Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 09.09.2016, Síða 24

Fréttatíminn - 09.09.2016, Síða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016 Panamalekinn Hvers vegna svona sterk viðbrögð? U ndanfarið hefur kviknað nýtt líf í um- ræðunni um svokölluð Panamaskjöl og eftirmál frægs Kastljóssþáttar frá því í vor. Fyrrverandi forsætisráðherra opn- aði þá umræðu að nýju og hafa margir tekið þátt í að halda henni gangandi. Í sjálfu sér mælir margt með því að upplýsingarnar sem komu fram í kjölfar Panamalekans séu ræddar á ný eftir nokkurt hlé þegar fjarlægð er komin á þessi mál. Og þá er ágætt að sem flest sjónarmið komi fram ef þau eru málefnalegt innlegg fremur en afneitanir, þrætur eða viljandi þögn um mikilvæg atriði. Það er eðlilegt að ólíkar skoðanir séu um innihald skjal- anna og atburðina sem birting þeirra leiddi til. Hvert rökræða þessara ólíku skoðana leiðir okkur skiptir meginmáli á næstu misserum. Þar sem við tókum þátt í fjölmiðlaumræðu síðast- liðið vor um upplýsingar um fé í skattaskjólum fannst okkur áhugavert að skoða svör okkar og viðbrögð að nýju og birta hugleiðingar okkar í þessari grein. Hvaða afleiðingar hefur það þegar fjöldi framámanna hefur gert ráðstafanir til að geyma fé sitt eða hluta þess í skattaskjólum? Hvert er vandamálið og hvað getum við lært af Panamaskjölunum? Eitt af því sem kom í ljós tiltölulega snemma þegar málið fór á flug síðastliðið vor var að líklega væru þessi félög og ýmsar ráðstafanir tengdar þeim ekki lögbrot. Sú mynd hefur breyst lítið. Málið var strax á fyrstu stigum þess og æ síðan öðru fremur dæmi um siðferðilegt álitamál. Tilraunir til að hamra á því að Birting Panamaskjalanna varð vendipunktur í ís- lenskum stjórnmálum og um þau er enn deilt. Hvað drógu skjölin fram? Var ámælisvert hvernig þau voru birt? Vilhjálmur Árna- son og Henry Alexander Henrysson reyna hér að draga fram um hvað málið snýst og hvað það segir um samfélagið okkar. enginn hafi aðhafst nokkuð ólöglegt og enginn glæp- ur hafi verið framinn hafa afvegaleitt umræðuna og drepið málinu á dreif. Vissulega komu fram ásakanir í byrjun um lögbrot en oft voru þau dæmi um vanstill- ingu fremur en ígrundað framlag. Eitt af því sem við lærðum af Panamalekanum var hversu mikilvægt það er að halda stillingu og vanda til greiningar þegar sið- ferðilegar spurningar vakna. Um hvað snúast þessar siðferðilegu spurningar? Hér er mikilvægt að greina á milli tveggja megin- sjónarhorna um hvað uppljóstranirnar drógu fram. Víðara sjónarhornið snertir þá gjá milli almennings og auðmanna sem enn og aftur blasti við landsmönn- um. Gjáin hefur verið til staðar og líklega hafa flestir getið sér til um tilvist hennar og eðli, en í hvert sinn sem fréttir berast sem varpa ljósi á þessa gjá eykur það sterkar kenndir hjá almenningi eins og vantraust, tortryggni, reiði og vonbrigði. Þessar geðshræringar voru skiljanlega sterkar þar sem stutt er liðið frá hruni og sárin frá þeim tíma ýfast upp. Þessi gjá myndaðist ekki úr lausu lofti. Skipulega var búið í haginn fyrir háttsemi af þessu tagi á bólu- árunum fyrir hrun. Þegar talað er um „siðrof“ á þeim árum er einmitt vísað í slíkar skipulegar aðgerðir þar sem vissum hópum í samfélaginu stóð til boða annars