Fréttatíminn - 09.09.2016, Síða 16
markslauna sem þau höfðu í lok tí-
unda áratugarins, og síðan þá hefur
kaupmáttur þeirra dregist saman
um 8%. Lögbundin lágmarkslaun
höfðu lengst af aðeins áhrif á frekar
fámennan hóp verkafólks því þau
sem unnu lægst launuðu störfin
voru fyrst og fremst ungmenni í
sumarvinnu eða hlutastörfum sam-
hliða námi. Samhliða því að verka-
lýðsfélögum hefur hnignað og raun-
laun staðið í stað hefur þeim sem
vinna láglaunastörf hins vegar fjölg-
að, og í dag eru þau sem vinna störf
sem lágmarkslaun eru greidd fyrir
almennt fullorðið fólk og fyrirvinn-
ur með fjölskyldu.
Occupy Wall Street til bjargar
Það sem hleypti lífi í baráttuna fyr-
ir hærri lágmarkslaunum, öðru
fremur, var torgtökuhreyfingin og
Occupy Wall Street, árið 2011. Mik-
ilvægasta framlag Occupy til stjórn-
málaumræðunnar var áherslan
á misskiptingu í bandarísku sam-
félagi. Einföld hugtök og slagorð,
eins og „the top 1%“ og the „99%“
gerðu almenningi kleift að ræða
hugmyndina um arðrán, sem hafði
verið úthýst úr bandarískri stjórn-
málaumræðu. Hlutverk Occupy-
-hreyfingarinnar í að tengja saman
aðgerðarsinna og hreyfingar sem
börðust fyrir efnahagslegu réttlæti
var svo ekki síður mikilvægt.
Þó Occupy hreyfingin hafi ver-
ið sjálfsprottin og innihaldið allra
handa aðgerðarsinna, allt frá anar-
kistum og umhverfisverndarsinn-
um til róttækra frjálshyggjumanna
og stuðningsmanna Ron Paul, léku
verkalýðsfélög stórt hlutverk innan
hennar. Bæði sótti hreyfingin inn-
blástur til baráttu verkalýðsfélaga í
Wisconsin gegn árásum fylkisstjór-
ans og repúblikanans Scott Walker
á opinbera starfsmenn árið 2011, og
einnig tóku nokkur stór verkalýðs-
félög þátt í kröfugöngum og fund-
um Occupy Wall Street í New York.
Þessi tengsl grasrótarhreyfinga og
skipulagðrar verkalýðshreyfingar
lifðu af rýmingu tjaldbúðanna í
Zucchotti Park og hafa síðan leikið
lykilatriði í endurnýjun verkalýðs-
baráttunnar.
„Fight for 15“
Upphaf baráttunnar fyrir 15 dollara
lágmarkslaunum má rekja aftur til
nóvember 2012 þegar hópur starfs-
manna á skyndibitastöðum í New
York efndi til vinnustöðvunar til
að leggja áherslu á kröfur sínar um
að fá að stofna verkalýðsfélag og
að laun yrðu hækkuð í 15 dollara.
Í apríl árið eftir urðu svo sambæri-
legar vinnustöðvanir í nokkrum
stærstu borgum Bandaríkjanna og
árið 2015 breiddust mótmælin til
enn fleiri borga. Það ár lögðu starfs-
menn skyndibitastaða í 190 borg-
um, víðsvegar um Bandaríkin, nið-
ur vinnu og samstöðuaðgerðir voru
skipulagðar í 93 borgum til viðbót-
ar sem og 36 öðrum bæjarfélögum.
Starfsmenn annarra stórfyrirtækja
hafa svo einnig skipulagt vinnu-
stöðvanir til að krefjast hærri launa.
Þekktasti og mikilvægasti sigur-
inn í „Fight for 15“ baráttunni vannst
í bæjarfélaginu SeaTac í Washington-
fylki í nóvember 2013, þegar íbúar
í bænum samþykktu í atkvæða-
greiðslu að lágmarkslaun innan bæj-
armarkanna skyldu verða 15 dollar-
ar. Mikilvægi þeirrar ákvörðunar var
ekki aðeins táknrænt, því þó SeaTac
sé smábær á bandarískan mæli-
kvarða, með rétt tæplega 28.000
manna íbúafjölda, er stærsti alþjóða-
flugvöllur í þessum hluta Bandaríkj-
anna staðsettur í bænum, Seattle-
-Tacoma flugvöllurinn. Hvers vegna
er það mikilvægt?
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016
Beint lýðræði, baráttan fyrir
hærri lágmarkslaunum og
endurfæðing bandarískrar
verkalýðshreyfingar.
