Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 09.09.2016, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 09.09.2016, Qupperneq 18
Kosningar og beint lýðræði Auk lögbundinna lágmarkslauna alríkisins hafa fylkin heimild til að setja eigin lög um lágmarkslaun, sem og einstaka borgir og sveitar- félög innan hvers fylkis. Upp úr síð- ustu aldamótum höfðu kjósendur í nokkrum stórum borgum, svo sem í Louisiana, Kalíforníu og Wiscons- in, samþykkt hækkun lögbund- inna lágmarkslauna. Sú hreyfing var hins vegar brotin á bak aftur af repúblikönum í viðkomandi fylkis- þingum, að Kalíforníu undanskil- inni, þar sem lög voru samþykkt sem sviptu einstaka sveitarfélög réttin- um til að setja eigin reglur um lág- markslaun. Sigurinn í SeaTac kveikti hins vegar aftur áhuga á þessari bar- áttuaðferð og um leið róttækari vinstripólítík. Sama ár og íbúar SeaTac samþykktu 15 dollara lág- markslaun samþykktu íbúar Seattle samskonar lágmarkslaun, en sú bar- átta var leidd af Kshama Sawant, nýkjörnum borgarfulltrúa fyrir The Socialist Alternative Party. Baráttan fyrir hærri lágmarkslaunum hefur þannig líka opnað á möguleika nýrr- ar tegundar stjórnmálamanna, og er eðlilegt að skoða gott gengi Bern- ie Sanders í prófkjörum Demókra- taflokksins fyrr í ár í því ljósi. Eitt af stefnumálum Sanders, líkt og Sawant, var einmitt krafan um 15 dollara lágmarkslaun fyrir banda- rískt verkafólk. Síðan 2013 hafa 37 borgir og sveitarfélög hækkað lágmarkslaun og jafnframt bundið þau verðlags- breytingum. Stærstu sigrarnir hafa þó unnist í þjóðaratkvæðagreiðsl- um í fylkjunum en í kosningunum 2014 tókst verkalýðshreyfingunni og aðgerðarsinnum að koma spurn- ingu um hækkun lágmarkslauna á kjörseðla í fimm fylkjum: Alaska, Arkansas, Illinois, Nebraska og Suð- ur Dakóta. Kjósendur samþykktu hækkun lágmarkslauna í öllum til- fellum með yfirgnæfandi meirihluta. Þessi árangur kom mörgum á óvart, því hann sýndi að hin nýja verkalýðsbarátta á ekki aðeins hljómgrunn í helstu vígjum vinstri- manna á vesturströndinni, heldur styður stór hluti almennings hækk- un lágmarkslauna, jafnvel í fylkjum sem alla jafna kjósa repúblikana, sem hafa til þessa barist gegn slíkum hækkunum. Í ár greiða kjósendur í Arizona, Colorado, Maine og Was- hington svo um hækkun lágmarks- launa og jafnframt hafa fylkisþing Kaliforníu og New York líka sam- þykkt að hækka lágmarkslaun í 15 dollara. Afleiðingar hærri lágmarkslauna Atvinnurekendur og repúblikanar hafa haldið því fram að hærri lág- markslaun auki atvinnuleysi og hækki vöruverð, sem muni svo fyrst og fremst bitna á tekjulágu fólki. Á móti má benda á að rannsóknir sýna að hækkun lágmarkslauna leiði ekki til aukins atvinnuleysis, og að áhrif hærri launa á vöruverð séu hverf- andi. Einnig hefur verið bent á að fá- tækralaun stórfyrirtækja séu í raun niðurgreidd af hinu opinbera en verkamenn á lágmarkslaunum þiggja árlega 153 milljarða dollara í opinbera aðstoð í formi fátækra- styrkja. Ekkert þeirra fyrirtækja sem greiði svo lág laun að starfsfólk þeirra geti ekki lifað af þeim séu á vonarvöl, og þá virðist fjárfestar og talsmenn stórfyrirtækja aldrei hafa áhyggjur af launaþenslu í röðum stjórnenda né ofurlaunum forstjóra. 15 dollarar duga ekki Þó 15 dollara lágmarkslaun dugi til að lyfta fólki yfir fátækramörk, eins og þau eru skilgreind af alríkinu, duga þau ekki fyrir lágmarksfram- færslu. Til að fjögurra manna fjöl- skylda nái yfir fátækramörk alrík- isins þarf hún að hafa yfir 24.000 dollara í árstekjur (2.754.000 kr) en miðað við eina fyrirvinnu og 40 stunda vinnuviku þýðir það að tíma- kaup þarf að vera yfir 11,54 dollar- ar (1.300 kr). Lágmarksframfærslu- viðmið sem sjálfstæðar stofnanir hafa reiknað út eru hins vegar að minnsta kosti tvisvar sinnum hærri en útreikningar alríkisins, og það þó ekki sé gert ráð fyrir neinum munaði eins og heimsóknum á veitingahús, né greiðslum í lífeyrissjóði. T.d. telur MIT að til að ná lágmarksframfær- slu þurfi fyrirvinna heimilis að hafa á bilinu 20-25 dollara (2.300-2.900 kr) í tímakaup og í borgum þar sem leiguverð er hátt, eins og t.d. New York eða San Fransisco, getur