konar ráðstafanir í sínum fjármálum heldur en al- menningi. Þess vegna er villandi að einblína á græðgi þeirra einstaklinga sem í hlut eiga. Hugarfar mótað- ist, fagmenn og fjármálastofnanir notuðu þekkingu sína og sambönd til að greiða fyrir háttseminni og löggjafinn treysti sér ekki til að setja henni skorð- ur. Þarna var um að ræða hegðun sem grefur undan velferðarsamfélaginu. Fjármunir sem áttu að fara í sameiginlegan kostnað við að reka siðað samfélag gátu horfið í kjölfar þess að þeir voru fluttir í skatta- skjól. Einnig grefur þessi háttsemi undan heilbrigðum viðskiptaháttum og samkeppni – undan sjálfu mark- aðssamfélaginu sem öðru fremur hefur áhrif á kjör almennings. V iðtekið svar er að skyldur einstaklinga við samfélagið geti ekki verið aðrar en þær sem festar eru í lögum og því sé fólki frjálst að haga einkafjármálum sín- um á þann hátt sem það kýs sjálft innan ramma laga og reglugerða. Þetta viðhorf byggir á misskilningi. Samfélagið tryggir okkur fjöl- mörg réttindi til athafna og gæða. Þessum réttindum fylgja ákveðnar skyldur. Dæmi um slík réttindi eru leyfi til að setja hluta okkar umsvifa í einkahlutafélög sem takmarka persónulega ábyrgð. Ekki er siðferði- lega verjandi að misnota þessi réttindi þótt löggjafinn kunni að eiga erfitt með að girða fyrir margs kon- ar misnotkun. Dæmi um skyldur sem rétturinn til takmarkaðrar ábyrgðar leggur okkur á herðar er að fullkomið gagnsæi sé til staðar um reksturinn og all- ar upplýsingar, s.s. ársreikningar, liggi opinberlega fyrir. Skattaskjól virðast fyrst og fremst eiga tilvist sína þeim að þakka sem vilja ekki gangast við þessum skyldum við samfélag sitt. Seinna meginsjónarhornið er þrengra og snertir annars konar skyldur. Það fólk sem hefur verið falið að gæta almannahagsmuna eða koma fram fyrir hönd þjóðarinnar hefur til að bera mikilvægar hlut- verkabundnar skyldur. Við eigum í engum vandræð- um með að herma slíkar skyldur upp á ákveðnar starfsstéttir, t.d. þær sem sinna sjúklingum, börn- um og öðrum viðkvæmum hópum, en við gleymum oft að öllum hlutverkum fylgja ákveðnar skyldur í ljósi þeirra réttindi og valda sem tengjast hlutverk- inu. Kjörnir fulltrúar verða að gangast við ákveðnum skyldum þegar þeir taka við hlutverkum sínum. Þeir bera annars konar ábyrgð en almenningur enda eru völd þeirra og áhrif annars eðlis. Hér gengur ekki að nota þá vörn sem oft er gripið til um að eitthvað tíðk- ist svo víða í samfélaginu hvort sem er, eða að ósann- gjarnt sé að gera meiri kröfur til kjörinna fulltrúa en til almennings. Þeim sem gæta almannahagsmuna ber að sýna gott fordæmi í þessu tilliti. Ítarlegar reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum sem ætlað er að forða hagsmunaárekstr- um eiga sér rætur í þessum hlutverkabundnu skyld- um. Það er aldrei hægt að sjá allar mögulegar aðstæð- ur fyrir við skráningu slíkra reglna og því er brýnt að allir geri sér grein fyrir þeirri meginhugsun sem liggur þeim til grundvallar. Það er mikilvæg forsenda þess að kjósendur geti lagt mat á athafnir þeirra sem ætlað er að gæta þjóðarhags að upplýsingar liggi fyrir um hagsmunatengsl sem truflað gætu það hlutverk. Það grefur undan trúverðugleika kjörinna fulltrúa og þar með undan lýðræðissamfélaginu