Magnús Sveinn Helgason
ritstjorn@frettatiminn.is
Í kosningunum í nóvember munu
Bandaríkjamenn ekki aðeins velja
nýjan forseta. Kjósendur í fjór-
um fylkjum Bandaríkjanna greiða
einnig atkvæði um hækkun lág-
markslauna og taka um leið óbeint
afstöðu til nýs kafla bandarískrar
verkalýðsbaráttu eftir áratugalanga
niðurlægingu. Það er viðeigandi að
verkalýðshreyfingin hafi fundið sér
farveg á vettvangi stjórnmálanna,
í gegnum beint lýðræði, því hnign-
un hennar var ekki síst verk stjórn-
málamanna sem grófu undan bæði
verkfallsréttinum og samningsrétti
verkalýðsfélaganna, og reistu aðrar
tálmanir í vegi þeirra, allt síðan Ron-
ald Reagan braut á bak aftur verkfall
flugumferðarstjóra árið 1981
Fyrr í þessari viku, á mánudaginn
var, héldu Bandaríkjamenn upp á
frídag bandarískrar verkalýðsstétt-
ar, Labour Day. Að vísu upplifa fæst-
ir þar daginn sérstaklega tengdan
verkalýðsbaráttu. Þess í stað er
Labour Day í hugum flestra síðasti
dagur sumarsins og tilefni til að
halda grillveislur og fara í lautarferð-
ir.
Ástæðan er sú að lítið hefur farið
fyrir verkalýðsbaráttu í Bandaríkj-
unum síðustu áratugi, og reynd-
ar virðast stéttaátök við fyrstu sýn
fjarlæg bandarísku samfélagi. Sagn-
fræðingurinn Richard Hofstadter
hélt því fram um miðja síðustu öld
að stéttabarátta væri í andstöðu við
grundvallarstef bandarískrar stjórn-
málahefðar sem lengst af hefur ein-
kennst af þverpólítískri samvinnu.
Oft er líka vitnað til orða þýska fé-
lagsfræðingsins Werner Sombart
sem hélt því fram í bók, sem út kom
1906, að sósíalískar hugmyndir biðu
skipbrot í Bandaríkjunum „á skerj-
um nautasteikur og eplabaka“. Vel-
megun í Bandaríkjunum væri slík
að stéttaátök, eins og Evrópubúar
þekktu, fengju ekki hljómgrunn.
Hin nýja verkalýðsbarátta
Áratugalöng hnignun lífskjara og
raunlauna alls meginþorra almenn-
ings sem og svimandi misskipting
virðist hins vegar vera að breyta
þessu. Síðustu ár hafa fátækustu og
lægst launuðu verkamenn Banda-
ríkjanna unnið eftirtektarverða
sigra í baráttunni fyrir bættum
lífskjörum.
Sú barátta er merkileg fyrir
margra hluta sakir. Ekki aðeins
er hún til marks um að bandarísk
verkalýðsstétt sé að vakna til lífs-
ins og heyi nú loksins stéttabar-
áttu. Baráttuaðferðirnar eru ekki
síður merkilegar, því í stað hefð-
bundinnar kjarabaráttu, líkt og
með verkföllum og langdregnum
samningafundum milli vinnuveit-
enda og verkalýðsfélaga, er hin nýja
verkalýðsbarátta í Bandaríkjunum
fyrst og fremst háð með verkfær-
um stjórnmálanna: Þjóðaratkvæða-
greiðslum og í sveitarstjórnum og
fylkisþingum.
Ameríski draumurinn fyrir suma
Um miðja síðustu öld var rúm-
lega þriðjungur Bandaríkjamanna
meðlimir verkalýðsfélaga. Félög-
in tryggðu ekki aðeins meðlimum
sínum mannsæmandi laun og ýmis
réttindi, líkt og launað frí og heil-
brigðistryggingar, heldur nutu aðr-
ir góðs af baráttu þeirra: Til að geta
keppt um starfsmenn og komast hjá
því að mynduð yrðu verkalýðsfélög
urðu öll fyrirtæki að haga launakjör-
um í samræmi við kjarasamninga
stóru verkalýðsfélaganna, jafnvel
þó starfsmenn þeirra stæðu utan
þeirra.
Með baráttu sinni tryggðu verka-
lýðsfélögin að stórfyrirtæki deildu
ávöxtunum af velsæld og hagnaði
eftirstríðsáranna með almenningi.
Fyrir vikið minnkaði bilið milli fá-
tækra og ríkra og bandarískur
verkalýður gat ekki aðeins látið sig
dreyma um hlutdeild í „ameríska
drauminum“, heldur gat allur
meginþorri almennings tekið þátt
í neyslusamfélagi eftirstríðsáranna,
sem aftur skapaði eftirspurn fyrir
framleiðsluvörur bandarísks iðnað-
ar og knúði þannig áfram hjól vel-
sældar. Stöðnun raunlauna frá því
í upphafi níunda áratugarins, sem
hefur leitt til vaxandi skuldsetn-
ingar almennings sem neyðist nú
til að reiða sig í vaxandi mæli á lág-
tekjustörf, er af mörgum talin ein
meginhindrunin í vegi varanlegs
efnahagsbata.
