitsstofnan-
ir um að fá veikindin rannsökuð.
Hún segist hafa talað fyrir daufum
eyrum Umhverfisstofnunar, Mat-
vælastofnunar, umhverfisráðu-
neytis og atvinnuvegaráðuneytis-
ins þar til fyrir tæpum fjórum árum
þegar þáverandi atvinnuvegaráð-
herra samþykkti loks rannsókn á
orsökum veikinda hrossanna. Jak-
ob Kristinsson, doktor í eiturefna-
fræði við Háskóla Íslands, og Sig-
urður Sigurðarson dýralæknir voru
sérfræðingarnir sem atvinnuvega-
ráðuneytið fékk til að meta málið.
Þeir skiluðu niðurstöðum rann-
sókna sinna í júní síðastliðnum og
hún var skýr; Mestar líkur eru á að
síendurtekin veikindi hrossanna á
Kúludalsá megi rekja til flúormeng-
unar frá álverinu og nær útilokað
er að veikindin megi rekja til rangr-
ar meðhöndlunar Ragnheiðar, líkt
og dýralæknir Matvælastofnunar,
Sigríður Björnsdóttir, hefur áður
haldið fram.
„Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa
því með orðum hvernig mér leið að
sjá þessa niðurstöðu.Tilfinningin
var sterk og mér fannst eins og nú
hefði réttlætið sigrað. Þrátt fyrir að
vera áfangaskýrsla þá er niðurstað-
an mjög afgerandi. Og það var líka
gott að fá samanburð á því hvern-
ig þessir sérfræðingar nálguðust
viðfangsefnið. Dýralæknir Mat-
vælastofnunar kom bara einu sinni
hingað á bæinn til að kíkja á hrossin
en sérfræðingar atvinnuvegaráðu-
neytisins komu hingað oft á þremur
árum, fylgdust með hrossunum og
tóku sýni. Skýrslan tekur af allan
vafa af um það að veikindi hrossa-
nna hafi verið mér að kenna og það
er auðvitað gríðarlega mikilvægt
fyrir mig, sem bónda og umsjónar-
mann hestanna. Niðurstaðan var
mikill léttir.“
Endalaus barátta
Nú þegar sérfræðingar ráðuneytis-
ins hafa komist að því að afar ólík-
legt sé að veikindi hrossanna megi
rekja til offóðrunar og hreyfingar-
leysis, krefst Ragnheiður þess að
Matvælastofnun dragi skýrslu sína
frá árinu 2011 til baka. En Mat-
vælastofnun stendur fast á sínu.
Nú hefur Umhverfisstofnun beðið
Matvælastofnun um meta skýrslu
sérfræðinganna. „Við andmælum
þessari ályktun skýrsluhöfunda
því það eru til þekktar orsakir fyrir
þessum sjúkdómi,“ segir Sigurborg
Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Mat-
vælastofnun. „Offóðrun er þekkt or-
sök en þeir eru að koma fram með
alveg nýja tilgátu. Núna erum við
að vinna í því að færa fyrir því fag-
leg rök hversvegna við andmælum
og sú ályktun verður svo send Um-
hverfisstofnun.“
„Mér finnst það nú ansi skrítið
að biðja einhvern, sem nú þegar
er búinn að hafna skýrslunni, um
að meta hana, en ætli þetta sé ekki
íslenska leiðin“, segir Ragnheiður.
Hún segist vera orðin ansi þreytt á
baráttunni.
„Afi og amma bjuggu hér á undan
mömmu og pabba og hér hafa alltaf
verið haldin hross. Foreldrar mínir
þurftu sem betur fer ekki að verða
vitni að basli undanfarinna ára.
Þau eru bæði fallin frá fyrir nokkru
síðan. Ég ólst hérna upp og tók við
jörðinni af mömmu á svipuðum
tíma og verið var að byggja álverið.
Ég var alltaf á móti álverinu en það
var mjög mikil hrifning með það á
Akranesi þar sem ég hafði áður ver-
ið formaður atvinnumálanefnd-
ar. Þá var atvinnuleysi og iðnað-
armenn báru sig illa. Síðar, þegar
álverið kom inn í myndina, hélt ég
mér til hlés og mótmælti ekki, því
miður. Ég ákvað að láta bara sem
ég sæi þetta álver ekki og ekki láta
það pirra mig. Eftir að hrossin fóru
að veikjast fór ég að velta því fyrir
mér hvað hefði breyst í umhverfinu
og það var bara eitt, álverið hafði
bæst við. Og svo heyrði ég af meng-
unarslysinu.“
Aðrir nágrannar sáttir
Þegar Fréttatíminn reyndi að ná
tali af nágrönnum Ragnheiðar við
Grundartanga, sem tilheyra Hval-
fjarðarsveit en ekki Kjósahreppi,
reyndist það heldur erfitt. Fæstir
hafa áhuga á því að ræða sambýlið
við álverið né fyrirhugaða iðnaðar-
uppbyggingu á Grundartanga.
Karl Ingi Sveinsson, sjálfstætt
starfandi tæknifræðingur sem býr á
Akranesi, var þó tilbúinn til að svara
því hvernig nábýlið við stóriðjuna
hefði verið. Hann og systkini hans
eiga fyrrverandi bújörð foreldra
sinna, Kalastaðakot í Hvalfjarðar-
Dauði sautján hrossa líklega
vegna flúormengunar
„Ég veit ekki hvernig ég á að
lýsa því með orðum hvernig
mér leið að sjá þessa niður-
stöðu. Tilfinningin var sterk
og mér fannst eins og nú hefði
réttlætið sigrað.“ Ragnheiður.
Deilan:
17 hross Ragnheið-
ar hafa drepist frá
vori 2007 úr óút-
skýrðum veikind-
um. Matvælastofn-
un og sérfræðingar
sem atvinnu- og
nýsköpunarráðu-
neytið réðu til
að kanna málið,
greinir á um hvers
vegna hrossin
veiktust. Mat-
vælastofnun telur
Ragnheiði hafa
vanrækt hrossin.
Sérfræðingar ráðu-
neytisins telja þau
hafa veikst vegna
flúormengunar frá
álverinu.
„Því miður er ósköp lítið vitað um áhrif flúors á hross
svo allar niðurstöður sem eru jafn afgerandi og þessar
hljóta að vekja furðu og umhugsun og kalla á frekari
rannsóknir.“
Sigurður Sigurðsson, dýralæknir og annar höfunda skýrslunnar.
Myndir | Hari