að þeir leyni eignarhaldi og hagsmunatengslum. Enski heimspekingurinn John Stuart Mill komst svo að orði í höfuðriti sínu Nytjastefnunni að flest okkar þurfi ekki „að hyggja að neinu öðru en einkahag og hagsmunum eða hamingju fáeinna einstaklinga“. Fæst okkar þurfi að taka ákvarðanir með hagsmuni almennings í huga og því sé það í raun „þeir einir sem hafa áhrif á þjóðfélagið í heild með breytni sinni sem þurfa allajafna að hugsa svo stórt“. Kjörnir fulltrú- ar þurfa að hugsa stórt. Svo einfalt er það. Reyndar bætir Mill því við, og talar til stærri hóps, að það sé „ósamboðið vitibornum manni að gera sér þess ekki fulla grein að athöfnin sem um ræðir væri skaðleg ef hún væri almennt stunduð og þess vegna beri honum skylda til að forðast hana.“ H ér erum við komin að kjarna máls- ins. Sú reiði sem blossaði upp í kjölfar uppljóstrana um það fé sem geymt er í félögum í skattaskjólum á sér ræt- ur í því að fólk gerir sér grein fyrir því að þetta er háttsemi sem grefur undan innviðum samfélagsins. Siðfræði verður að taka tillit til undantekninga frá öllum meginreglum, undantekninga sem eiga sér rætur í því hve flók- in mannleg tilvist er. Einstaka viðskipti í alþjóðlegu umhverfi geta kallað á tilvist aflandsfélaga. Þar er um undantekningu að ræða sem staðist getur skoðun. En kjörnir fulltrúar geta ekki gert kröfu um að slík undantekning eigi við um þá eða fjárhagslega hags- muni þeirra. Þeir þurfa „að hugsa stórt“, eins og Mill komst að orði, og ekki fela sig á bak við orðalag reglna þegar hugsunin á bak við reglurnar blasir við. Það er ágæt vísbending um réttmæti undantekninga að menn geta gengist við háttseminni opinberlega og þurfi ekki að leyna henni. En meginhvati þeirra sem geyma fé í skattaskjólum virðist einmitt vera að leyna eignarhaldi og minnka skattbyrði, þ.e. framlag sitt til sameiginlegra sjóða sem gerir okkur kleift að deila saman gæðum og byrðum samfélagsins. Þó er það góðs viti að þetta mál hafi komið upp á yfirborðið. Samfélög mega ekki líta svo á að vandinn felist í því að leyndarmál afhjúpist. Uppljóstranirnar geta orðið heillaskref ef við viðurkennum vandann og þeir framámenn sem hafa geymt fé í skattakjólum gangast við því að framferði þeirra gæti verið skaðlegt ef það væri almennt stundað. Kjörnir fulltrúar þurfa að spyrja sig hvort slík háttsemi samrýmist skyldum þeirra og ábyrgð gagnvart almenningi. Meginspurn- ingin er hver næstu skref verða. Munu afneitanir halda áfram, verður tekist á með innihaldslausum yfirlýsingum og hártogunum? Mun okkur bera gæfa til að gangast við hinum siðferðilega vanda sem felst í tilvist aflandsfélaga og reyna að takmarka þá hvata sem eru í umhverfinu til þess að ástunda háttsemi af þessu tagi? Munu kjörnir fulltrúar ígrunda hlutverka- bundnar skyldur sínar í ríkara mæli? Viðbrögð næstu mánaða, m.a. vegna kosninga núna seinna í haust, verða mikilvægur prófsteinn á íslenskt lýðræðissam- félag. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki, og Henry Alexander Henrysson, aðjunkt í heimspeki. „Tilraunir til að hamra á því að enginn hafi aðhafst nokkuð ólöglegt og enginn glæpur hafi verið framinn hafa afvegaleitt um- ræðuna og drepið málinu á dreif.“ Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.