Hnattvæðing og af-iðnvæðing
Hnignun verkalýðsfélaganna er oft
rakin til áttunda áratugarins og þess
vanda sem bandarískur iðnaður
lenti í sökum hækkandi olíuverðs og
harðnandi alþjóðlegrar samkeppni.
Meðlimum í verkalýðsfélögum hef-
ur fækkað jafnt og þétt síðustu ára-
tugi, og í dag eru ekki nema 11,1%
launamanna meðlimir verkalýðs-
félaga. Hlutfallið væri enn lægra ef
ekki væri fyrir verkalýðsfélög í opin-
bera geiranum, þar sem hlutfallið er
35,7% Í einkageiranum er hlutfallið
ekki nema 6,7%. Þessi þróun skrifast
annars vegar á efnahagslega þætti
eins og hnattvæðingu og minnkandi
vægi og hins vegar pólitískar ákvarð-
anir í Washington og höfuðborgum
fylkjanna, sem frá árinu 1981, þegar
Ronald Reagan lét til skarar skríða
gegn verkfalli flugumferðarstjóra,
hafa gert það að verkum að stjórn-
völd hafa sífellt þrengt að réttindum
félaganna og meðlima þeirra.
Pólitískar aðgerðir síðustu ára
hafa gert það að verkum að í dag er
gríðarlega erfitt að stofna ný verka-
lýðsfélög eða að fá samningsrétt fé-
laganna samþykktan. Nánast allar
tilraunir verkalýðshreyfingarinnar
til að skipuleggja nýjar starfsstéttir
eða gera verkamönnum auðveldara
að stofna ný félög hafa verið brotnar
á bak aftur, og þau félög sem þegar
eru starfandi hafa sætt árásum og
umboð þeirra verið skert. Á sama
tíma hefur ímynd verkalýðsfélaga
sífellt versnað í augum almennings,
en repúblikanar og atvinnurekend-
ur hafa náð miklum árangri í að út-
mála þau sem óbilgjarna varðhunda
sérhagsmuna.
Lækkun lágmarkslauna
Verkalýðsstéttin hefur brugðist við
þessari þróun með því að beina
sjónum sínum að lágmarkslaunum.
Alríkið innleiddi fyrst lögbundin
lágmarkslaun árið 1933, sem hluta
af New Deal Franklin Delano Roos-
evelt. Á eftirstríðsárunum voru svo
lágmarkslaun hækkuð reglulega í
takt við almenna verðlagsþróun.
Í valdatíð Ronald Reagan var hins
vegar hætt að láta lágmarkslaun
fylgja verðlagsþróun, og síðan hef-
ur kaupmáttur þeirra minnkað
stöðugt.
Lágmarkslaun voru síðast hækk-
uð 2009, þegar Demókrataflokk-
urinn hafði meirihluta í báðum
þingdeildum í upphafi valdatíð-
ar Obama, en þá höfðu þau staðið
í stað síðan í valdatíð Bill Clinton
og í dag eru lögbundin lágmarks-
laun ekki nema 7,25 dollarar á tím-
ann (830 krónur). Hækkunin árið
2009 dugði samt ekki nema til að
endurheimta þann kaupmátt lág-
Meðlimir SEIU (The
Service Employees
International Union)
fagna ákvörðun fylkis-
stjóra Kaliforníu fyrr í ár
að hækka lágmarkslaun í
fylkinu í 15 dollara. SEIU
er eitt stærsta verkalýðs-
félag Bandaríkjanna,
með 1,9 milljón meðlimi.
Flestir meðlimir SEIU eru
í hefðbundnum láglauna-
störfum, meðal annars í
veitingageiranum.
Myndir | Getty
Stöðnun raunlauna frá því í upphafi níunda áratugarins,
sem hefur leitt til vaxandi skuldsetningar almennings
sem neyðist nú til að reiða sig í vaxandi mæli á lágtekju-
störf, er af mörgum talin ein meginhindrunin í vegi
varanlegs efnahagsbata.
40%
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010
Hrun verkalýðsfélaganna
Heimild: Bureau of Labour Statistics
Hlutfall vinnuaflsins í einkageiranum sem tilheyrir verkalýðsfélögum, 1930-2012
R
oo
se
ve
lt
Tr
um
an
Ei
se
nh
ow
er
Ke
nn
ed
y
Jo
hn
so
n
N
ix
on
Fo
rd
Ca
rt
er
R
ea
ga
n
Bu
sh
Cl
in
to
n
Bu
sh
O
ba
m
a
Baráttan um
mannsæmandi
lágmarkslaun