lág- marksframfærsla svo hæglega verið miklu hærri. Árangurinn Verkalýðshreyfingin hefur hins vegar slæma reynslu af því að reyna að „móbílísera“ stuðning við það að tryggja lágmarkslaun sem ná fátækramörkum. Í valdatíð Bush reyndu verkalýðsfélög að byggja upp stuðning við að lágmarkslaun næðu lágmarksframfærslu en vandinn við þá baráttu var þó öðru fremur sá að umræðan um framfærsluviðmið er bæði flókin og tæknileg og almenn- ingur missti fljótt áhugann. Þau sem skipulögðu aðgerðirnar í kringum „Fight for 15“ skildu þetta og því voru skilaboðin einföld og skýr. Kaldhæðnislegt er þó að þrátt fyrir árangur „Fight for 15“ hreyf- ingarinnar hefur henni ekki tek- ist að hækka laun starfsmanna á McDonalds eða annarra skyndibita- staða í 15 dollara, né hefur tekist að tryggja starfsmönnum McDonalds réttinn til að stofna verkalýðsfélög. Aðgerðarsinnar hafa þó bent á að mikilvægasti árangur hreyfingarinn- ar sé sá að henni hafi tekist að vekja von í brjóstum allra fátækustu með- lima verkalýðsstéttarinnar, þeirra sem vinna langan vinnudag, eru oft í fleiri en einni fullri vinnu, og ná samt ekki endum saman. Starfs- maður McDonalds í Chicago sagði í viðtali við Financial Times að hún hefði í fyrsta sinn tilfinningu fyrir því að hún væri ekki ein: „Ég var alltaf sannfærð um að ég ætti skilið að fá meira fyrir vinnuna mína, en ég vissi ekki að aðrir væru að hugsa það sama.“ 18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016 Bernie Sanders tók upp kröfuna um 15 dollara lágmarkslaun í prófkjörsbaráttu demókrata. Þó Hillary Clinton hafi ekki tekið undir kröfuna, heldur stutt tillögu sem þingmenn flokksins höfðu lagt fram um 12 dollara lágmarkslaun. Á landsfundi Demókrataflokksins í sumar var krafan um 15 dollara lágmarkslaun hins vegar tekin upp í kosningastefnuskrá flokksins. Starfsmenn McDonalds áttu frumkvæðið að „Fight for 15“ hreyfingunni, árið 2013. Kshama Sawant, borgarfulltrúi í Seattle fyrir The Socialist Alternative. Eftir að hafa mistekist að fá borgar- stjórn Seattle til að samþykkja kröfu um 15 dollara lágmarkslaun leiddi Sawant undirskriftasöfnun til að leggja kröfuna beint í dóm kjósenda. Lágmarkslaun voru síðast hækkuð 2009, þegar Demókrataflokkurinn hafði meirihluta í báðum þing- deildum í upphafi valdatíðar Obama, en þá höfðu þau staðið í stað síðan í valdatíð Bill Clinton og í dag eru lög- bundin lágmarkslaun ekki nema 7,25 dollarar á tímann (830 krónur). Reykjavíkurborg - skrifstofa eigna og atvinnuþróunar ı Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnargötu 11 ı www.reykjavik.is/sea ı s. 411 11 11 Atvinnuhúsnæði á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi er til leigu fyrir fyrirtæki eða klasa með starf- semi sem tengist kvikmyndagerð, en aðrar skapandi greinar koma einnig til greina. Til leigu eru um 550 m2 skrifstofuhúsnæði, 1.140 m2 niðurgrafin skemma og 2.300 m2 verkstæðis- og lagerhús. Skrifstofuhúsnæðið og skemman eru laus nú þegar, en verkstæðisbyggingin gæti losnað á næstu mánuðum. Reykjavíkurborg gekk nýlega frá samningum við RVK-studios ehf. um kaup á hluta gömlu Áburðarverksmiðjunnar fyrir kvikmyndastúdíó. Gert er ráð fyrir að í nágrenni þess byggist upp aðstaða fyrir starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. Samkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins í heild stendur yfir og því eru ákvarðanir um nýtingu lands Húsnæði fyrir kvikmyndastarfsemi R E Y K J A V Í K U R B O R G og bygginga nú teknar með fyrirvara um hugsanlegar breytingar. Tilkynning um áhuga berist til þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, í umslagi merktu „Leiga í Gufunesi“ fyrir kl. 12:00 mánudaginn 26. september 2016. Innsend gögn verða metin í ljósi þeirra áforma að í Gufunesi byggist upp fjölbreytt og heildstæð starfsemi á sviði kvikmyndagerðar. Mikilvægt er að í gögnum komi fram skýrar hugmyndir um hvernig viðkomandi starfsemi fellur að þessum áformum. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á reykjavik.is/leiga Skapandi starf í Gufunesi RVK-studiosSkemma Skr ifst ofu r Verkstæði /lager
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.